Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 23

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 23
sem ég talaði viö og voru hlynntar núverandi fyrirkomu- lagi, sögðu það mikilvægt að viðhalda fornum hefðum, að það sé varasamt að brjóta gamla menningu á bak aftur. Hinar, sem vilja breyta, sögðu þetta spurningu um sjálfsvirð- ingu. En fólk þarna virðist þeirrar skoðunar, að völd og frelsi séu til staðar innan fjöl- skyldunnar og því ónauðsyn- legt eða síður mikilvægt utan hennar. Þau eru stolt af því að vera öðru vísi en aðrir, stolt af því að vera sfðasta kantónan í Sviss, sem ekki veitir konum kosningarétt. Það ýtir undir sjálfstæðistilfinningu þeirra. Það er annað sem líka skiptir máli og kemur fram í tali fólks: það er ánægt með landið sitt. Sjáðu, segja sumar konur, hvað þetta fyrirkomulag hefur fært okkur: hreint land, engar hrað- brautir, engar verksmiðjur, hér líður engin skort, þetta er Para- dís á jörðu! Ég varað mörgu leyti hrifin af Appenzell, ekki bara vegna þess hve þarna er hreint, frið- sælt og fallegt, heldur af kon- unum. Að mörgu leyti fannst mér þarna rfkja mæðraveldi. Maður sér ungar stúlkur úti aö skemmta sér saman, konur fara út að borða saman eða setjast inn á krá... það sér mað- ur ekki víða í bændasamfélög- um. Það er mjög skrýtið að heyra þær tala um karlana og kosningarnar, ,,leyfum þeim að leika sanna karlmenn einu sinni á ári“ segja þær eins og þær séu að tala um börn. Eins og þær vilji láta það eftir þeim greyunum að spóka sig með sverðið og sýnast valdamiklir einn dag á árinu. Og karlarnir líta á sig sem síöustu fulltrúa hins eina sanna opna lýðræðis í heiminum — konurnar sumar líka, finnst þau vera alveg spes!" Og riæst ætlar þú ad búa til þátt um okkur íslendinga. ,,Já. Um Kvennalistann og kvennahreyfinguna hér. Mér finnst það vera spennandi verkefni næst á eftir Apenzell, algjör andstæða. Þ.e.a.s. ég bjóst við aö hér fyndi ég algjöra andstæðu en ég er ekki svo viss... Konurnar hér minna mig að mörgu leyti á konurnar í Appenzell... sterkar, sjálfstæð- ar, frjálslegar... nei annars, tal- aðu við mig þegar ég er búin að vera hérna lengur!" Ms GÆÐAMUSIK Á GÖÐUM STAÐ LP KA GD Frískasta og fjöl- breytilegasta plata Megasar til þessa. I textunum dregur Megas upp skemmti- legar myndi r af mannlifinu I Reykja- vik, fyrr og síðar. Og með hljóðfærum á borð við harmóniku, Hammondorgel.óbó, kontrabassa o. s.frv. undirstrikar Megas sérstöðu Loftmyndar sem ferskustu, hnyttnustu og bestu Reykjavíkurplötu sem gerð hefurverið. LP KA i GD „Besta plata Bubba hingað til“ Á.M. - Mbl. „Skotheid skífa, hvort sem litió er á lagasmíðar, útsetn- ingar eða annað." Þ.J.V. - DV. „Ljóst er aó Bubba hefur tekist að gera plötu sem er að mínu mati betri en „Frels- ið“." G.S. • HP. HUGMYNDASAMKEPPN! Borgarráö Reykjavíkur hefur ákveöiö aö efna til hug- myndasamkeppni um ílát fyrir rusl og kjörorö (slagorð), sem hvetur til bættrar umgengni í borgarlandinu. Þátttaka Þátttaka í hugmyndasamkeppni þessari er öllum heim- il, bæöi fagfólki í hönnum, sem og áhugafólki um bætta umgengni. Þátttaka er ekki bundin viö einstaklinga heldur geta fleiri staöiö saman aö tillögu. Trúnaðarmaður Trúnaöarmaöur dómnefndar er Ólafur Jensson, fram- kvæmdastjóri, Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, sími 29266 og gefur hann allar nánari upp- lýsingar. Keppnistillögur Eins og áöur segir skiptist keppnin í tvo þætti og getur hver þátttakandi skilað inn tillögum um annan eöa báöa þættina. Þættirnireru: a) Gerð uppdrátta af ýmiskonar ílátum og staðsetningu þeirra. Trúnaöar- maöur dómnefndar afhendir keppn- islýsingu vegna þessa liöar. b) Kjörorð (slagorö). Ennfremur er æskilegt vegna a) og b) liða aö skilaö sé hugmyndum um staösetningu ílátanna víðsvegar í borgarlandinu en þó er þaö ekki skilyrði. Merking og afhending Tillögum aö kjöroröi skal skila í arkarstærö A4, auð- kennt meö 5 stafa tölu ásamt lokuðu, ógegnsæju umsl- agi merktu sama auðkenni, þar sem nafn höfundar eöa höfunda er tilgreint. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns dómnefndar í síö- asta lagi miövikudaginn 17. febrúar 1988, kl. 18:00 aö íslenskum tíma. Verðlaun Verölaun fyrir ruslaílát eru samtals kr. 200 þús. þar af verða veitt 1. verðlaun sem veröa eigi lægri en kr. 100 þús. Verðlaun fyrir kjörorö veröa kr. 100 þús., þar af veröa 1. verölaun eigi lægri en kr. 50 þús. Auk þess er dómnefnd heimilt aö kaupa tillögur fyrir allt aö kr. 100 þús. Heildarverölaun veröa því allt aö kr. 400 þús. Dómnefnd Dómnefnd skipa Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfull- trúi, formaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfull- trúi og Pétur Hannesson, deildarstjóri. \ 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.