Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 11
°aráttan átti kannski allan tirnann að vera um aö setja karlmenn í pils en ekki okkur i buxur. „Love is like genital herpes: once it has in- fected you it's there for ever: it stands by, waiting, requiring only certain conditions to bring it out. Debilitation, for herpes. A surplus of energy, for love." Svo komst Fay Weldon að orði í bók sinni Darcy's utopia og því eldri sem ég verð, því meira heillast ég af þessari sam- líkingu. En Fay hefur ekki ein- ungis verið mér aö leiðarljósi í ástinni, hún hef- ur líka haft mikil áhrif á feminíska hugmyndafræði mína sem svo margra ann- arra um víða veröld. Það var því ekki að ástæöulausu að ég nagaði neglurnar, er ég sat í leigubíl á leið í úthverfi Lundúna, að hitta sjálft átrúnaðargoðið. Bíllinn renndi í hlað við eitt dæmigert múrsteinshús í Hampstead, nokkuð stórt en ekki íburðarmikið. Ég reif út úr mér putt- ana og hljóp undan rigningunni að húsinu. Til dyra kom kona ein nokkuö mikil um sig, greinilega í sínum uppáhaldskjól, mjög svo þvældum. Mér datt ekki til hugar að þetta væri Fay Weldon sjálf og spuröi kurteislega um húsráðandann. Um leið og ég sleppti orðinu, gerði ég mér grein fyrir mistökunum. Hún tók utan um mig, kyssti mig á báða vanga og bauð mig velkomna í sín auðmjúku húsakynni. Gleðin og hlýjan streymdu frá þessari yndislegu konu, svo kvíði minn hvarf sem dögg fyrir sólu. Við settumst inn í stofu sem var þakin bókaskápum á alla vegu og fengum okkur kaffi (sem staðfesti grun minn: Bretar kunna ekki að búa til kaffi, hvílíkt gutl, en ég lét mig hafa það.). Það fyrsta sem ég spurði hana um var íslandsdvöl hennar, en hún kom hingað árið 1986 á bókmenntahátíð. „Þaö var afar stutt stopp, aðeins 5 dag- ar. Það litla sem ég man er að karlmennirn- ir drukku mikið og konurnar gerðu næstum lesa um þær tilfinningar sem hrærðust í hin- um raunverulega heimi. Auk þess sem það var nokkuð erfitt að komast hjá þvt að vera feministi, á þeim tímum sem ég var að alast upp. Það varð hluti af eðli manns, lífinu. Og það sem ég hef skrifað hefur oftast hentað feministum, þó ekki alltaf. En ég hef aldrei starfað með kvenréttindahreyfingum, öðru- vísi en að halda fyrirlestra og skrifa. Enda er swna því allt saman", tókst henni aö stynja upp á milli hlátursrokanna. Feministinn Fay Fay hefur ótrúlega atorku ef dæma má af af- köstunum. Hún byrjaöi ekki að skrifa fyrr en um þrítugt og er í dag 64 ára gömul. Hún hefur skrifað hátt á annan tug bóka, auk sjónvarps- og kvikmyndahandrita, leikrita fyrir útvarp og leikhús auk allskyns greina og gagnrýni fyrir hin og þessi blöö. Og hún á fjóra stráka. Ég hef alltaf litið á það sem sjálfsagðan hlut aö sjá mér sjálfri farborða. Bæði móðir mín og amma voru útivinnandi, auk þess átti ég barn en engan eiginmann, var ekki nógu siðfáguð til að fara eftir gildum samfélagsins. Ég lærði hagfræöi og sálarfræði í St. Andrews en vann aldrei við þaö. Lengst af vann ég við auglýsingagerð, sem þá var ný iðngrein. Þar lærði ég að vinna með orð, sem ýtti mér af stað. Fyrstu bækur mínar voru í raun handrit en ekki eiginlegar skáld- sögur, einhverskonar prósar. Skrif mín vöktu strax athygli með fyrstu bók, þau voru í takt við tíðarandann. Fólk var oröiö leitt á að lesa um heim sem var svo fjarri raunveruleikanum, það var þyrst í að það svo að kvenréttindakonur geta ekki átt sér flokk, skráða meðlimi og höfuðstöövar. Aflið felst í því að konur hittist og geri vanda- mál sín skiljanleg gagnvart hver annarri og heiminum öllum. En í dag er svo komið að orðiö feminismi hefur mjög neikvæða merk- ingu. Sumar konur þvertaka fyrir að vera feministar en í sama mund krefjast þær sömu launa, sama réttar og sömu ábyrgðar og karlar. Konur eiga í brjósti sér sömu von- ir og við höfðum fyrir 15-20 árum og það er að vissu leyti sigur að okkur hefur tekist að flytja þessar vonir til dætra okkar. En stund- um efast ég um að það sem hefur áorkast hafi verið þess virði, þaö er eins og angistin og örvæntingin sé það eina sem hefur skilað sér. Karlréttindahreyfing Aðalvandamál okkar á 7. áratugnum og í byrjun þess 8. voru fúkyrðin sem karl- menn létu dynja á konum, þeir töluðu um þær sem óæöri verur, taugaveikl- aðar, móðursjúkar, óábyrgar o.s.frv. Það var þessi daglega En stundum efast ég um aö það sem hefur áorkast hafi verið þess virði, það er eins og angistin og örvænt- ingin sé það eina sem hef- ur skilað sér. Hefur þú séð &

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.