Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 42

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 42
A / / MÓÐIR, KONA, MEYJA. Nína Björk Árnadóttir Forlagiö, 1987 í Ijóðum sínum og leikritum hefur Nína Björk fjallað á einkar næman hátt um tilfinn- ingar fólks. í þessari fyrstu skáldsögu gerir hún það einn- ig. Hún kafar djúpt í sálarlíf sögupersónanna og nýtir Ijóð- ræðna strengi sína til fulln- ustu. Stíllinn er tær og ein- faldur. Hvert orð hefur merk- ingu því frásögnin er lögð í munn Helgu, stúlku að norð- an sem rifjar upp þennan hluta ævi sinnar, þar sem hún er búsett í öðru landi og hefur verið allt frá því sögunni lýkur. En þetta tímabil var sérlega örlagaríkt og býr í Helgu enn. Hún var 16 ára þegar hún kom til Reykjavíkur í vist til Hjálmars og Heiðar sem eru þingmannshjón og búa í fínu hverfi í fínu húsi. Þegar Helga kemur til þeirra er hún ný bú- in að framkvæma sjálf fóstur- eyðingu uppi á heiði og urða fóstrið. Lýsingin á þeim at- burði er sérlega áhrifarik og minnir á hve fóstureyðing er og verður alltaf hræðileg upp- lifun. Tilfinningar Helgu eru sterkar og hreinar, bókin fjall- ar um þær, þess vegna er hún áhrifamikil. Hvernig hald- ið þið að sé að vera 16 ára, búin að eiga eitt barn með 14 ára strák, verða ófrísk eftir giftan mann og taka sjálf á sig sökina og láta það hverfa, og verða svo ófrísk I þriðja sinn eftir strák sem maður elskar, en það má maður ekki því strákurinn er í fangelsi og fær svo aðstoð til að komast til Ameríku til pabba síns, í von um að eignast þar betra líf en braggarnir bjóða upp á? Helga á líka I sterku tilfinn- ingasambandi við hjónin, sér- staklega Heiöi sem má segja að hún leysi úr álögum. Helga skilur ekki alltaf hvað er að gerast og hve mikils virði hún er fyrir hjónin. Þeg- ar þau hafa bæði tjáð henni ást sína, sitt í hvoru lagi, og ýft hennar tilfinningar upp, sameinast þau aftur og þá er ekki þörf fyrir Helgu meir. Þess vegna ólgar margt í hennar brjósti, jafnvel reiði og hatur. Allt er þetta trúverðugt og allar persónur eiga samúð höfundar og verða því eftir- minnilegar. Foreldrar Helgu, bræður hennar, Villý, mamma hans og amma. Systurnar gömlu í húsi þingmannshjón- anna eru einkar eftirminnileg- ar og minna á hve stutt er síðan hægt var að fara með fólk eins og skepnur án þess að það þætti tiltökumál. Þær fengu góða meðferð í húsinu, en fortíð þeirra er líf niður- setninga sem engan rétt höfðu, hvorki til líkama síns né annars. Þetta er bók um fólk og um það sem dregur manneskjur hverja aö annarri. Erótíkin flæðir í gegnum hana eins og mildur undirtónn, svo Ijúf að sjaldan hefur verið betur gert í íslenskri skáldsögu. Velkist einhver enn í vafa um hvað er klám og hvað erótík, er hér gott dæmi um hið síðar- nefnda sem er alls óskylt því fyrrnefnda. Þegar svona mikið gerist í lífi súlku sem ekki er eldri en þetta, er viss hætta á að lýs- ingar á sálarlífinu verði væmnar eða ofdramatískar, en því finnst mér Nína kom- ast snilldarlega frá. Mér fannst öll viðbrögð Helgu og annarra persóna fullkomlega geta staðist. Kannski vegna þess hve hún verður manni náin við lesturinn. Höfundur nær að spila á hennar strengi, án þess aö troða sér nokkurs staðar aö eöa upp- hefja það sem gerist. Þetta er bók um konu, frjóa konu sem nýtur þess að elska og vera elskuð. Bók sem allar konur og menn ættu að lesa. Elísabet Þorgeirsdóttir Mercé Rodoreda DEMANTSTORGIÐ í þýðingu Guðbergs Bergssonar Forlagið 