Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 28

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 28
c o c o C H A N E L Fatahönnun, sem gerbreytti ímynd kvenna, hefur haldiö nafni Coco Chanel á lofti í rúm sjötíu ár. Þó tengja margir nafniö núorðiö fyrst og fremst við ilmvatniö hennar, Chan- el no 5. Chanel átti litríkan æviferil og hafði sterkan persónuleika og með þrautseigju tókst henni að hasla sér völl sem einn helsti fatahönnuöur heims. Hún klæddi konur í einfaldan og þægilegan fatnað, í takt við breyttan tíöaranda. Gabrielle Bonheur, en það var hið rétta nafn Chanel, fæddist þann 19. ágúst 1883, en sagan segir að hún hafi komið í heiminn í jámbrautarlest í suður Frakklandi. Hún var fátæk, missti ung móður sína og fór þá á munaðarleys- ingjahæli, en faðir hennar hélt sína leið. Snemma fór hún að vinna fyrir sér I hattabúð og síðar meö dansi í kabarett. Þar tók hún upp nafnið sem við þekkjum. Hún varð hjá- kona nokkurra efna- manna, en það var ekki óalgengt meðal kabarett- kvenna. Það var enskur milljónamæringur Arthur „Boy" Capel sem kom Chanel á sporið í tísku- heiminum, með fjárstuðn- ingi, en hann var einnig ástmaður hennar. Árið 1914 tókst henni því að koma á fót verslun í Parfs sem enn stendur í blóma og ber nafn hennar. Nokkrum árum síðar, þegar Coco var oröin auö- ug og vel þekkt í tísku- heiminum kynntist hún auðugasta manni Eng- lands, sir Hugh Grosven- or, hertoga af Westminst- er. Hann hreifst af henni og vildi ganga að eiga Þess/ dragt er í stíl Coco Chanel. Gabrielle „Coco" Chanel - frægasta konan í sögu tískunnar - klædd svörtum kjól í þelm einfalda stíl sem hún var þekkt fyrir. hana en hún kvað hafa afþakkað pent: „Nei takk, það eru til margar hertogaynjur af Westminster en það er aðeins til ein Coco Chanel." Þær sögur fara af Coco að hún hafi veriö hörkutól hið mesta, stolt, Það hefur veriö sagt um Coco Chanel ab hún hafi sjálf viljað ganga í þægilegum fatn- aði sem líktist fatnaði sterku, sjálfstæðu karimannanna sem hún þekkti, því þeir höfðu þá stöðu og vóld sem hana dreymdi um. Sjálf hafði hún verið of lengi háð fjárstuðn- ingi þeirra ogþeirri niðurlægingu sem því fylgdi. sérvitur og metnaðargjörn, en líka fjörmikil og uppfinningasöm. Hún studdi við bakið á ýmsum listamönnum í vinahópi sínum (t.d. Stravinsky og fjölskyldu hans) með rausnarleg- um fjárframlögum. Á millistríösárunum áttu sér stað félags- legar og tæknilegar breytingar sem leiddu til umskipta í tískuheiminum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð róttæk breyting á út- liti kvenna. Þungur, skreyttur og óþjáll fatn- aður fór úr tísku en léttari og þægilegri föt

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.