Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 44

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 44
Uppáhalds bækurnar mínar / Þegar ég renndi augum og fingrum eftir kili bókanna í hill- unni minni til þess að velja uppáhalds bók fann ég aö ég átti enga, eöa öllu heldur allar. Ég á bara uppáhalds bækur. Og þó ég nefni nokkrar hér eru þær einungis dæmi, ekki fyrsta, önnur eöa þriöja í röö góöra bóka, heldur aðeins dæmi um bækur sem ég hef lesið, sumar oft, og mun lesa aftur, sumar oft, eftir því sem tími gefst til. Fyrsta bókin sem ég greip er svolítið þykk og svolítiö þung, enda efnismikil. Sagan spannar fimmhundruð ára tímabil, og hefst 17. maí 1279 á Ítalíu. Hún segir frá manni sem varö fyrir því óláni aö drekka ódáinsdrykk meö þeirri ofboöslegu afleiðingu aö heyra, sjá og reyna á sjálfum sér fimm alda stríö og valdabaráttu, veröa virkur þátttakandi í veraldarsögunni, nauöugur viljug- ur úr því sem komið var. Sagan heitir ,,Allir menn eru dauð- legir“ og er eftir Simone de Beauvoir, einn virtasta rithöfund frönsku tilvistarstefnunnar. Ekki ómerkari kona en Þórhildur Margrét Danadrottning varö svo hrifin af þessari „mannkynssögu,, Simone de Beauvoir aö hún þýddi hana sjálf og gerði líka bókarkáp- una, sem hún merkir aö venju meö nöfnunum Ingahild Grathmer. Káputeikning hennar skreytir einnig íslensku út- gáfuna en þýöandi hennar er Jón Óskar. „Allir menn eru dauölegir" er bæði viðburðarík og spenn- andi saga. Hún minnir meö vissum hætti á fljót, eilífan straum, enda niðar hún áfram í huga manns og hjarta löngu eftir aö lestri hennar er lokiö. Það dugir ekki aö dunda viö eina bók þótt hún sé góö, ég gríp nokkrar bækur af handahófi úr skápnum. Það eru smá- sögur. Smásögur hafa alltaf heillaði mig, ekki ósvipað og Ijóö gera. Þessar smásögur eru allar eftir konur. Frá barns- aldri og fram á fulloröinsár las ég smásögur eftir karla, frá- bærar sögur Gunnars Gunnarssonar, Guðmundar Hagalíns og fleiri jöfra. En svo þustu konurnar fram á ritvöllinn og fluttu okkur listilegar frásagnir byggöar á þeirra kvenlegu reynslu, séðar af þeirra sjónarhóli og jafnvægar þeim frá- sögnum, smásögum, sem karlarnir höföu miðlað úr sínum heimi, sem reyndar er líka heimur okkar kvenmanna, frá öðru sjónarhorni aö vísu, en auöskilinn samt. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort karlar skynji og skilji sögur Svövu Jakobsdóttur sem jafn lifandi staöreynd og sögur jafn viður- kenndra rithöfunda af þeirra eigin kyni, þó aldrei væri nema nokkurn veginn jafnvel og konur skilja karla. Þaö er nefni- lega synd ef þeir gera þaö ekki, þeir fara svo mikils á mis, líf okkar er svo samþætt og hefur svo marga sameiginlega snertifleti ef viö „gefum hvert öðru.“ En þaö er ekki bara Svava sem gefur okkur ríkulega, það er líka Nína Björk, systurnar Fríða og Jakobína Sigurðar- dætur aö ógleymdri Ástu Sigurðardóttur, sem settist hjá I Sögur íslenskra 1879- 1960 Stórbækur eru mikill hvalreki fyrir bókafólk. Með þeim gefst teekifæri tíl að eignast margar bækur í einni og á verði einnar. Mál og menning hefur áður gefið út nokkur verka Pórbergs Þórðarsonar i stórbók og nú er komin stórbók með skáldverkum íslenskra kvenna. Þar eru sögur sem allþekktar eru orðnar, en þær eru þó miklu fleiri sem legið hafa í láginní og tímabært var orðið að gefa út á ný. Þetta er sannkölluð stórbók, tæþlega 1000 blaðsíður að stærð. I henni eru prentaðar sex heílar skáldsögur: Gestír eftir Kristínu Sigfúsdóttur, Huldir harmar eftir Henriettu frá Flatey. Arfur eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Eitt er það landíð eftír Halldóru B. Björnsson. Systumar frá Grænadal eftir Maríu Jóhannsdóttur og Frostnótt í maí eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur og auk þess yfir 20 smásögur. Soffía Auður Birgisdóttir sér um útgáfuna og ritar eftirmála um sagna- skáldskap kvenna sem jafnframt eru drög að kvennabókmenntasögu tímabilsins. Aftast er skrá yfir ritverk höfunda í bókinni. Verð: 2.850,- 44

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.