Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 3

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 3
Verðsk Ég var að lesa viðtal við skemmtilega konu. Hún er rithöfundur, mikil málamann- eskja, sérfróð um heimskautasvæði og er, á níræðisaldri, nýbúin að loka sál- fræðistofu sinni í New York og gefa út ævisögu sína. Hún geislar af lífsgleði og áhuga. Það vakti athygli mína, hvað hún þakkaði sjálfstraust sitt, og þar með frama, því hvað maðurinn hennar hafði byggt hana upp. Það var meira en þrjá- tfu ára aldursmunur á þeim, hún var ung brúðugerðarkona og hann var heims- þekktur landkönnuður og fræðimaður. Þetta hefði getað farið illa. En hann trúði á hana, kenndi henni, vann með henni, treysti henni. Naut þess að sjá hana vaxa og eflast, - sendi hana í sinn stað, lagði nafn sitt við hennar. Vertu ekki hrædd, stígðu feti framar, - þú getur það. Nú grunar mig að einhverjum lesenda Veru muni finnast fátt um. Konur eigi að vaxa af sjálfum sér, en ekki þiggja lof eins og ölmusu af allsnægtaborði eiginmanna sinna. Þeim vil ég segja, að mér er sama hvaðan gott kemur, - jafnvel frá eiginmanninum. Það sem er aðalatrið- ið í mínum huga, og ég vil gera að umræðuefni, er mikilvægi þess að trúa á og treysta þeim sem maður vill vel. Hvort sem það er maki manns, börn, nemend- ur, foreldrar eða aðrir sem maður kann að hafa áhrif á. Ég þekki mörg dæmi þess, að menn hafi átt bágt með að þola frama konu sinnar. Og fjölmarga for- eldra sem halda að börn hafi ekki gott af hrósi: Jú, jú, það getur vel verið að hann sé duglegur greyið, - en vertu ekki að láta hann finna það, hann tútnar bara út á því. Eina vinkonu á ég sem sigraði hverja hindrunina á fætur annarri t samkeppnisprófum um inngöngu I erlendan skóla, - og var spurð að því heima hjá sérí sigurlaun hjá hverjum hún hefði sofið til aö komast inn. Svo leit hún inn hjá nágrannakonunni, sagði henni að hún væri komin inn ogtaldi upp ótal skýr- ingar: Hún hefði nú verið mjög heppin með spurningar, nýbúin að lesa réttu hlut- ina, það væri eflaust kvóti fyrir útlendinga og gott ef ekki langt síðan norður- landabúi hefði komist að... svona lét hún dæluna ganga og svipuhöggin dynja á sjálfstrausti sínu, þar til nágrannakonan góða leit á hana þolinmóð og spurði: dettur þér ekki T hug að þú kunnir að hafa verið best? Það er mikið talað um lélega sjálfsmynd kvenna. Ég mæli með forvarnar- starfi: hrósum. Guörún Pétursdóttir þema Ástin í sjálfri mér 20-25 fastir liðir Leiðari 2 Pistill 3 ^ ' / Athafnakonur 4 Frumkvöðullinn 16 Amnesty international 33 Plús og mínus 43 Úr síðu Adams 46 viðtöl Fay Weldon Páll Pétursson 11 22 greinar Hvers vegna tapaði Kvennalistinn 6 Sifjaspell 13 Unglingar t vímu 18 Feminisminn 26 Coco Chanel 28 - Pekingráðstefnan 30 Konurnar í París 34 Karlaráðstefnan 37 Stjórnarskráin 38 Útivist 40 menning o Kvikmynd um heimilisofbeldi 42 Vorsveifla Kvennakórs Reykjavtkur 44 bækur að eignast barn 41 annað Orlofsáhyggjur teygjufjölskyldunnar 15 Látum okkur ganga fyrir 32 Húsverkur 45 6 fnisyfirlit

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.