1987 Hafir þú farið í skoðunar- ferð I rútubíl um suðræna borg... og I fátæku hverfi, sástu þá ekki hvítklædda konu standa uppi á þaki og hengja upp þvott, með lítið barn bundið við staur og kannski flögrandi dúfur allt í kring... sástu svo ekki líka svartklædda eldri konu, þreyttan líkama, sitja á bekk... og þú keyrðir framhjá I útsýnistúr og sást svoleiðis konur og sást þær eins og mynd, sást þær kannski eins og póstkort, því þetta eru fall- egar konur, fallegar í sínu um- hverfi. Hvítklædda konan, það er Dúfa i Demantstorginu og hún er líka sú svartklædda, frú Natalía, eftir að borgara- styrjöldin er búin og lífið reyn- ir að lifna við aftur. Barcelona á fyrstu tugum aldarinnar og fyrir borgara- styrjöldina var lífleg borg og alþjóðleg. Fyrstu stjörnur heimsins komu þangað til að hvíla lúin bein, skemmta sér og slæpast. Boxarar, tangó- söngvarar, þöglir kvikmynda- leikarar, glæponar og islensk- ir sjómenn. Borgin var líka orðin stærðarinnar iðnaðar- borg með mörgum verksmiðj- um og þúsundum verkafólks og hugsjóninni þess. Enn í dag er hægt að koma inn á bar í borginni og sjá heilt minjasafn um þessa glötuðu tíma boxaranna og nýju stóru bílanna. Þú færð þér kolkrabba og vermút og allt umhverfið er eins og þá... nema hvað lífið sjálft hangir upp á veggjum í innrömmuð- um blaðaúrklippum. Boxaramyndir hanga uppi á börunum I Barcelona en hvít- klædda stúlkan Natalía, hún Dúfa, sést hvergi og sást ekki þá. Hún var nefnilega upp í bæ i hverfinu sínu og á Dem- antstorginu þar sem sagan hennar byrjar á dansleik og allt byrjar það líka með Químet sem býður henni upp í dans. Þau eignast tilhugalíf, borða kolkrabba, drekka vermút, æða um á mótorhjóli, búa til heimili, búa til börn, rækta dúfur og hann Químet fer í borgarastyrjöldina... Mér dettur ekki í hug að endur- segja þessa sögu því hún verður ekki sögð á annan hátt en hennar Dúfu, á furðu- legan og undur venjulegan hátt. Og hún Dúfa segir hana með öllu sínu; munninum, augunum, eyrunum, nefinu, huganum og hjartanu. Demantstorgið er saga um fólk sem hangir ekki inn- rammað uppi á veggjum. Saga um fólkið hennar Dúfu,- friðsamalt og í hjarta sínu glatt fólk sem fékk ekki að lesa spænsku borgarastyrj- öldina á sögubók heldur lifði hana, var tilbúið til að fórna sér fyrir hana, dó og skrimti í litlu fátæku hverfi þangað sem enga stórviðburði er að sækja, því þar er bara lífið i allri sinni mynd og lífið sjálft með sín lúnu og ekki lúnu bein. Og fólkið hennar Dúfu og hún Dúfa, þau verða í Demantstorginu svo stór. Ekki eins og stóra fólkið í stóru bókunum sem annað hvort á nóg púður eða þá heljarstórar ástríður. í Demantstorginu verður það stórt í smæð sinni og óvenjulegt í venjulegum augum Dúfu sem alltaf hafði fundist hún vera eðlileg innra með sér. Þetta er saga um undur lífsins og um alvöru lífsins og fólkið sem gegnir alvöru þess og á drauma um að byggja sér heilan búgarð fullan af dúfum. Saga um manneskj- una saklausa og undrandi og ógnina sem gerir hana hrædda og meira en hrædda,- við göturnar og bláu Ijósin styrjaldarinnar. Um hvernig lífið reynir að kvikna aftur og verða líf og verða að... því við erum svo alein og: — Við erum eins og per- urnar áður en við fæðumst: við verðum öll að hanga á þessum streng. Og reynum bara að vera ekki alveg alein einsemd og vera kannski pinkulítið... ánægð eins og fuglarnir. Nóvember, 1987 Kristín Ómarsdóttir 42

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.