Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 19

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 19
hassvíman bt svo þægiT eg UNGLINGAR í 10. BEKK VERA fékk fjóra ósköp venjulega unglinga í spjall, til aö komast að þvt hvernig þau skemmta sér. Þessir krakkar, sem eru í 10. bekk, koma frá ósköp venjulegum heimil- um, óbrotnum fjölskyldum og standa sig vel í skóla, s.s. engin vandræðabörn. En þrátt fyrir öll þessi venjulegheit kom í Ijós I spjall- inu að þau eru engir englar. Þar með fellur kenningin sem foreldrar vilja svo gjarnan halda í, að unglingar séu slæmir ef heimilið er slæmt. í GRUNNSKÓLA Frændi eða frænka kaupa fyrir okkur, það eru líka nokkrirí skólanum sem fá afgreiðslu í ríkinu. Annars er pabbi minn búinn að sætta sig við það að ég drekki, hann fer núna t rfkið fyrir mig, mér finnst það mjög gott. Ég hætti þá að drekka sterk vtn, hann kaupir fyrir mig léttvtn og bjór. Mér finnst hann hafa kennt mér að drekka. Núna vil ég bara góð vín, því áður keypti ég það sem var ódýrast og sterkast," segir ein þeirra. „Foreldrar mínir komust aö því að ég I Krakkarnir vildu ekki segja til nafns, því þau ætluðu að leiða VERU f allan sannleik- ann um heim unglinganna og þeim fannst ekki líklegt að foreldrar þeirra gætu tekið honum öllum áfallalaust. „Við byrjuðum öll 13 ára að drekka og reykja, þó strákarnir hafi ekki komist upp á lagið meö það, þá reykja þeir á fyllerium. Fyrst rændi maður frá mömmu og pabba, sullaði einhverju saman en svo byrjaði mað- ur að kaupa landa. Það er mjög auðvelt að verða sér úti um hann, maður hringir í stm- boða, svo eru Itka nokkrir krakkar aö selja. Lítrinn kostar 1500 krónur. En núna kaup- um við bara landa ef við náum ekki í rtkið. drekk og buðust þá til aö fara fyrir mig í rík- ið, t stað þess að ég væri að drekka landa. En svo þegar ég bið þau þá segja þau bara nei," segir annar. „Ég kaupi helst það sem er sterkast, vodka eða sambucca. Við förum svona 4-5 sinnum á fyllerí f mánuði. Þaö fer eftir því hvað er að gerast, stundum er fullt af partý- um að fara t og þá er jafnvel farið á fyllerí f miðri viku, eins og í verkfallinu, þá var fjör. Á sumrin fer maður meira niður í bæ og svo er Itka hægt að fara á Villta tryllta Villa, en það er best að vera einhvers staðarí heimahúsi. Við byrjuðum öll að reykja hass í 9. bekk. Það var eitthvað spennandi, öðruvtsi víma. Svo er það ekkert svo hættulegt. Við vitum þó að áhrifin geta komið í ijós mörgum árum seinna, en hvað heldurðu að við séum að pæia f þvt. Hassvíman er svo þægileg. Mað- ur er svo afslappaöur, hlær voða mikið. Við reykjum frekar hass þegar við erum með vin- um okkar að slaka á. Við blöndum þvf sjaldnast saman, víninu og hassinu. Það fer Itka eftir því hvað viö eigum mikinn pening. Grammið af hassi kostar 1000-2000 kr. Það fer eftir þvt hvar maður kaupir það. Ef maður á mikinn pening, borgar sig að kaupa slatta og selja þá vinum sínum. En venju- lega á maöur bara fýrir einu grammi. Og kaupir það með vini sínum, þá er það bara 500 kall á mann. Við reykjum það svona tvisvartil þrisvarf mánuði. Það er mjög auð- velt að verða sér úti um það, maður hringir bara í sfmboða eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern annan. Þegar maður er að drekka getur maöur gert það heima hjá sér, en þaö er annað með hassiö af því að lyktin er svo auöþekkj- anleg. Þá erum við úti t bflskúr eða einhvers staðar þar sem foreldrarnir eru ekki heima. Við fáum vasapeninga og svo bíópening og svona. En svo smyr maður sér nesti og fer ekkert f bíó, þá reddast þetta. En við erum ákveðin í þvf að fara ekki lengra, við höfum aldrei tekið töflur, spttt eða alsælu. Það er hættulegt, það vitum við og svo er það svo dýrt, 5000-6000 kr. Samt þekkjum við krakka sem taka spítt. Þau safna sér pening í svona mánuð, og drekka þá þess á milli." VERA vill ítreka að þessir unglingar eru eins og hverjir aörir, Itfsglaðir og heilsuhraustir krakkar, en þetta stutta spjall við þá sýnir að hassneysla meðal gagnfræðinga þykir ekkert stórmál, þvert á móti virðist hún vera orðin jafnalgeng og víndrykkja. Vera biður þó alla for- eldra sem nú grípa andann á lofti að rjúka ekki upp til handa og fóta, heldur minnast þess að af fullorðnum læra börnin. Þeim liggur á að kynnast heimi fullorðinna, sem er oft á tíöum í engu frábrugöinn heimi unglinganna. Ekki hengja bakara fyrir smið. Kolfinna Baldvinsdóttir Myndirnar voru teknar í miöborg Reykjavíkur 17. júní í fyrra og tengjast ekki viðmælendum Veru. ungling r í vímu

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.