Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 32

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 32
Tilraun til átaks — tillaga minnihlutans í borgarstjórn Reykjavík barnfjandsamleg Ef miðað er við gífurlegan skort dagvistarrýma á vegum Reykjavíkur- borgar, vanmat borgaryfirvalda á félacjslegu gildi dagvista og lág laun starfsfólks dagheimila — er svarið JA. Lítum á opinberar skýrslur frá síðasta ári. i # Átján hundruð þrjátíu og fjögur börn á biðlistum 1986. Samkvæmt ársskýrslu Dagvistar barna áriö 1986 voru 1834 börn á biðlistum þaö ár. Biðlistar segja þó ekki alla söguna um ástandiö eins og flestir vita. Því er m.a. haldið fram að þeim sem ekki teljast til forgangshóps sé jafnvel meinað að skrá sig á biðlista. Og vitað er að margir láta sér ekki einu sinni detta það í hug, svo von- laust er ástandið. Skorturinn er því miklu meiri en biðlist- arnir segja til um, en gefa þó vísbendingu. Hvorki verður hér farið í frekari vangaveltur um þenn- an þátt málsins né hinn ómumflýjanlega tilvistarvanda, sem af þessu leiðir, fyrir konur og börn í Reykjavík. Vissulega væri þó þarft að fjalla sérstaklega um hvort tveggja. Er ekkert hægt að gera til að minnka vandann? Jú, auðvitað er það hægt. Auðvitað er hægt að koma dagvistarmálum hér í sæmilegt horf — en viljinn til að setja þau í forgang þarf þá að vera fyrir hendi. Sá vilji er því miður ekki fyrir hendi hjá þeim sem ráða för í borg- inni. Aðgerðarleysi meirihlutans í þessum efnum, undir stjórn Davíðs Oddssonar, er alvarlegt áhyggjuefni öllum sem láta sig þessi mál varða. Því var það að minnihlutinn í borgarstjórn lagðist á eitt í haust til að finna ráð sem dygðu, þótt ekki væri nema til að gefa þeim sem nú eru á biðlistum kost á einhverri dagvist. Einnig til að bregðast við alkunnum erfiöleikum við að fá fólk til að starfa á barnaheimilum borgarinnar. í þessu skyni lagði minnihlutinn fram eftirfarandi tillögu í borgarstjórn þann 15. október sl: Borgarstjórn samþykkir að beita sér fyrir sameig- inlegu átaki ríkis, sveitarfélaga og atvinnurekenda, sem hafi það að markmiði að leysa þá þörf, sem nú er fyrir dagvistarrými á næstu þremur árum. Hvað Reykjavík varðar verði átakið viö það miðað að koma upp 42 nýjum dagheimilisdeildum og 30 nýjum leik- skóladeildum með möguleika á allt að 6 tima vistun á degi hverjum. Stofnkostnaður þessara nýju heim- ila verði greiddur tíl jafns af Reykjavíkurborg, ríkinu og atvinnurekendum í borginni, þannig að hver um sig greiði þriðjung. Til þess að þetta geti náð fram aö ganga þurfa sveitarstjórnir að fá lagaheimild til að leggja 5-10% álag á aðstöðugjöld í þrjú ár. Jafnframt samþykkir borgarstjórn að taka gjald- skrá dagvistarheimila til endurskoðunar, þannig að lágmarksgjald verði áfram óbreytt, en fari stighækk- andi í samræmi við tekjur foreldra. Breyting á gjald- skránni taki gildi á næsta ári. Samþykkir borgarstjórn að kjósa 5 manna nefnd til að vinna að þessum verkefnum. Eins og sjá má er þarna á ferð tillaga um tímabundið átak til að minnka neyðina og jafnframt leitað nýrra leiða til að leysa brýnasta vandann. Forsendur fyrir útreikn- ingi á vistrýmum voru þær að um 60% þeirra 1834 barna sem voru á biðlistum um sl. áramót kæmust af með 4—6 tíma vistun á dag, en að um 40% barnanna þyrftu á lengri tíma að halda. Vitað er að þörfin fyrir lengri vistun en leikskólar bjóða upp á nú er í mjög mörgum tilvikum leyst með vistun hjá dagmóður þann tíma sem á vantar. Því er hér lögð megin áhersla á fjölg- un dagheimila og allt að 6 tíma dvöl á leikskólum. Þaö teljum við nær raunverulegri þörf, en er andstætt stefnu meirihlutans í borgarstjórn, sem hefur lagt aðaláherslu á leikskóladeildir. Ef þetta gengi eftir hefðu rúmlega 700 börn fengið dagheimilisvist og tæplega 1100 börn leik- skólarými. Það nýmæli er og tekið upp í tillögunni aö kalla at- vinnurekendur til ábyrgðar varðandi kjör starfsfólks síns í þessum efnum. Því er þeim gefinn kostur á að leggja sitt af mörkum með beinni þátttöku í uppbyggingu dag- vista í borginni. 750 milljónir deilt með 3- sameiginlegt átak samfé- lagsins. Úr rökstuðningi með tillögunni: Átak eins og þetta kostar auðvitað umtalsverða fjármuni, eða um 740—750 m. kr., ef miðað er við töl- ur frá byggingardeild borgarverkfræðings um stofn- kostnað nýrra dagvistarheimila. Flutningsmenn til- lögunnar eru reyndar þeirrar skoðunar, að dagvistar- heimilum megi koma upp á ódýrari máta, en aðrar tölur er ekki viö að styðjast. Ef atvinnurekendur í Reykjavík tækju á sig þriðjung þessa kostnaðar, borgin þriðjung og ríkið þriðjung, ætti þetta ekki að verða neinum ofviða. Hingað til hafa atvinnurekend- ur ekki lagt fram sérstakan skerf til uppbyggingar dagvistarheimila, en slíkt er að okkar mati löngu tímabært. Það ætti líka að vera þeim sérstakt hags- munamál núna, þegar verulegur skortur er á vinnu- afli. Ef litið er nánar á þetta dæmi, og árleg upphæö at- Tilraun til að minnka neyðina 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.