Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 33

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 33
huguð, kemur í Ijós að hlutur hvers aðila er rúmar 83 milljónir á ári í þrjú ár. Til fróðleiks næmi hækkun að- stöðugjalda á meðalfyrirtæki um 22 þúsundum króna, eða 66 þúsundum á þremur árum. Til viðmiðunar kostar hálfrar síðu auglýsing í lit í Morgunblaðinu 64 þúsund krónur. Þarna væri því ekki miklu fórnað. Hlutur borgarinnar þyrfti hins vegar að hækka um tæp 73%, úr 48.2 milljónum á fjárhagsáætlun nú í 83.3 milljónir. Framlag ríkisins til uppbyggingar dagvista í Reykjavík á þessu ári á að vera 10.2 milljónir og þyrfti því að hækka hressilega. En í framhjáhlaupi skal þess getið að ríkið greiðir jafnan sinn hlut eftir á og er stórskuldugt við borgina. Minnst 110 milljónir í dagmæðrakerfið — 80% frá for- eldrum. Úr rökstuðningi með tillögunni: Mörg þeirra barna, sem bíða eftir dagvistarplássi hjá borginni, eru nú hjá dagmæðrum. Til þess að borgin geti sinnt þörfum þessara barna er nauðsyn- legt að fjölga heimilum verulega. Þá fyrst ætti fólk kost á vali milli dagvistarheimila og annarrar dagvist- ar. Benda má á, að í gegnum dagmæðrakerfið í borg- inni fara a.m.k. 110 m. kr. á ári, þar af um 80% beint úr vasa foreldranna. Ef stór hluti þeirra fjármuna, sem nú fer í dagmæðrakerfið, rynni til reksturs dag- vistarheimila borgarinnar og gjaldskránni yrði að auki breytt, eins og tillagan gerir ráð fyrir, ykist svig- rúm borgarinnar til að bæta kjör þess fólks, sem á heimilunum vinnur. Við fengjum því væntanlega betri heimili fyrir fleiri börn. Viötökur og afgreiðsla í borgarstjórn Hvernig skyldi svo tillögunni hafa verið tekið í borgar- stjórn? Þeir sem ekki vita betur telja vafalaust að í borg- arstjórn fari fram málefnaleg umræða um tillögur sem eru þar til umfjöllunar og afgreiðslu. í öllu falli sé þannig farið um mál sem snerta hagsmuni nánast allra heimila í borginni. Því miður — það er öðru nær. Tillögunni var vísað frá með 9 atkvæðum meirihlutans gegn 6 atkvæð- um minnihlutans eftir sérkennilegan málflutning for- manns dagvista barna. „...líta út úr myrkum músarholum svartsýninnar..." Án þess að ætlunin sé að tiunda frávísunartillögu meirihlutans hér, er nauðsynlegt að fleiri en þeir sem sitja í borgastjórn fái smjörþefinn af málflutningi meiri- hlutans í þessu máli. Því verða hér birtar glefsur úr ræðu formanns dagvista: „Fulltrúar minnihlutans hafa tekið ábendingu borgar- stjóra á síðasta borgarstjórnarfundi, þegar ráðhúsið var rætt alvarlega þar sem hann benti þeim á að líta út úr myrkum músarholum svartsýninnar. En það hefur reyndar orðið þeim ofviða, og þessi tillaga ber þess merki að þeir hafi fengið ofbirtu í augun og víðáttubrjál- æði.“ Og síðar: „í fyrsta lagi er hér um að ræfða yfirborðstil- lögu sem, ef samþykkt yrði og samkomulag yrði við ríkið um, væri til þess fallin að kalla á stóran hóp sérhæfðra starfsmanna á örskömmum tíma. Slíkt er næsta an- kannalegt við núverandi aðstæður á þessum sérstæða vinnumarkaði." Fyrri ummæli dæma sig sjálf, eru á því stigi að þau eru vart svaraverð. Það er hins vegar umhugsunarefni að þessháttar umfjöllun sem hér er lýst er ekkert ný- mæli í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar svífur illu heilli sá andi að oftar en ekki er bæði fjallaö ómálefnalega og ósæmilega um tillögur minnihlutans. í þetta sinn gekk reyndar málflutningurinn svo fram af mörgum að foreldrar sáu ástæðu til að bera opinber- lega fram mótmæli vegna afgreiðslu málsins. Um síðari ummælin er það að segja að í tillögunni er sérstaklegagert ráð fyrir að gjaldskrá dagvistarheimila verði tekin til endurskoðunar í því skyni að auka líkur á hækkun launa starfsfólks dagvista. Tilkoma stað- greiðslukerfis skatta og skattakorta auðveldar þetta í framkvæmd. Ljóst er að ekki auðnaðist að ná samstöðu í borgar- stjórn um átak og nýjar leiðir til að bæta stöðu barna í borginni. Við vonum þó að ekki sé öll nótt úti enn. Allir sem láta sig þessi mál varða eru hvattir til að fylgjast með þróuninni og beita áhrifum sínum til að efla sam- stöðu um átak til að þurrka upp biðlistana, og koma dag- vistarmálum í eðlilegt horf. dl Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1988 Nú stendur yfir gerö fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir áriö 1988. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á aö óskir, til- lögur og ábendingar varöandi gerö fjár- hagsáætlunarinnar þurfa aö hafa borist borgarráöi fyrir 24. nóvember n.k. 4. nóvember 1987. Borgarstjórinn í Reykjavík. 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.