Vera - 01.09.1990, Page 15

Vera - 01.09.1990, Page 15
OG KANNSKI BORGAR SIG LÍKA AÐ KVARTA En hvað finnst bankamönnum um reynslu þessarar konu? Er það litið alvarlegum augum ef viðskiptavini finnst hann órétti heittur? Fylgjast fyrir- tæki með því hvernig komið er fram við konur sem viðskipta- vini? Benda þau starfsfólki sínu sérstaklega á hvað betur má fara í þessum efnum? ,,Við teljum það svo sjálfsagt mál að mismuna ekki konum eða körlum að ekki þurfi að taka það fram,“ segir Brynjólf- ur Helgason aðstoðarbanka- stjóri Landsbankans og for- maður markaðssviðs bankans. „Ef viðskiptavini finnst hins vegar að brotið sé á honum þá tökum við það alvarlega, hvert sem dæmið er, og það mynd- um við að sjálfsögðu gera ef konu þætti henni mismunað vegna kynferðis. Við gerum okkur grein fyrir að einstakl- ingarnir sent starfa hjá okkur eru mismunandi og þar af leið- andi getum við þurft að grípa inn í ef við fáum endurteknar kvartanir sem rekja má til framkomu sama starfsmanns. Við höfum fært fólk til í starfi ef okkur hefur þótt þörf á. Það er í valdi útibússtjóra hvernig hann tekur á kvörtun- um sem til hans berast og ein hlið þessara mála er hve fáar konur eru útibússtjórar og hve fáar konur hafa sóst eftir slík- um störfum. Það er að breytast verulega og ég er viss um að fjölgun kvenna í stjórnunar- stöðum innan bankanna er já- kvæð þróun.“ Það breytist fátt ef við þegj- um. Ein leiðin sem hægt er að reyna er að láta alltaf vita ef við fáuni ekki sómasamlega af- greiðslu. Ef ekki dugar að tala við útibússtjórann eða ef það er hann sem stendur sig ekki í stykkinu er sjálfsagt að láta að- alstöðvar bankans vita. Hver veit nerna kvartanirnar beri árangur? ABYRGÐARMENNIRNIR ALLIR KONUR Ekki eru allar bankasögur eins. Stefanía Traustadóttir sem starfar hjá Jafnréttisráði hefur verið í viðskiptum við Alþýðu- bankann síðan um miðjan átt- unda áratuginn og lætur vel af þeim. „Fyrir fimm árum setti ég mér þá reglu að biðja eingöngu konur um að vera ábyrgðar- menn á víxlum og skuldabréf- um hjá mér. Ég er með VISA kort og ábyrgðarmaður trygg- ingavíxilsins er kona, ég er með yfirdráttarheimild og ábyrgðarmaður minn þar er lfka kona og svo hef ég nokkr- um sinnum tekið lán gegn skuldabréfi, þó aldrei hafi upphæðirnar verið ýkja háar. Allir ábyrgðarmennirnir síð- ustu fimm ár hafa verið konur. Ég hef aldrei lent í neinum vandræðum þess vegna, þvert á móti. Ég hef eingöngu reynslu af Alþýðubankanum í þessu samhengi og gerði mér satt að segja ekki grein fyrir að þetta gæti nokkurs staðar verið vandamál fyrr en þú spurðir mig.“ „Ég vann í Kaupfélaginu heima eitt jólafríið. Á Þor- láksmessu komu margar konur í búðina að kaupa það síðasta til jólanna og stungu því um leið að mér hvað eiginmaðurinn ætti að kaupa handa þeim ef hann kæmi þar. Um kvöldið streymdu karlmennirnir í búðina, það var Þorlákur í JÓLAGJÖF HANDA ELSKUNNI ... þeirn flestum og líf og fjör í þorpinu. Margir voru í vandræðum með að velja jólagjöf handa elskunni sinni og spurðu mig ráða. Þessi jól fengu því flestar konur í þorpinu það sem þær óskuðu sér og allir voru ánægðir." „Jafnréttisáætlanir eru formlega samþykktar áætlanir um aðgerð- ir sem hafa jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla að leiðar- ljósi. Slfkar áætlanir taka fyrst og fremst á stöðu kvenna og karla í atvinnulífinu. í slíkunt áætlun- um felst jafnframt viðurkenning á að það sé nauðsynlegt að grípa til sérstakra tímabundinna að- gerða til að raunverulegt jafn- rétti og jafnstaða kvenna og karla náist." (úr: Hvernig næst jafnrétti í atvinnulífinu? Hug- myndir Aðgerðir Áætlanir Fé- lagsmálaráðuneytið Jafnréttis- ráð án ártals) Jafnréttisráð og félagsmála- ráðuneytið áttu frumkvæði að JAFNRÉTTIS- ÁÆTLANIR því að ráðuneyti og opinberar stofnanir með fleiri en 20 starfs- menn semdu jafnréttisáætlanir til fjögurra ára, þ.e. frá 1.1.’89 til 31.12.’92. Nú hafa um 50 stofn- anir og ráðuneyti skilað inn jafn- réttisáætlunum. f þeim kentur fram hver núverandi staða jafn- réttismála er innan ráðuneytis- ins eða stofnunarinnar, hvaða markmiðum er stefnt að og inn- an hvers tíma. Markmiðin varða stöðuveitingar, launamál, starfs- auglýsingar, námskeið og til- nefningar í nefndir, stjórnir og ráð. FJÖLBREYTT VETRARSTARF KRAMHÚSSINS HEFST 10. SEPTEMBER! 1 Dansleikfnni. Sannkölluð upplyfting og heilsubót. Kennarar: Hafdís Ámadóttir, Agnes Kristjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir. 2 Afró / Samba. Tímarfyrir dansglaða. Kennarar: Hafdís og Agnes. 3 Jass / Funk. Fyrsta ftokks fjör. Kennari: Ásgeir Bragason. 4 Nútímadans. Kraftur, tœkni, kröfur. Kennari: Hany Hadaya. 5 Leiksmiðja Kramhússins. Unnið með form, rými, spuna, texta, raddbeitingu. Kennarar: Silvia von Kospoth og Ámi Pétur. LISTASMIÐJA BARNA: Tónlist. 6-9 ára. Söngur, kór, ásláttur, blokkflauta, nótna/estur.Kennarar: Margrét Pálmadóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir. Leiklist. 7-9 ára og 10-13 ára. Æfintýralegt! Kennarar: Bára Lyngdal og Harpa Amardóttir. Leikir.Dans.Spuni. 4-6 ára. Heillandi skemmtun fyrir þau yngstu. Kennarar: Bára og Harpa. Jass. 7-9 ára og 10-12 ára. Hér kviknar dansbakterían. Kennari: Agnes Kristjóns. \ Tímabókanir standa yfir í símum 15103 og 17860. Höfum það virkilega gott í vetur. VIÐ BERGSTAÐASTRÆTI 15

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.