Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 25

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 25
Segdu mér eitthvaö um tilurð þessarar bókar og hvernig þú valdir efnið í hana? „Fyrst var hugmyndin aö safna saman í eina bók skáldsögum eftir konur en mér fannst réttara aö hafa einnig smásögur meö í valinu. Þannig kæmust í fyrsta lagi fleiri konur aö og í ööru lagi gæfi bókin þá réttari mynd af viðfangsefnum og þróun sagnagerð- ar kvenna á tímabilinu. Um val verka í slíka bók má sjálfsagt alltaf deila en ég haföi fagurfræðilegt og hugmyndafræöilegt mat aö leiðarljósi. Einnig markastvaliöaf lengd sagnannaog því ekki allt- af hægt að taka merkasta verk hvers höfundar. Alla konurnar hafa gefiö út bók eöa bækur. Flestar þeirra eru fyrst og fremst sagna- skáld en margar ortu líka Ijóö en umfjöllun um þau er ekki inn á sviði þessarar bókar. Öllum endurminningabókum varö ég lika aö sleppa en konur hafa í gegnum tíðina veriö iönar viö aö gefa út minningar og skáldskap í bland. Bókin hefur aö geyma verk þó nokkurra rithöfuna sem eru al- gerlega gleymdir í dag. Fæstar kvennanna eru á leslistum nem- enda í Háskóla íslands, svo dæmi sé tekið, nema þá í sérstökum kvennabókmenntanámskeiðum og segir þaö nokkuö um stööu þeirra innan íslenskrar bókmenntasögu. Þótt margar þeirra hafi verið afkastamiklir rithöfundar, þar á meðal Elínborg Lárusdóttir, Ragnheiöur Jónsdóttir og Þórunn Elfa Magnúsdóttir, og sumar þeirra brautryöjendur, heyrast nöfn þeirra sjaldnar en t.d. nöfn þeirra Gests Pálssonar eöa Einars Kvaran.“ Hvernig gékk þér þá að finna heimildir um rithöfundana? „Eins og gefur aö skilja var erfiðast aö finna upplýsingar um ævi kvennanna, skáldverkin sjálf voruöll í bókum. Bókaskrárgefa upplýsingar um útgáfustað og tíma, en þar voru litlar sem engar upplýsingar um ævi höfundanna og ekki voru þær allar í skálda- tölum. Ég þurfti því aö grafa og grúska í manntölum, tímaritum, dagblööum o.fl. til að fá þær upplýsingar sem nauösynlegar voru. Landsbókasafnið reyndist ekki einu sinni vera trygg heimild og sem dæmi um þaö hvernig rithöfundur getur ,,týnst“ er eftirfar- andi saga. Svanhildur Þorsteinsdóttir (dóttir Þorsteins Erlingssonar skálds) var fædd 1905 og gaf aðeins út eina bók, smásagnasafniö Álfaslóðir, sem kom út 1943. En í ýmsum bókaskrám og einnig í spjaldskrá Landsbókasafnsins eru henni eignaöar tvær bækur til viðbótar. Sá ruglingur er þannig til kominn aö hún er talinn vera höfundur verka Svönu Dún, sem reyndar var nafna hennar en fimm árum yngri. Svana Dún er skáldanafn Sigríöar Svanhildar Þorsteinsdóttur sem fæddist 1910. Líklega hefur hún tekið sér þetta skáldanafn til aö koma i veg fyrir aö sér yröi ruglað saman við samtímakonu sína og nöfnu. En sú viðleitni hennar mistókst. Engar heimildir tókst mér aö finna um Svönu Dún, aðrar en þær aö hún lést í Kanada 20. október 1966, reyndar sama ár og nafna hennar. Til þess aö fá einhverjar upplýsingar um Svönu Dún setti ég fyr- irspurn í Velvakanda Morgunblaðsins. Baö ég þá sem einhverja vitneskju heföu um hanaog einnig um Henriettufrá Flatey aö hafa samband viö mig. Viðbrögðin voru mjög góö. Þannig haföi ég uppá dóttur Henriettu og systur Svönu Dún. Seinna hafði þessi systir Svönu Dún samband viö Mál og Menningu. Svana Dún hafði þá vitjað systur sinnar í darumi og lýst yfir ánægju sinni með Guðrún Lárusdóttir Torfhildur Hólm 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.