Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 10

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 10
hyggjumegin (vinstra megin) í litrófi stjórnmál- anna tækju Kvennalistakonur þá áhættu að geta ekki lengur höföaö breitttil „allra kvenna" eins og þær hafa reynt aö gera. Með því aö við- urkenna f reynd forystuhlutverk sumra kvenna, hæfni þeirra umfram aörar til aö túlka stefnu Kvennalistans, og gefa þeim stööu til þess yrðu sett alvarleg spurningamerki viö skilning Kvennalistans á lýöræöi innan sinna vébanda og „sjálfsskilning" Kvennalistans gagnvart tví- eöli sínu flokkur/grasrótarhreyfing. Af þessu leiðir að það kostar verulegt átak fyrir Kvennalistann aö reyna aö svara þessum spurningum. Hitt er svo líka áhugavert að fyrir- bæri eins og Kvennalistinn, sem hefur ávallt reynt aö má af sér flokkseöliö og lýsir því yfir aö markmiö hans sé að gera sig óþarfan, skuli taka fylgistapi eins alvarlega og raun ber vitni. Ég örvænti ekki um framtíð íslenskrar kvennabaráttu þótt Kvennalistinn hafi að þessu sinni fengiö lítinn meöbyr, eins og aö framarv sögöu má vera Ijóst. Þaö er vel hugsanlegt aö sú mikla og spennandi gerjun sem nú er aö eiga sér staö í íslenskri kvennabaráttu eigi eft- ir aö skila okkur allt annarri formgerð hennar en hún hefur átt sér um skeið. Um það er alltof snemmt aö spá. Ég tek undir þá skoðun sem heyrst hefur að viö eigum mikiö órætt og óunn- iö á sviöi kvennabaráttunnar og viö félags- hyggjukonur veröum aö skapa okkur víðari vett- vang fyrir þá umræðu en núverandi flokkakerfi að Kvennalistanum meötöldum þýöur upp á. BJÖRG EINARSDÓTTIR rithöfundur lyrir konur Á atkvæðamiðum landsmanna er jafnan hart barist um sálirnar og það afl atkvæöa sem þurfti til aö koma frambjóðendum Kvennalistans inn á Jping væntanlega frá öðrum tekið. Enda þótt tilkoma Kvennalist- ans hafi vakið margri konunni vonir um breytt og kvenvænlegra samfélag varð hann ógn við þau stjórnmálaöfl sem fyrir voru. Tel ég að svo hafi verið síðan. En það eru án efa ýmsar fleiri samverk- andi ástæður fyrir minnkandi gengi í kosn- ingum. Kvennalistinn var í upphafi tilboö til þeirra er vildu með raunhæfum hætti stuðla aö bættri stöðu kvenna og hann var lausn frá ofurvaldi „gömlu" stjórnmálaflokkanna, sem margir töldu dragbíta á framgangi kon- um til handa. Kúvendingin þegar Kvennalist- inn fylkti liði með nokkrum stjórnmálaflokk- um, undir merkjum R-listans við borgarstjórnarkosningarnar T Reykjavík vorið 1994, varð því trúnaöarbrestur milli listans og fylgismanna hans. Áframhaldandi kvennaframboð á síðari stigum eftir þetta slagtog verkaði á ýmsa sem leikið væri tveim skjöldum, tækifærismennska eða ein- faldlega að tilgangurinn helgaði meðalið. Sá sýnilegi árangur af starfi Kvennalist- ans til framdráttar konum sem birtist í því að kona úr röðum Kvennalista-kvenna situr nú á stóli borgarstjóra í Reykjavík, var að margra dómi sjálfgefið tilefni til aö endur- skoða áherslur í starfi þess hóps sem telst til Kvennalista. Kjörið tækifæri til endumýj- unar og að færa sig um set frá beinni stjórn- málaþátttöku og á önnur svið þjóðlífsins svo sem samtök launþega, fjölmiöla eöa að vinnumarkaðsmálefnum; af