Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 2

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 2
 Ég las þaö í Morgunblaöinu nýlega aö á sumrin ætti maöur ekki að hugsa um vandamál, heldur ætti maöur að henda þeim aftur fyrir bak til að geta notið sum- arsins. Mér fannst þetta ansi góð hugmynd í fyrstu en áttaði mig svo fljótlega á því að þótt verkalýðshreyfingunni hafi tekist, með mikilli og haröri baráttu, að semja við atvinnurekendur um sumar- leyfi launafólks þá hefur ekki fund- ist neinn slikur samningsaöili fyrir vandamálin og þau eru því enn ekki farin að taka sér sumarfrí. Áhyggjur, vandamál og sorgir spyrja sem sagt ekki um árstíðir, þau spyrja ekki einu sinni hvað klukkan sé þegar þau banka upp á. Þeim dettur ekki í hug að at- huga hvort það henti okkur að fá þau í heimsókn núna. Vímuefnaneysla unglinga er mál sem stundum verður að vandamáli og sumarið er nú ekki versti tíminn til að rækta það vandamál. Ég minnist þess að þegar ég var á mínum sokka- bandsárum þóttu sólríkir sumar- dagar tilvaldir fyrir hvítvín og ef til vill eitthvaö sterkara og sumir fengu sér í pípu í blessaðri blíð- unni og fóru jafnvel út í náttúruna til að „fíla grasið þar sem það grær". Þeir sem voru hvað harð- astir í að fíla þessa sólríku sumar- daga hafa nú margir hverjir farið í áfengis- og fíkniefnameðferö - væntanlega eftir að hafa notaö niðdimm vetrarkvöld til að horfast í augu við vandamál sitt. Hassneysla hefur nú aukist meðal unglinga og í viðtali við VERU segast fjórir ósköp venjulegir unglingar, sem voru aö Ijúka 10. bekkgrunnskóla, reykja hass „svona tvisvartil þrisvarí mánuði." Og þau fara á fyllerí „svona fjórum til fimm sinnum í mánuði." Vtmuefnaneysla unglinga hefst yfirleitt á áfengisdrykkju í kringum kynþroskaald- urinn og stelpurnar eru oft fyrr á ferðinni en strákarnir þar sem þær taka fyrr út þroskann. Sem betur fer komast flestir nokkurn veginn óskaddaðir út úr þessu fikti unglingsáranna en því miður ekki allir. Það er athyglisvert að t könnun sem gerð var í vetur kemur í Ijós að þegar börn og unglingar lenda í vímuefnavanda þá bregst skólakerfið þeim. í stað þess að taka á vandanum eru krakkamir reknir úr skólan- um. Og þá fær boltinn aldeilis tækifæri til að rúlla. Sonja B. Jónsdóttir blað kvennabaráttu 3/95 -14. árg. Pósthólf 1685 121 Reykjavík Símar 552 2188 og 552 6310 Fax 552 7560 útgefandi Samtök um kvennalista forsíða bára • Grafít ritnefnd Auður Styrkársdóttir Drífa Hrönn Kristjánsdóttir Kolfinna Baldvinsdóttir Nína Helgadóttir Ragnhildur Helgadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Rannveig Traustadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Vala S. Valdimarsdóttir ritstýra og ábyrgðarkona Sonja B. Jónsdóttir skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir útlit og tölvuumbrot Graftt Ijósmyndir bára o.fl. auglýsingar Áslaug Nielsen Sími: 564 1816 Fax: 564 1526 filmuvinna Prentþjónustan hf. prentun Isafoldarprentsmiðja bókband Flatey plastpökkun Vinnuheimilið Bjarkarás © VERA ISSN 1021-8793 Greinar í VERU eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.