Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 9

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 9
þótt þær hafi reynt að taka málefnalega af- stöðu. Smátt og smátt hafa þær stúkaö sig af, svolítið fýldar og forpokaðar, uns grasrótin var bundin við þúfuna sem þær sátu á. Spurningin snýst stður um það hvort þær hafi charismat- ískan leiötoga innan sinna vébanda en trúverö- ugan málflutning, þótt hvoru tveggja hafi und- anfarið veriö ábótavant. Þá hefur ekki bætt úr skák að karlaveldinu hefur vaxið fiskur um hrygg á tímum samdráttar og atvinnuleysis en einmitt þá hefði rödd þeirra átt að heyrast. Þess t stað virtust þær örvæntingarfullar að komast í rtkisstjórn - enda síöustu forvöð - en ekki virkaði það sannfærandi. Kvennalistinn er hugsaniega eina íslenska stjórnmálaaflið sem hefur komist á landakort alþjóðastjórnmála sakir sérstöðu en tilvist þeirra hefur því miður litlu breytt í íslensku samfélagi. Framboö þeirra hefur þó ýtt hinum staönaða fjórflokki til að skarta sínum token-konum, konum til mála- mynda, einhvers staöar til vara og einni t rikis- stjórn. í lokin má segja að Kvennalistinn hafi eins og aðrir smáflokkartapað f síöustu kosningum fyrir stöðugleika-áróðri stóru flokkanna. En viö þaö má bæta aö Kvennalistinn hefði - anno 1995 - ekki þurft aö vera einn smáflokkanna. 2. Þegar Simone de Beauvoir var ung kona, gædd framúrskarandi hæfileikum sem heim- spekingur og rithöfundur, upplifði hún sjálfa sig sem einstaka - hina einu og sönnu - eins og hún komst að orði sfðar. Þegar þessi merka kona eltist, áttaði hún sig á því, aö þrátt fyrir frægð, frama og ýmis forréttindi var hún t hlut- verki token-konunnar. Flún talaöi um konur á hlutlausan hátt eins og hún væri þeim á allan hátt fremri. Flún varö femínisti upp úr 1970 og áttaði sig á mikilvægi persónulegrar reynslu hverrar konu sem framlagi í pólitískri baráttu þeirra fyrir jafnrétti. Nafn hennar var efst á lista franskra kvenna sem viðurkenndu að þær heföu fariö í fóstureyöingu þegar það varðaði við lög í Frakklandi og milljónir hættu Iffi sínu í ólöglegum aögerðum. Simone de Beauvoir hafði kjark sem greind til að viðurkenna að hún væri ein af þeim og að hlutverk hennar sem femínista væri aö stuöla aö þvf aö líf kvenna alls staðar yröi betra. Niðurstööur síðustu kosninga virðast hafa hrist upp t íslenskum konum, þó mun frekar hvernig málin hafa þróast í Sjálfstæðisflokkn- um en fylgistap Kvennalistans. Konur hafa ver- ið hafðar að fíflum. Ef til vill verður það til þess að þær átta sig, eins og alkóhólistarnir sem þurfa að ná vissum botni, aö svona getur þetta ekki gengið. Við konur eigum undir högg að sækja. En við megum ekki láta etja okkur sam- an eins og svertingjum stórborga þar sem van- máttarkennd og árásargirni heldur þeim enn í þeim fjötrum, sem hvíti maðurinn flutti þá t fyr- ir nokkur hundruö árum. Eins og sakir standa verðum við að temja okkur þann hugsunarhátt að frami einnar er frami minn og árás á eina er árás á allar. HILDUR JÓNSDÓTTIR upplýsingafulltrúi Alþýðubandalagsins: stefj rp . forys kreppa oskyr a o< wu X Aö reyna aö svara þeirri spurningu hvers vegna Kvennalistinn tapaði svo miklu fylgi í síðustu kosningum - og hvaöa þýðingu það hefur fyrir kvennabaráttuna í framtíðinni - er meira mál en svo að því verði gerö skil í svo stuttu svari sem hér er boðið upp á. Sltkt svar þarf að inni- halda allt frá greiningu á hugmyndagrundvelli Kvennalistans og þróun hans, samspili hans viö kvennabaráttuna í