Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 22

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 22
Francesca Molo heitir sviss- nesk sjónvarpskona sem heimsótti okkur hérna á Víkinni í haust. Komin til íslands á veg- um svissneska sjónvarpsins til aö búa til þátt um kvenna- hreyfinguna, Kvennalistann og konur yfirleitt á íslandi. í spjalli viö Francescu kom fram, aö í fyrra bjó hún til þátt um kon- urnar í Appenzell í heimalandi sínu og konurnar í Appenzell hafa ekki kosningarétt. Forvitni Veru var vakin: / fyrsta lagi, hvar í Sviss er Appenzell og hvernig er þar umhorfs? ,,Eins og þiö áreiðanlega vit- iö, er Sviss skipt í „kantonur", héröö, sem hafa þó nokkuð sjálfstæði og segja má að Sviss sé bandalag þessara kantóna, t. d. gilda ólík lög frá einni til annarrar. Ein er Appenzell og er austast og nyrst í Sviss, ligg- ur að Bodensee. í kantónunni búa um 13000 manns, þar er mjög friðsælt og fallegt, engin stóriðja, engar hraðbrautir, engar borgir. íbúarnir eru mjög stoltir af þessum sérkennum svæðisins og eitt af því fyrsta sem manni er sagt er að um Appenzell fari engin ríkis-járn- braut. Undirstöðuatvinnuveg- ur er landbúnaður og svo ferðaiðnaður. Allt er smátt í sniðum, býlin eru ekki stór, kúabú eru algengust og hafa u. þ.b. 20 kýr. Margir halda líka geitur. Aðalframleiðslan er smjör og sá hin frægi Appenzell-ostur. Vegna þess hve býlin eru smá, standa þau ekki undir aðkeyptu vinnuafli svo það er fjölskyldan sjálf sem rekur þau. Mér finnst mörgu svipa til íslensks landbúnaðár eins og ég hef geta kynnst hon- um. Nú, en aðaltekjustofn kan- tónunnar eru ferðamennirnir, þetta er mjög vinsælt svæði. Tekjurnar eru bæði frá gisti- og veitingahúsum, sem vel á minnst eru líka smá í sniðum, þarna eru engin risavaxin hót- el- og svo af sölu minjagrip- anna, af handavinnu, einkum útsaumi en svo eru líka fram- leiddir leöurhlutir úr kýrhúð, t.d. fléttuð belti og þess háttar. Og tin-gripir. Framleiðsla þessa varnings er að mestu í höndum kvenna. En almennt talaö er þetta landbúnaðarhér- aö meö ævafornri bænda- menningu. Og vel að merkja, þetta er kaþólskt svæði. En eitt af því sem er sér- kennilegt við Appenzell er þessi rfka hefð fyrir því að kon- urnar starfi utan heimilisins. Handavinna frá Appenzell, út- saumuð klæði, var mjög eftir- sótt í eina tíð og seldist vel í allri Evrópu, þótti fín og seldist dýrt. Það voru konurnar auð- vitað sem saumuðu og það voru þær sem seldu og fengu reiðufé í hendurnar. Karlarnir sinntu búunum, sáu til þess að nóg væri af matföngum, hver bær hefur verið sjálfum sér nægur með margt en það sem kaupa þurfti að, var gert með aurunum sem konurnar þén- uðu. Þar með er ekki sagt að konurnar hafi ekki unnið heima líka, auðvitað! Þær unnu bara tvöfaldan vinnudag eins og alls staðar. En þetta hafði sitt að segja, þær höfðu auraráðin. Svo breyttist þetta um 1870, þá fór saumaskapurinn þeirra úr tísku, alla vega lokuðust markaðir. Þá leituðu konurnar að öðru. Þær hættu ekki að vinna utan heimilisins heldur sneru sérað nýjum verkefnum. í Appenzell eru það konurnar, sem eiga og reka veitingahús- in, gistihúsin, leigja ferða- mönnum herbergi heima hjá sér, vinna f minjagripaverslun- um o.s.frv. Karlarnirstunda bú- skapinn, sjá um skepnurnar — nei nei, ekki um heimilisstörfin, það gera konurnar áfram þegar þær koma heim úr hinni vinn- unni. Sem sagt, það eru konurnar sem afla reiðufjárins og stjórna fjármálum, þær þurfa ekki að biðja einn né neinn um aur fyrir nýjum kjól heldur eru þaö karl- arnir sem þurfa að biðja kon- una sína." — En ef hd. karlinn segir aö það þurfi nýjan [raktor en kon- an telur meiriþörfá t.d. þvotta- vél? „Þá held ég að þvottavélin yrði fyrir valinu." Og í þessu samfélagi hafa konur ekki kosningarétt? „Nei. Hvað varðar stjórn samfélagsins, ríkir æva-forn hefð, allt frá því áður en Appenzell varð meðlimur í svissneska sambandinu. Það er kosið einu sinni á ári og kosningin er ekki leynileg. Sfð- asta sunnudaginn í apríl safn- ast karlmenn héraðsins saman á torgi sem heitir Landsgem- eideplatz og bera sverð sér við hlið! Á þessu opna þingi eru lögð fram mál sem varða hér- aðið og það er kosið með handauppréttingu og allir fylgj- ast meö. Á þessu þingi er t.d. kosið í þær nefndir sem sjá um framkvæmdir á milli þinga, skólanefnd, gatnamálanefnd o.þ.h. og það er á þessu þingi sem kosið er um það hvort konurnar eigi að hafa kosn- ingarétt. Það eru engir stjórn- málaflokkar. Þessi aðferð er ævaforn hefð — og þau segja í Appenzell: hvað er hefð sem breytist? Ekki lengur hefð! Fólkið í Appenzell er mjög stolt af sögu sinni, menningu og hefðum og þau vilja viðhalda þessu! — Og konurnar líka? „Það hefur tvisvar verið kos- ið um það hvort þær ættu að fá réttinn og tvisvar verið fellt, fyrst með 60% atkvæðanna, síðan með 70%, það var eftir að nokkrar konur höfðu reynt að reka áróður fyrir breyt- ingu! “ — Og hvað segja konurnar, finnst þeim þetta bara allt í lagi? „Þær virðast líta á karlmenn- ina, eiginmenn sína, sem full- trúa sinna skoðana. Mér var sagt að karlarnir væru sendir á þingið með skilaboð og fyrir- mæli, að fjölskyldan kæmi sér saman um hvernig atkvæðin skyldu falla. í hópi þeirra kvenna sem hafa barist fyrir kosningaréttinum eru t.d. nokkrar ekkjur, þær telja sig ekki lengureiga rödd á þinginu vegna þess að þær hafa engan karl til að senda. Þær konur, 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.