Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 40

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 40
I Á BÓKAMA Margar áhugaveröar og skemmtilegar bækur koma út nú um þessar mundir. í þessu stutta yfirliti ætla ég aö minnast á þaö helsta í fagurbókmenntageiranum. Óvenju margar ís- lenskar skáldsögur veröa á markaönum og þá vekja sérstaklega athygli bækur eftir konur. Eftir Svövu Jakobsdóttur er komin út bókin Gunnlaðarsaga. Þar fléttar Svava saman á sinn snilldarlega hátt sögu úr samtíð og úr goösögulegum heimi. Álfrún Gunnlaugsdóttir sendir frá sér sína þriöju bók, Hringsól sem er meiri aö vöxtum en fyrri bækur hennar. Fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur heitir Kaldaljós og skáldsaga Nínu Bjarkar Árna- dóttur heitir Móðir Kona Meyja og fjallar á Ijóörænan hátt um ungu sveitastúlkuna sem ræöst í vist til Reykjavíkur. Hún fær aö hafa litlu dóttur sína meö sér en áöur en langt um líður á hún von á ööru barni. Auður Haralds sendir líka frá sér bók í ár sem ber nafnið Ung, há, feig og Ijóshærö og er spennandi aö vita hvaö Auður ætlar aö segja lesendum um þá stúlku. En mestur hvalreki á fjöru okkar af skáldskap íslenskra kvenna er aö mínu mati bókin Skáldskapur íslenskra kvenna 1879—1960. Soffía Auður Birgisdóttir hefur valiö sögurnar og ritar ítarlegan eftirmála þar sem hún rekur þróun skáldsagnageröar frá Torf- hildi Hólm til Valborgar Bentsdóttur. Af Ijóðabókum eftir íslenskar skáldkonur er ekki mikið aö frétta en ein kemur aö minnsta kosti út og er þaö bók Steinunnar Siguðardóttur, Kartöfluprinsessan. Þýddar bækur eftir konur eru líka margar og spennandi. Fyrst er aö nefna bók sem kom út snemma í vetur eftir ísabel Allende, Hús andanna sem Thor Vilhjálmsson þýddi. Þaö ætti líka aö kæta lesendur Veru aö nú hefur Áslaug Ragnarsdóttir þýtt bókina eftir Margaret Atwood sem Malla fjallaöi um í síöasta tölublaöi og heitir hún Saga þernunnar á íslensku. Aörar erlendar bækur eru Kassandra eftir a-þýsku skáldkonuna Christa Wolf sem Jórunn Siguröardóttir þýddi og Demantstorgið eftir Mercé Rodereda, sem var met- sölubók á katalónsku og er fyrsta bókin sem þýdd er á íslensku úr því tungumáli, Guö- 40

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.