Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 24

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 24
í SKÁLDKONUR KYNNTAR Soffía Auður Birgisdóttir er 28 óra bók- menntafræðingur. Hún lauk B.A. prófi í al- mennri bókmenntafræði, dönsku og ís- lensku vorið 1984, stundaði síðan nóm í kennslu og uppeldisfræði einn veturog mun Ijúka kandidatsprófi í íslenskum bókmennt- um ó næsta óri. Fjallar lokaritgerð hennar um móðurmyndina í íslenskum bókmenntum og þó sérstaklega um samböndin móður- sonur og móðir-dóttir. Fyrir utan það að skrifa um bækur í blöð og tímarit hefur hún kynnt bókmenntir í útvarpi og komið fram í bókmenntaumræðu í sjónvarpi. Um þessar mundir er að koma út bók hjó Mól og menningu sem ber nafnið SOGUR ÍSLENSKRA KVENNA 1879-1960. í henni eru, eins og nafnið gefur til kynna, sögur eftiríslenskarskóldkonur. Þessu verki ritstýrir Soffía. Vera spurði Soffíu nokkurra spurn- inga um þessa forvitnilegu bók sem kynnir fyrirokkurhluta af bókmenntaarfi okkarsem ekki er haldið ó lofti ó hótíðis- og tyllidög- um. I bókinni er leitast við að sýna hvernig viðfangsefni kvenna þróast með aukinni sjólfsvitund og sjólfstrausti. 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.