Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 4

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 4
A T II A F N A K () N II R I G R Æ N U M K ö S T I Hafið þið smakkað linsubaunaborgarana hjá Grænum kosti? Hvað er nú það, kann einhver að spyrja þvi það er stutt síðan staðurinn var opnaður. Þó hafa margir fundiö hann og græn- metissinnar sem vinna i miöbænum fjölmenna þangað í hádeginu. Maturinn er frábær græn- metismatur, laus við sykur, ger og hvitt hveiti. Og hvar í ósköpunum er svo þessi staöur: Jú, innst í húsinu sem stendur eiginlega á plani bílastæöahússins á homi Skólavörðustígs og Bergstaöastrætis. Og þetta er fyrsti „heilsu- bitastaðurinn" á íslandi. Grænn kostur er í eigu Hjördísar Gísladóttur og Sólveigar Eiríksdóttur. Þeirra samstarf hófst þegar Hjördfs var ráöin verkefnisstjóri hjá Náttúrulækningafélaginu og faliö aö sjá um matreiöslunámskeiö. Henni datt í hug aö kenna fólki aö elda grænmetisfæði án auka- efna og fór aö leita aö góöum kokki. Þá var henni bent á Sólveigu. Námskeiðin gengu vel en þrátt fyrir þaö ákvað Náttúrulækningafé- lagið aö þeim skyldi hætt. Þá varfjöldi fólks á glútenóþol. Við hugsuðum þennan stað sem miðstöð þeirra sem þjást af ofnæmi en reyndin er sú aö hingað kemur alls konarfólk." Sólveig Eiríksdóttir var sjálf meö fæöuóþol sem krakki og hefur sannreynt á sjálfri sér hve mikilvægt er aö endurskoða matar- æöiö. Hún sótti hvert mat- reiðslunámskeiðið á fæt- ur ööru í Kaupmannahöfn þar sem hún bjó um skeiö auk þess sem hún vann sem kokkur í Kerlingafjöll- um um árabil. „Ég hef lesið mér til sjálf," segir hún, „því maöur veröur sjálfur aö afla sér fræðslu um grænmetisfæði. Indverjar eiga t.d. langa hefö sem ég hef kynnt mér og þaö er líka forvitnilegt að skoöa hvað Mexíkanargerðu áðuren aukaefnin komu. Nú S MA RT. ó DÝRT 0(5 GOTT biölista svo þær ákváðu að halda áfram sam- starfinu og leigðu sér húsnæði til námskeiða- halds. Á námskeiðin kom margt fólk sem hef- ur fæðuóþol. Meðal þess voru fjölmargir meö mjólkurofnæmi og geróþol og enn aðrir sem hafa ofnæmi fyrir þeim aukaefnum sem oft eru sett í nútíma matvæli. Þetta fólk gat aldrei farið út að borða vegna þess að það vantaöi matsölustað sem bauð upp á „hreina" fæðu. Þær ákváðu því að færa út kvíarnar og opna slíkan stað. „Viö fórum til London og skoðuöum svip- aða heilsubitastaði þar," segir Hjördís. „Þar er maturinn ódýr, enda hráefnið ódýrara en hér. Okkur langaöi til að gefa íslendingum kost á jafn ódýrum mat og ná tekjunum frek- ar inn með fjöldanum. Það sýnir sig að fjöld- inn kemur þannig að þetta virðist ætla aö ganga upp. Viö vildum líka að þetta yrði „töff" staður í staöinn fyrir blúndurnar og gamla stíl- inn sem hefur einkennt veitingastaði í mið- bænum undanfarin ár. Kjörorðin voru sem sagt smart, ódýrt og gott. Við vildum einnig gera virkilega vel við þá sem þjást af ofnæmi fyrirtd. kjöti, sykri, geri, aukaefnum og mjólkurvörum og bráðum ætí- um við líka að vera meö mat fyrir fólk sem hefur kjújsþngaka-uinr i jjarrý 1 L>o]]i kjúkliiigafca-anir 3 fco]]ar vatn 1 tsk. sa]t 1 Lo]]j púrra 1 fcojji gu]rstur 1/2 fco]]i paprijía 1/2 fco]]i rófur ‘t hvit]auksrif 2 tsjs. Jíarrý 1 /‘t tsjl. cayehhe l/k ] vath 1/2 3 grseninetisso'S/Jsraftur 1. Bauhirnar JjVegJiar og ]átn- ar figgja i Weyti yfir jiótt ásaJnt io sm strim]i af JsomBu, eía fceltisjjara, sem úregur úr gasmyhúuji í Jsó'rmum Joegar fó]Js fcoríar fcauhir. Me3 J^vi aí 3eggja Jiahh í fcleyti og sjóía sííah meí fcauhuhum er gas- myhtíuhihhi ha]«ii'S í JágmarJsi. 2. Soíhar i hýju Vathi i 1 Js]st. og saJta'Sar i ]oJsih. 3. 0]ia sett á pó'hhu og i Jiehhi er hvit]aujsur og Jsryótíi'5 hita5. ‘t. ðrsehmetihu fczett út í og ]át- i5 Jsrauma í 5 míh. 5. Vó'Jsvahum og fcauhuhum fcstt úl i og ]áti5 sjó5a i um 20 mih. Grænn kostur: Miöstöö þeirra sem þjást af fæöuóþoli, en þaö eru fleiri sem velja þennan kost. Athafnakonurnar f.v.: Sólveig Eiríksdóttir og Hjördís Gísiadóttir. er talið að um 75% Vesturlandabúa séu með geróþol en gerið er nýtt í fæðunni því það var ekki fundið upp fýrr en eftir 1870. Við munum líka eftir því að foreldrar okkar keyptu eplakassa fyrir jólin en nú er það liðin tíð og fólk kaupir konfektkassa í staðinn. Sykur var yfirleitt ekki á borðum almennings fyrr en eftir seinna stríð og þá var líka farið að setja alls kyns aukaefni í fæð- una. Við sérhæfum okkur í fæðu án þessara aukaefna en þegar við vorum búnar að sleppa sykrinum, gerinu, mjólkinni og hvíta hveitinu vor- um við komnar svo langt að við ákváðum aö sleppa eggjunum líka vegna þess að það eru svo margir með ofnæmi fyrir eggjum." Það hljómar undarlega í eyrum leikmanna að mjólkurafurðir séu ekki notaðar við matar- gerðina, en fjöldi fólks hefur ofnæmi fyrir þeim. Á Grænum kosti er þó notuð örlítil AB- mjólk I sósurnar, enda er hún ekki geril- sneydd, og þeir sem eru lausir við mjólkur- óþol geta fengið þeyttan rjóma með eftirrétt- unum. Sé einhver hræddur um að fara á mis við kalkið segjast þær sækja það í t.d. sesamfræ, þara, tofu og hirsi auk þess sem þær noti mikið hnetur við matargeröina. Hjördís og Sólveig keyptu 57 fm húsnæði fyrir veitingastaöinn sinn og byrjuðu á því að hafa opið frá hálf tólf til 6. En vegna þeirra sem vilja fá að borða kvöldmat hjá þeim hafa þær nú ákveðið að hafa opið til 9 á kvöldin. „Okkur dreymdi aldrei um aö við gætum orðið atvinnuskapandi, en við sjáum nú fram á að geta ráðið starfsfólk okkur til aðstoðar," segir Sólveig að lokum og leysir okkur út með uppskrift að einum af þeim réttúm sem þær bjóða upp á á námskeiðunum. sbj

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.