Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 32

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 32
S K Ö L A R O O N Á M S K E I Ð ALDREI OF SEINT „Þetta er sleif, þetta er skál...“ Guðrún Halldórsdóttir skóla- stjóri Námsflokka Reykjavikur er að kenna íslensk heiti yfir algengustu eldhúsáhöld. Hún fer í gegnum nokkrar upp- skriftir og útskýrir hvað um er að ræða. Síðan tekur Sigríður Haraldsdóttir við nemendun- um og kennir þeim að elda „venjulegan" mat, fiskibollur og soðnar kartöflur. í ágúst- mánuði buðu Námsflokkar Reykjavíkur upp á námskeið fyrir nýbúa. „Þetta er sam- bland af íslenskukennslu og handavinnu- og matreiðslu- kennslu. Þessar konur vilja geta eldað hrygg á sunnudög- um handa íslenska eigin- manninum og haldið afmælis- veislur fyrir börnin sín eins og þær sem þeim er boðið í hjá skólasystkinunum,“ segir Guð- rún skólastjóri um leið og hún visar leiðina um rangala Mið- bæjarskólans. „Við buðum upp á mánaðar- námskeið, fimm daga vikunn- ar frá níu til eitt,“ segir Guð- rún, „en auðvitað hentar sá tími ekki öllum þannig að við bjóðum líka upp á kennslu síðdegis. Börn sumra þessara kvenna eru hér í námi líka og í gær héldum við bráðskemmti- legt barnaafmæli, með söng og súkkulaðiköku.“ Nær allar konurnar á námskeiðinu eru frá Asíu, en eins og Guðrún bendir á þá koma menn alls staðar að úr heiminum til ís- lands og margir þeirra nema íslensku í Námsflokkunum. -Síðastliðin fjórtán ár hefur straumurinn verið frá Asíu en nú koma sífellt fleiri frá Aust- ur-Evrópu. I þessum hópi er margt langskólagengið fólk, en annað er hvorki læst né skrif- andi - og þetta á bæði við um karla og konur. Útlendir nem- endur okkar skipta hundruð- um og það er mjög gaman að kenna þeim. En ég veit að það eru aðeins þær konur sem hafa góðar aðstæður sem koma á íslenskunámskeiðin tll okkar. Þær koma sem eru vel giftar og hafa skilning og stuðning eiginmannsins til að verða sjálfstæðir einstakling- ar. Námsflokkar Reykjavíkur hafa starfað í rúma hálfa öld. í hugum margra er nafn Guð- rúnar Halldórsdóttur svo sam- ofið Námsflokkunum að vart er hægt að hugsa sér annað án hins. Aðspurð játar hún því að það hafl verið dálítið erfitt að yfirgefa skólann til að taka sæti á þingi en leggur jafn- framt áherslu á að enginn sé ómissandi og hún vilji ekki eigna sér Námsflokkana. Hvers vegna eru konur svona námskeiðaglaðar, er það fróð- leiksfýsn eða vanmáttarkennd sem rekur þær áfram? - Það er að minnsta kosti ekki vanmáttarkenndin þvi hún dregur mátt úr fólki í stað þess að hvetja það til dáða. Fólk kemur í Námsflokkana af ýms- um ástæðum. Konur skipta oftar um starf en karlar og þurfa þvi að vera opnar fyrir nýjungum. Ég held að það hafl líka mlkið að segja að margar þeirra hafa fylgst með námi barna sinna og lært heilmikið á því. Þær misstu kannski sjálfar af tækifærinu til að mennta sig þegar þær voru ungar og vilja því bæta úr því- Það hve þær eru duglegar að sækja námskeið sýnir hvað konur eru opnar og lifandi! Ég held þó að ein helsta ástæð- an fyrir þvi hve konur eru alltaf í mlklum meirihluta í Náms- flokkunum sé sú, að konur 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.