Vera - 01.06.1995, Side 22

Vera - 01.06.1995, Side 22
nýi j fnréttisráðherrann 58 ára frá því 17. mars síöastliöinn. Hefur set- iö á þingi í 21 ár. Háriö gráspengt. Jakkafötin ómissandi sitja vei. Þrekiö er greinilega í lagi þrátt fyrir aö hann keöjureyki filtersígarettur. Mér gengur illa að tengja Pál Pétursson á Höllustööum viö jafnréttismál. Ég veit raunar ekki hvort mér þykir furðulegra: Aö sjá mann í háu opinberu starfi á þessum heilsufarstím- um reykja filtersígarettur eöa Pál Pétursson í yfirstóli jafnréttismála. „Ég get ekkert gert að þvt að ég er ekki kona," segir jafnréttisráðherrann þegar ég viðra hugrenningar mínar um manninn í stööunni. „Ég hef langa reynslu í pólitík og er vanur því að leggja mig stíft fram. Jafnrétt- ismál heyra undir félagsmálaráðuneytið og þar með kem ég að þeim málaflokki. Hann hefur verið í ólagi og ég ætla mér að þoka þeim málum til réttrar áttar. Að vissu leyti er það styrkur að vera ekki kona í þessu emb- ætti og á kafi í hagsmunatogstreitu." Ég spyr hvað hann eigi við með því. Páll bendir á að félagasamtök í landinu séu ekki endilega sammála um leiðir að settu marki, hvort heldur samtök kvenna eða samtök á vinnumarkaði. Skoðanir séu skiptar í þess- um efnum og það geti verið kostur að vera ekki bundinn þeim. Er nokkur óbundinn af skoöunum? Það kemur í Ijós hér síðar. Ég nefni að stjórnar- sáttmáli hinnar nýju ríkisstjórnar nefni jafn- réttismál stuttlega og ekki sé laust við að mörgum þyki roðiö rýrt. Páll Pétursson segir sáttmálann ekki hafa verið hugsaðan öðru vísi en sem minnispunkta um atriði sem ríkisstjórnin ætli að beita sérfyrir. Ráöherrar muni vinna að verkefnaskrám hver í sínum málaflokk- um og þær verði birtar meö haustinu. „Brýn- ast í jafnréttismálunum eru launamálin," „Að vissu leyti er það styrkur að vera ekki kona í þessu embætti og á kafí í hags- munatogstreitu." segir hann. „Launamunurinn er mun meiri en maður gerði sér grein fyrir og það er brýn- ast að draga úr því misrétti." Rannveig Guð- mundsdóttir, fýrrverandi félagsmálaráð- herra, skipaði starfshóp þann 8. mars sl. sem ber heitið „Starfshópur til að draga úr launamun karla og kvenna". Páll nefnir að vinnuveitendur hafi ekki viljaö taka þátt í starfshópnum á sínum tíma, en hann vilji fá fulltrúa þeirra í hópinn. „Án þeirra finnst mér ekki líklegt að árangur náist," segir hann. Þá hefur flokkssystir hans Siv Friðleifsdóttir tekið að sér formennsku fýrir hópnum og segir Páll að hún gangi að því verki af ein- þeittum vilja og metnaði. Hópurinn mun afla gagna um starfsmat og huga að leiðum í þeim efnum. Þá nefnir félagsmálaráðherra að jafnréttisáætlun muni endurskoðuð á þessu ári svo sem reglur geri ráð fyrir. Ég segi félagsmálaráðherra aö mér þyki flokkur hans vera sá stjórnmálaflokkur af gömlu flokkunum sem mesta stökkið hafi tekið á síðastliðnum árum í þá átt að bæta ímynd sína meðal kvenna. Reyndar var þar ekki upp í háan söðul að fara því Framsókn- arflokkurinn var lengur aö taka við sér en hinir flokkarnir. Konur skipa nú 20 prósent af þingliði hans. Til samanburðar: Alþýðu- flokkur 14%, Alþýðubandalag 22% og Sjálf- stæðisflokkur 16%. Konur skipa 75% af þingliði Þjóðvaka, og Kvennalistann þarf ekki að nefna. Félagsmálaráðherra segir aö allan þann tíma sem hann hafi unnið í pólitík (frá menntaskólaárunum) hafi framsóknarmenn reynt að auka hlut kvenna innan flokksins. Illa hafi hins vegar gengið í fyrstunni að fá konur í framboð. Hér sagðist hann tala sem framsóknarmaður í Norðurlandskjördæmi vestra og þurfi sú reynsla ekki að gilda alls staðar á landinu. „í fýrsta skipti sem ég var í framboði skipaöi þó Guðrún Benediktsdótt- ir í Grundarási 3. sæti listans," segir hann. Það hafi verið stöðugt keppikefli aö auka hlut kvenna og nú væri að takast sæmilega til. „Við sem skipum efstu sætin erum oft ekki tilbúnir til að standa strax upp, hvorki fyrir konum né körlum," segir ráðherrann. „Konur eru nú komnar ofarlega á lista og Flestir stjórnmálaflokkar á hinum Norðurlöndunum tóku upp kvóta varðandi þingmenn á 8. og 9. áratugnum, og ár- angurinn lét ekkí á sér standa. munu þokast upp með tímanum. Konur í Framsóknarflokknum eru fremur áberandi í sveitarstjórnum en í landsmálunum. Það á sér e.t.v. þær skýringar að þingmennsku fylgir mikil röskun á fjölskylduhögum og bú- setu fýrir landsbyggðarfólk, og það er nú svo að karlmenn hafa verið „færanlegri" að þessu leyti heldur en konurnar. En konur eiga að sjálfsögðu erindi í landsmálin. Ekki vegna þess að þær eru konur heldur vegna þess að þær eru ekki síður hæfar en karlar." Félagsmálaráðherrann segist ekki vera kvótamaður. „Égtei að kynin eigi að njóta sín á jafnréttisgrundvelIi,“ segir hann. „Jafnrétti getur ekki verið fólgið í því að vera ráðin í starf vegna þess að viðkomandi er kona, eða vera hafnað fyrir það eitt að vera karlmaður." Ég þendi á að kvótar hafi lengi verið not- aðir í opinberum störfum í Bandaríkjunum og mjög víöa T Evrópu séu þeir ýmist notaðir eða verið að taka þá upp, hvort heldur á vinnumarkaði eða hjá stjórnmálaflokkum. Flestir stjórnmálaflokkar á hinum Norður- löndunum tóku upp kvóta varðandi þing- menn á 8. og 9. áratugnum, og árangurinn lét ekki á sér standa. „Þessa ráðstöfun hafa margar þjóðirtekið uþþ vegna þess að þetta hefur einfaldlega þótt líklegt til að skila ár- angri," segi ég. „Enginn hefur þó vænt þess- ar þjóðir um heimsku. Hér er kvótatal hins vegar talið heimskutal." Félagsmálaráðherra verður hugsi á svip. „Það má vel vera að viðbrögðin liggi í tungu- málinu," segir hann síðan. „Jafnrétti á Ts- lensku þýðir að annað kynið sé ekki sett hjá vegna kynferðis. Annað hvort er rétturinn jafn eða ekki.“

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.