Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 13

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 13
SYSTRAÞEL FOTLUNARINNAR um að vera með okkur í þema- hópnum. Og hún bætir við að hún sé löngu hætt að eltast við allt sem er uppi á hæðum. Með oq á móti mæðrányggiu En hópur áhugakvenna um fötl- un heldur áfram að ræða málin uppi á annarri hæð. Við tölum um umönnunarhlutverkið og nauðsyn þess að gera þetta aðal- hlutverk margra kvenna sýni- legra. Rannveig, sem hefur verið í „fatlabransanum” nær alla sína starfsævi og skrifað um hann doktorsritgerð í Bandaríkjunum (sjáviðtal), segir: -Af hverju þykir okkur ennþá eðlilegt og sjálfsagt að eingöngu konur vinni þessi störf? Mig lang- aði til að setja spurningarmerki við það með rannsóknum mín- um. Kvennahreyfingin hefur lengi bent á að „vinna” er ekki aðeins mælanleg afköst og tölur á launa- seðli. Til eru störf sem hvergi sjást í hagskýrslum, en ekkert samfélag getur þó verið án og ekkert samfélag hefði efni á að borga fýrir. En kvennahreyfing- una hefur greint á um leiðir til að gera þessi störf sýnileg. Á að leggja áherslu á að þetta eru merkileg og mikilvæg störf, sprottin úr árþúsundalangri reynslu kvenna? Eða á að stokka algjörlega upp hlutverkaskipt- ingu kynjanna? Hefur mæðra- hyggjan verið kvennahreyfing- unni fjötur um fót? Hefur talið um reynsluheim kvenna gert þessa reynslu enn ósýnilegri og jafnvel hlægilega? Hér á Veru verðum við mikið varar við gagnrýni á mæðrahyggj- una. En þegar ég var að vinna efni þessarar Veru fann ég að mörgum konum í umönnunar- störfum finnst brýnt að berjast fýrir þvi að meira sé gert úr reynslu þeirra. Ein orðaði það svo: -Auðvitað verður maður að passa sig á að verða ekki móðir allra fatlaðra, en móðurtilfinning- in er mjög mikilvæg í þessu starfi. Maður hugsar ósjálfrátt heim til barna sinna þegar maður er að hlynna að varnarlausu fólki og verður gagntekinn verndunartil- finningu. Ég hef ekki orðið vör við að karlmenn sýni slíkar tilfinn- ingar. Þess vegna finnst mér mikilvægt að konur vinni á um- önnunarstofnunum - og ekki síst mæður. Ég er sannfærð um að það sé frumhlutverk kvenna að bera ábyrgð á lífi frá getnaði og að þetta gífurlega hlutverk geri okkur að því sem við erum. Við að eignast börn víkkar afstaða okkar til réttlætis. Við að finna fyrir manneskju inni í sér gefur konan annarri mannveru hlutdeild í réttlætistilfinningu sinni og það hefur áhrif á starf hennar með fötiuðum. En við konur verð- um að standa saman og berjast fyrir því að þessi sérstaða okkar sé einhvers metin. Umönnunarkreppa Fjölskylda, ríki og atvinnulíf eru aðalhugtökin í aldarlangri um- ræðu um hver eigi að gera hvað á þjóðarheimilinu og hvert hlutverk kvenna eigi að vera. Síðan í síðari heimssfyrjöldinni hefur umönn- unarhlutverkið færst að nokkru af höndum fjölskyldunnar á herðar ríkisins. Oft er þvi haldið fram að hið opinbera ofdekri kon- ur og velferðarkerfið hafi að mestu leyti tekið við umönnun barna, aldraðra, sjúkra og fatl- aðra. En það þarf ekki annað en líta í kringum sig til að sjá að um- önnun hvílir enn að mestu á herðum kvenna, auk þess sem rannsóknir sýna það á óyggjandi hátt. Það stafar ekki af leti að konur vilja fá hjálp með umönn- unina. Konur elska ennþá af- kvæmi sín og ættingja og vilja allt fýrir þá gera. En þær gegna fleiri hlutverkum á þjóðarheimilinu nú en áður og finnst því óeðlilegt að þær beri einar ábyrgð á umönn- uninni. Nú virðist sem umönnunar- kreppa sé í aðsigi. Sagt er að ríkið sé að sligast undan velferðarkerf- inu um leið og kjaraþróun hefur orðið sú að æ eríiðara þykir að framfleyta fjölskyldu með laun- um einnar fýrirvinnu. Hvað gerist ef ríkið dregur sig í hlé? Á herðar hverra ætli hinn aukni þungi um- önnunarinnar færist? Karlanna sem vinna úti eða kvennanna sem vinna úti? Eða mun atvinnu- líflð taka við umönnunarhlut- verkinu? Munum við í framtið- inni sjá ljósaskilti með áletrun- inni „Umönnunarþjónustan hf’ og heyra auglýsingar á borð við „Látið ekki aldraða ættingja ganga fýrir björg. Við veitum þjónustu allan sólarhringirm” eða „Lyklabörn eru ekki í tísku lengur. Barninu þínu er borgið hjá okkur.” Hvað er kúgun? Umræðunni um verkaskiptingu á þjóðarheimilinu lýkur líklega aldrei, en áherslur breytast með breyttum tímum. Þessi umræða heitir pólitik og konur verða að láta í sér heyra til að sérstaða þeirra sjáist. Til eru kenningar sem segja að stærsti þátturinn í kúgun kvenna sé sá að þær ganga þegjandi og hljóðalaust inn í umönnunarhlutverkið. Þegar þetta ber á góma á einum fundi „sérfræðingaritnefndarinnar" segir Rannveig að í byrjun rann- sóknar sinnar hafl hún stundum orðið pirruð á að konur í umönn- 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.