Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 45

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 45
okkur í Hlaðvarpann í fyrra undir frábærri handleiðslu Helgu Backmann. Mig hefði langað til að minnast aðeins á „Tímaþjófinn" hennar Steinunnar Sigurðardóttur eða þá „Líkamlegt sam- band í norðurbænum“, sterkar, hrífandi frásagnir, sárar og ömurlegar sögur/leikrit, fersk ábending til kvenna, til allra, að endurskoða gildismatið. Ég sleppi því. Tímaþjófurinn er nú á allra vörum, svo góða umfjöllun fékk bókin í Odda um daginn. En það hefur enginn talað lengi um litlu Ijóðin og smá- sögurnar hennar Unnar Eiríksdóttur. Hún kom mér alltaf á óvart þegar hún sýndi mér nýja sögu eða Ijóð og ég les hana oft, kannski ekki hlutlaust, því hún var systir mín, en það breytir ekki þvi aö sögurnar i ,,Hvítmánuöi“ koma við mann, sumar allónotalega, gæti hugsast að einhverjum þætti þær hálfgert guðlast a.m.k. i meira lagi ,,gróteskar“, en athyglisverðar eru þær engu að síður. Ég minntist á Ijóð. Ég er alin upp við Ijóðalestur og söng. Það var ekki alltaf gaman að þurfa að hlusta á hann föður minn þylja og þruma eftirlætisljóðin sín í tíma og ótíma, að- allega uppreisnar og ádeiluljóðin hans Þorsteins Erlings- sonar. Meira gaman var að syngja Steingrím, Kamban og Davíð með henni móður minni. En allt skilar þetta sér. Hvað ungur nemur gamall temur, segir máltækið. Ljóðabækur, Ijóð, eru mitt uppáhald. Rímað eða órímað breytir engu, þó verð ég að viðurkenna að ef stuðlasetning er góð í órimuðu Ijóði þykir mér að öðru jöfnu betra. Ég bendi á „Heimkynni við sjó“ eftir Hannes Pétursson. Eða sjöorðaljóðið ,,Mynd“ í „Hauströkkrið yfir mér“ eftir Snorra Hjartarson, það er full- komið. Ég grip næst Ijóð Þórarins Eldjárns. í ,,Erindi“ finn ég m.a. ,,Ljúflingsmál“ og „Kernur hann?“ Bæði Ijóðin eiga sérstakt erindi við okkur. En ,,Eldhúsljóðið“ í ,,Ydd“ yljar um hjartarætur. Ég nefni ekki fleiri Ijóð nema ,,Orðið okkar starf". ,,Ydd“ er besta bók Þórarins fram að þessu. Hún Vilborg vinkona mín hefur gefið mér marga góða Ijóðastund. í Tímariti Máls og Menningar nr. 4, 1986 er Ijóð sem heitir ,,í skriftartíma" ósköp hversdagslegt að því er virðist þangað til sólin hennar Agnar litlu fer að gráta. Vil- borgu lætur einkar vel að yrkja og skrifa fyrir börn, og með þeim hætti að fullorðnir njóta verka hennar jafn vel og börn- in. Angist litilla barna birtist ekki bara í myndum. Þau fara að yrkja. Hann Lassi litli í 8 ára bekk gaf kennaranum sínum myndskreytt Ijóð. Lassi er yngsti höfundurinn sem ég nefni, en Ijóðið er svona: Veröur stríð eða dauði eða stríðdrekar eða sprengjuvarp við spurjum hvað verður? Ég get ekki skilið svo við þennan óformlega pistil um góðar bækur að ég ekki minnist á barnasögur. Frá barnsaldri og fram á þennan dag hefur finnska skáld- ið Zacarias Topelíus skipað heiðurssess í huga mínum. Ég lag sögurnar um Stjarneyg, Pikku Matta og Sampó litla Lappa í fyrsta sinn þegar ég var 10 ára. Ég las þessar sög- ur nýlega með 10 ára sonarsyni mínum og höfðum við bæði jafna ánægju af. ,,Sögur“ eftir Zacarias Topelius voru gefnar út á islensku árið 1919, það var mín bók. Nú er nýlega útkomin, fagurlega myndskreytt, sagan af Sampó litla Lappa í þýðingu Þorsteins frá Hamri. Margt fer þar betur en í þýðingu Sig. Júl. Jóhannessonar sem er óstytt og ber blæ síns tíma. Þýðing hans er ekki mynd- skreytt, það fannst mér raunar enginn ókostur, þvi myndirn- ar bjó ég til sjálf í eigin huga. En nú er öldin önnur með kosti sina og galla. Enn eru ótaldar margar bækur sem ég hafði tínt út úr skápnum mínum, þeirra á meðal er ,,Atómstöðin“. En þetta átti aðeins aö vera stutt spjall, því skal hér staðar numiö að sinni með kveðju til lesenda Veru. Rannveig Löve. 6'-tÐ\'öL vigt'ís G('n's<J , jjunn &ð,ur" 'LsW e< &1 vess sere s rrv.a- - sS - au^ V y^n' oQ c\e\a \s\e' ,\i\n^ a*. £\<.W' ev va ,\aro< ***%, Toe 9' toava ása^ e ^ cet\& • <• \c.oV'ar V"i<' ,Tode'a' 5eTnqe'"' T vettind- a^aV w^ráttvJooar V Mv' ^nne ^akn. ^uvwarrna ' to\aða^0^:ege\ ' Stev^ ^rattuYooO. be5t Ben\c þes' ,savar Svartáfwítu 45

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.