Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 42

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 42
kv nnapólitík til hægri mœðra m Auöur Styrkársdóttir skoöar kvennapólitík síöustu ára og kvennapólitík til hægri Bríeti má viröa til vorkunnar, að hún var orðin nærri áttræð þegar hér var komið sðgu. Hún hafði alla tíð staðið í ströngu og sem atkvæðakona hafði hún mátt þola ým- islegt sem minni konur hefðu kiknað undir. En það er engu líkara en þessi orð hennar hafi oröið áhrínsorð á íslenska kvennabar- áttu síðan. Ekki það að kvennabaráttan ís- lenska væri deyfðarleg, því það hefur hún aldrei verið. Heldur hafa íslenskir karlmenn gripið orð af þessu tagi á lofti og þeytt þeim framan T konur hvenær sem þurfa hefur þótt. Og það sem verra er: Margar íslenskar kon- ur hafa tekið þátt í þeim leik - og gera enn. Árið 1983 gerðust þau tíðindi að konum fjölgaði allmjög á Alþingi íslendinga. Nú urðu konur allt í einu níu að tölu og 15% þing- manna. Kjörtímaþilið á undan sátu aðeins þrjár konur á þingi og höföu aldrei verið fleiri. Aldrei. Þetta stökk líktist kraftaverki. En það var þó hvorki fyrir tilstilli ósýnilegrar handar ntóðfir fausarma Árið 1916 var kvenréttindakonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir í framboði til Alþingis fyrir Heimastjórnarflokkinn. Hún náði ekki kjöri, og það sem meira var: Hún var strikuð út á svo mörgum kjörseðlum að hún hrapaði úr fjórða sæti á listanum í það fimmta. Þetta olli Bríeti að sjálfsögðu miklum vonbrigðum, enda mikil baráttu- og skapkona. En það stóð ekki á henni að finna viðhlítandi skýr- ingar, bæði á eigin tapi og lélegri kosninga- þátttöku kvenna í þessum fyrstu kosningum sem þeim „leyföist" aðtaka þáttí. Konum var hleypt inn í þetta kerfi í áföng- um. í þessum kosningum fengu aðeins fer- tugar konur og aðrar stútungskerlingar að kjósa. Þetta voru konur sem ólust upp við aðra öld en þá sem nú gekk í garð og við aðra siði, aöra heimssýn. Ekki varvið því að búast aö aldraðar konur flykktust á kjör- staöi, sem þá voru fáir, hentu frá sér skyld- um sínum á heimilum og tækju frá hest um hábjargræðistímann fyrir sig einar og ferðuð- ust langar leiðir til þess eins að setja kross við bókstaf. Ungu konurnar myndu alast upp við aðra sýn og telja slíkt sjálfsagöa hluti þegar að þeim kæmi. í þessum kosningum hefðu karlarnir mátt heita einráðir um kosn- ingaúrslit eins og alltaf áður, og þeir færu nú ekki að kjósa konu. Þessar skýringar og margar fleiri taldi Bríet upp í Kvennablaðinu sínu. En það er eitt sem vekur athygli við upptalningu hennar. Hún minnist aldrei á að konum væri um aö kenna. Hún fann enga hvöt hjá sér til þess að leggja steina I götu þeirra sem hún baröist fyrir. Raunar hafði Bríet stundum minnst á þaö í bréfum sínum, að konur stæðu ekki nægilega vel saman, en opinberlega hvarfl- aði það aldrei aö henni aö halda neinu slíku fram. Kvenréttindamálið var henni greini- lega of mikils virði til þess að stefna því í hættu meö því aö benda á óeiningu í röðum kvenna og því síður að finna sök hjá konum. En þetta átti eftir að breytast. í viðtali við Morgunblaðið þann 27. janúarárið 1937 lét Bríet svo ummælt, að íslenskar konur hefðu ekki mætt mikilli mótstöðu gegn jafnréttis- kröfunni. Mestu erfiðleikarnir stöfuðu að hennar sögn frá deyfð kvenþjóðarinnar sjálfrar. Hér fór Bríet að taka undir þau orð, sem voru orðin býsna algeng á fjórða áratug aldar- innar, að flest sem miður færi í jafnrétt- isbaráttunni og rétt- indamálum kvenna væri konum sjálfum að kenna. Þær væru ekki nógu duglegar, ekki nógu kappsam- ar, ekki nógu vak- andi, ekki nðgu... Bríet Bjarnhéöinsdóttir. Hún fann enga hvöt hjá sér til þess aö leggja steina í götu þeirra sem hún baröist fyrir. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.