heild og önnur stjórn- málaöfl, og mat á því hvaða pólitík hefði verið heppilegust við þær aðstæöur sem nú ríkja. Flvernig síðan tókst til með að kynna pólittkina - og hverjir eru í forsvari fyrir hana - skiptir auð- vitað máli Itka. Fylgi Kvennalistans hefur ætíö sveiflast mikiö og þaö er jafn áhugavert að reyna að átta sig á hvers vegna þaö hefur á stundum sveifl- ast jafn mikið upp og dæmi eru um. Ég held ekki að fylgissveiflurnar séu nein einhltt birting- armynd þess stuðnings sem kvennabaráttu- sjónarmið almennt eiga í samfélaginu. Hluti af fylgi Kvennalistans hefur ættð verið svokallaö óánægjufylgi; þeir sem vilja mótmæla flokka- kerfinu almennt hafa átt valkost í Kvennalist- anum burtséö frá þvt hver stuöningur við kvennabaráttuna annars er. Þessir kjósendur áttu núna valkost í Þjóðvaka. Hafi fólk kosiö Kvennalistann eingöngu til að kjósa konur þá átti þaö sömuleiöis fleiri valkosti núna, bæöi t Þjóðvaka og eins á öðrum listum í kjördæmum þar sem konur voru t efstu sætum eða ofar- lega. Hafi fólk kosiö Kvennalistann til að koma kvennapólitík aö þá er líka Ijóst að þessir kjós- endur töldu sig eiga aðra möguleika. Að nefna kvennabaráttu ogjafnréttismál hefurí flestum stjórnmálaflokkum fengið sömu viðtökur og blót í kirkju, en þau tíðindi hafa gerst að kvennapólitík t einhverri mynd er orðið viður- kennt inntak í stjórnmálastefnu hvaða ís- lensks flokks sem er. Hversu langt það nær á hinsvegar eftir að koma í Ijós. Erindiö sem Kvennalistinn á þá núna óháö þessum þrem atriðum hlýtur þvt aö felast í stefnu Kvennalistans, svörunum við þvt hvern- ig kvennapólitíkin eigi aö vera og auðvitað samfélagið í heild, og síðan hæfni Kvennalist- ans og forystukvenna hans til að koma þeirri stefnu á framfæri. Það má leiða líkur að því að einmitt núna hafi stefna Kvennalistans verið afar mikiö á reiki. Þörfin fýrir skýra stefnu hefur aukist eftir þvt sem Kvennalistinn hefur færst fjær því að vera alger jaðarflokkur með jaðarmálefni og nær því aö vera flokkur sem kemur til greina í valdastóla. Það bárust mjög misvísandi og óskýr skilaboö um stefnu flokksins. Hann neit- aði skilgreiningunni félagshyggjuflokkur, en án samfélagslegra lausna á verkefnum sem sögu- lega hafa verið t verkahring kvenna inni á heim- ilunum - velferöarkerfis - er öll umræða um bætta stöðu kvenna út í hött. Hann virtist held- ur ekki hafa neinar hugmyndir um hvaða hlut- verk hann hefði í samfylkingarmálum eöa hvort sú umræða kæmi Kvennalistanum yfirhöfuð við. Þessi tvö atriði, rimman um velferðarkerf- ið og þróun þess, og samvinna félagshyggju- flokka, voru einmitt meðal stærstu mála kosn- ingabaráttunnar. Hæfni forystukvennanna skiptir líka máli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur um langa hrið notið mikils persónufylgis sökum stjórnmála- legrar hæfni og yfirsýnar. Viðurkenning þess hefur m.a. birst í fylgistölum Kvennalistans. Þaö hafa ekki komið fram á sjónarsviöið nein- ar forystukonur innan Kvennalistans sem hafa tekið við þessu hlutverki hennar, þó Kvenna- listinn hafi mörgum ágætum forystukonum á að skipa. Kvennalistinn hefur líka ávallt átt I vandræðum með hugtakið forysta og kannski þess vegna haldiö óþarfiega mikiö aftur af þeim konum sem búa yfir sltkum hæfileikum. Bæði þessi atriði, stefnan og forystuhug- takið, varða sjálfan hugmyndagrundvöll Kvennalistans. Meö þvt að kveða skýrar á um stefnuna og staðsetja Kvennalistann félags- ksningarnar

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.