Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 27

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 27
ur alltaf veriö hvernig hin heildstæða hugmyndafrasði Vestur- landa ali af sér samfélag sem fyrst og fremst er sniðiö að þörfum hins hvíta karlmanns úr millistétt. Á síðustu árum hefur þessi gagnrýni í æ meira mæli komið heim til „móðurhúsanna" og beinst að hugmyndafræðinni sem feministar leggja til grundvall- ar baráttu sinni, en hún þykir sniðin að þörfum hvítu millistéttar- konunnar. Þessi tortryggni í garð kvennahreyfingar sem tali fyrir allar konur er þó ekki ný af nálinni þótt hún sé meira áberandi nú en áður. Það hefur t.d. löngum verið togstreita á milli þeldökkra og hvítra feminista í Bandarikjunum. „Er ég ekki kona líka?" spyrja þær þeldökku og finnst sá raunveruleiki kvenna sem ver- ið er að lýsa í kenningum feminista ekki eiga við sig. Lesbíur eru annar hópur sem kann ilia við sig innan kenningarramma sem snýst jú að verulegu leyti um kynferðislegt samband karla og kvenna, bam- eignir og valdastöðu inni á heimilinu. Annar breytileiki kvenna sem hægt er að nefna í þessu sambandi varðar t.d. stétt, hjúskaparstöðu og búsetu í borg eða sveit svo einhver dæmi séu tekin. Hvert stefnir feminisminn? Það eru því uppi háværar raddir um að feministar verði að endur- skoða þær aðferðir sem lagðar hafa verið til grundvallar kvenna- baráttunni. í stað heildarlausna er áherslan nú fyrst og fremst á fjölbreytileika kvenna og á það að konur geti ekki allar haft sömu markmið í lífinu. Enn sem komið er er erfitt að sjá hvað kemur út úr þessum hræringum en mikil áhersla er nú lögð á að konur fái meira svigrúm til þess að skapa sínar eigin aðstæður og að þær hafi frelsi til þess að velja sér lífsfarveg sem henti þeim. Konur verði að fá tækifæri til að láta drauma sína rætast en þær þurfi ekki endilega að verða flugstjórar eða verkfræðingar eða gera hlutina eins og karlar. Susan Faludi og fleiri sem taldar eru til „þriðju kynslóðar" kvennabaráttunnar halda því fram aö konur hafi nægjanleg völd, það sé einungis spurning um að beita þeim. Konur hafi verið undirokaðar svo lengi að þær hafi tamið sér hug- arfar taparans, með breyttu hugarfari hafi konur heiminn í hönd- um sér. Umræðan um konur sem kynverur hefur einnig verið áberandi meðal „þriðju kynslóðarinnar" sem finnst barátta kvenna gegn klámi hafa dregiö upp óþarflega siöprúöa mynd af konum. Konur séu ekki brothættar dúkkur sem þurfi að umgang- ast með varúð. Margar konur hafi gaman af „hard core" kynlífi, njóti kláms og þess að pikka upp karla sem þær þekki ekkert. Ekki eru allir feministar jafn ánægðir meö þessar nýju áhersl- ur í kvennabaráttunni. Þær raddir heyrast sem vara við því aö ef við förum að einblína um of á fjölbreytileika kvenna verði erfitt að finna sameiginleg baráttumál. Áherslurnar á margbreytileikann séu einungis til þess fallnar að draga úr samtakamætti kvenna sem sé það eina sem konur hafi getað stólað á. Á sama tíma er verið aö draga athyglina frá því sem mestu máli skipti í kvenna- baráttunni, því aö konur njóti pólitískra og efnahagslegra réttinda á við karla. Sumar spyrja jafnvel hvort þaö geti veriö tilviljun aö nú þegar kvennabaráttan sé að skila æ meiri árangri sé sú skoðun aö veröa útbreiddari að hefðbundin kvennabarátta sé úrelt og heyri fortíðinni til. Viiiniiinarkuour 1991-1993 HBk SM'il:ir\H"YiK'ikiiiiiK:ir 1993 Athafnakonur |; , | Hagtíðindi - eru mánaðarrit Hagstofu íslands. 19951 þar eru þjrt yfírlit um inn- og útflutning, vísi- tölur, greinar um vinnumarkað, framleiðslu, flutninga, ferðamál, félagsmál o.m.fl. Verslunarskýrslur - í þeim koma fram nákvæmar upplýsingar um utanríkisverslun íslendinga. Bókin auðveldar fyrirtækjum að sjá t.d. markaðsstöðu sina á hverjum vöruflokki o.fl. Vinnumarkaður 1991-1993, er rit sem gagnast öllum þeim er hafa með málefni vinnu- markaðar að gera. Þar er fjallað um atvinnumál, atvinnuleysi, vinnustundir o.fl. Sveitarsjóðareikningar 1993- fjallaum fjármál sveitarfélaga. Bókin kemur út árlega og nýtist öllum sveitarstjórnar- og áhugamönnum um sveitarstjórnarmál. (Væntanlegt í júní.) Gistiskýrslur 1984-1993. Þar er að finna upplýsingar um fjölda ferðamanna, gistinátta, herbergja og rúma, nýtingu gistirýmis, saman- burð milli ára, skiptingu milli landssvæða o.fl. Konur og stjornmal! Hagstofa íslands býður lesendum Veru þær skýrslur er gerðar hafa verið um kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og embættis forseta ásamt skýrslum um þjóðaratkvæðagreiðslur á tilboðsverði til 1. júlí n.k. • Alþingiskosningar 1991 Kosningaskýrslur 1874-1987 Verð aðeins 3.900.-kr. • Forsetakjör 1988 • Alþingiskosningar 1991 • Kosningaskýrslur 1874-1987 • Sveitarstjórnarkosningar 1990 Rúmlega 1.200 bls. af fróðleik á aðeins 4.500.-kr. Hagstofa íslands Skuggasundi 3 150 Reykjavík Pöntunarsímar 560 9860 og 560 9866 Bréfas. 562 3312 (ilsllskvrslur 19X4-1993

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.