nógu er að taka og allt er samverkandi. Fyrir hendi er hópur dugmikilla kvenna sem er vanur að taka á saman, búa yfir þekkingu og víðtækri reynslu og hafa þjálfast í mannlegum sam- skiptum. Með öðrum orðum kjörviður I þrýstihópa, einn eða fleiri eftir aðstæðum, fyrir konur á öllum sviöum. Skýr og vel skil- greind markmið er það sem þarf ásamt vönduðu skipulagi til aö ná árangri. Með tilliti til þess hversu fáum málum Kvennalistinn náði að koma fram á tólf ára þingsetu og að hann öðlaöist ekki aðild aö landsstjórninni á þessu tímabili sýndist vera full ástæða til að setja sig í spor skák- mannsins og hugsa leiki fram í tímann. Geta má þess aö það grasrótarkerfi sem Kvennalistinn virtist starfa eftir var fólki oft- lega ráðgáta og það gat ekki auðveldlega fundiö út hvernig eöa hvar ákvarðanir voru teknar. Sumt sem gerðist var ekki traust- vekjandi, til dæmis hvernig staðið var að framboði í Reykjaneskjördæmi síðast; einnig kom mörgum spanskt fyrir sjónir hvernig beitt var hinni svokölluðu útskipta- reglu á kjörnum fulltrúum Kvennalistans. En það má Ijóst vera að í baráttunni fyrir seinustu alþingiskosningar var hart sótt að Kvennalistanum af öðrum stjórnmálaflokk- um og áberandi gert út á hans mið. Fram kom nýtt stjómmálaafl fyrir þær kosningar sem hafði ekki að neinu sjálfgefnu tóma- rúmi að hverfa á kjósendamarkaðnum og hlaut því með einhverjum hætti að ryðja sér til rúms. Sum stefnumála Kvennalistans voru tek- in upp af öðrum flokkum, svo sem eins og launakjör kvenna og virtust þeir allir ætla að gera stóra hluti á þeim vettvangi þegar að kosningum loknum. Ennfremur var áberandi hvað flokkarnir báru konur fyrir sig í kosn- ingabaráttunni og náðu vafalaust fylgi út á það. 2. Stríðið er ekki unnið þótt nokkrar orrustur séu að baki. Sá jarðvegur sem bæði Kvennalistinn og aðrir hafa smátt og smátt verið að mynda sem skilyrði fýrir konur til fullrar þátttöku, jafnréttis og jafnrar stöðu, í íslensku samfélagi hefur ekki enn skilað þeim árangri sem ásættanlegur er fyrir dæt- ur okkar og dótturdætur. Ég á erfitt með að svo stöddu að hugsa mér baráttuafl og vörsluaðila á borð við Kvennalistann í mál- efnum kvenna hverfa af sjónarsviðinu. Þó „gömlu" flokkarnir hafi látið ITklega fyrir kosningarnar er ekki þar með sagt að kon- um sé, enn sem komið er, ætlað svigrúm innan þeirra. Tilvist Kvennalista getur verið baktrygging fyrir konur í öðrum flokkum og valdað stöðu þeirra þar, hvort sem Kvenna- lista-konur velja sér sess innan þings eöa utan. Konur eru ekki frekar en karlar einsleitur hópur - þær eru einstaklingar með mismun- andi upplag og áhugasvið en eiga það sam- merkt að þurfa skilyrði til að njóta sín. Að skapa þau skilyröi er kvennapólitfk T „praks- is" hvernig sem hugmyndafræðin kann aö vera sett fram. Hafi gefið á bátinn hjá Kvennalistanum um sinn þá á ég ekki ann- að ráð þeim hópi til handa en það sem Ólöf Loftsdóttir greip til á sínum tíma - það er aö segja ef vilji er hjá þeim sjálfum til verka. (Ath.s. ritstj. vegna þeirra sem hafa gleymt oröum Ólafar: „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur liöi safna... “)

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.