Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 29

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 29
Ljósmynd: Elín Rafnsdóttir sem enginn þekkir nema hún ein. Einhverntíma seinna þekkja þau hana bæði tvö, því hún ætlar að seqia syni sínum hana... (bls. 572-573) Þórunn Elfa Magnúsdóttir er innan sama tímabils og Svana Dún. Um hana segir í eftirmálanum: „Þórunn Elfa Magnúsdóttir kom fram sem rithöfundur á fjóröa áratugnum og er einn afkastamesti kvenrithöfundur okkar. Hún er fædd í Reykjavík 20. júlí 1910. Þórunn ásetti sér aö veröa rithöf- undur strax á unga aldri og vann markvisst aö þeirri ætlun sinni t.d. meö því að sækja námskeið í tungumálum, bókmenntum og sálfræöi. Fyrsta bók Þórunnar Elfu, smásagnasafnið Dætur Reykjavíkur I, kom út þegar hún var 23 ára, 1933. í skáldsögum Þórunnar Elfu má sjá þróun frá gáskafullum lýsingum á Reykjavíkurlífi eins og í Vorið hlær og stórum skáldsögum sem flokka mætti undir félags- legt raunsæi, til þess sem kalla má sálfræðilegt raunsæi. Seinni skáldsögurnar hafa sálfræðilegar áherslur og er sagan hér í safn- inu Frostnótt i maí (1958) eitt besta dæmið. Þar er lýst á áhrifarík- an hátt átakanlegu æviskeiði í lífi stúlkubarns. Efnið er aðskilnað- ur móður og barns og angistin sem honum fylgir. I rás frásagnar- innar er vilji og sjálf barnsins brotið niður svo ekki stendur steinn yfirsteini. Endirsögunnarertáknrænn fyrirþað ferli sem hefurátt sér stað, stúlkan er svipt nafni sínu og þar með þeirri veiku sjálfs- vitund sem hún á eftir.“ Þetta sem hér hefur birst er bara litið brot af umfangi þessarar bókar um skáldskap íslenskra kvenna. í bókinni eru verk eftir 22 konur. Yngst þeirra er Ásta Sigurðardóttir. Með henni komu fram ný viðfangsefni „segja má að með sögum hennar hefjist nýtt tíma- bil í sögu íslenskra kvennabókmennta, tímabil sem blómstrar á sjöunda áratugnum og erfitt er að segja hvort eða hvenær ljúki“. í framhaldi af þessu er ánægjulegt að sjá að æ fleiri íslenskar skáldkonur senda frá sér verk, sérstaklega er úrvalið í ár áber- andi. Framhaldið af þessu verki verður spennandi að sjá, sérstak- lega í Ijósi umræðu undanfarinna ára á sviði kvennahugmynda- fræði og vaknandi vitundar. Elín Hugsaöu vel um Veruna þína. Nú er hægt aö fá möppu á 300 kr, merkta Veru í Kvennahúsinu. IHótel Vík. Þá er líka hægt aö fá Veru frá upphafi, ef þig vantar í safnið. Haföu samband. síminn er 22188. Bestu kveðjur, Toba dye \ % LITIR SEM ÞÚ GETUR TREYST BESTU FATALITIRNIR Islenskar leiöbeiningar Útsölustaðir: Hagkaup, Reykjavík, Akureyri og Njarðvíkum Vöruval, ísafirði Verzlun Einars Guðfinnssonar. Bolungarvík Kaupfélag Húnvetnlnga, Blönduósi KEA, Akureyri Kaupfélag S. Þingeyinga. Húsavík Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupfélag Hérraðsbúa. Reyðarfirði Kaupfélag Stöðfirðinga, Breiðdalsvík Verzlunin Laufás, Höfn Hornafirði Kaupfélagið Þór, Hellu Verzlunin Grund, Flúðum Kaupfélag Árnesinga. Hveragerði Kaupfélag Suðurnesja. Grindavík Dreifing Tóbella s.f. Laufásvegi 9. Reykjavík. Sími: 12342 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.