Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 29

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 29
náöu vinsældum. Þó var tíska enn forréttindi ríka fólksins. Ýmsir tískuhönnuðir komu meö nýjar hug- myndir, og Coco Chanel var ekki ein um að skapa tísku þriðja áratugarins. En hún skapaði sérstakan stíl sem varð lang vinsælastur. Hún hannaði einfald- an fatnað og stílhreinan, en tókst að varðveita glæsi- leikann. Það hefur verið sagt um Coco Chanel að hún hafi sjálf viljað ganga T þægilegum fatnaði sem líktist fatn- aði sterku, sjálfstæðu karlmannanna sem hún þekkti, því þeir höfðu þá stöðu og völd sem hana dreymdi um. Sjálf hafði hún verið of lengi háð fjár- stuðningi þeirra og þeirri niðurlægingu sem þvífylgdi. Hún var hrifin af vinnufatnaði og stórum peysum sem konur klæddust er þær gengu í karlastörf í fyrri heimsstyrjöldinni. Hún hreifst af grófum efnum, og sótti fyrirmyndir í skosk og Islensk prjónamynstur. Hún harðist gegn fordómum og fyrir henni vakti að framleiða sígildan fatnað. Hún lét þau orð falla að hún hannaði föt sem konur gætu lifað í, andað í, lið- ið vel í, og verið unglegri T. Stíll hennar var kvenlegur, en byggði á einfaldleika herrafatnaðar. Tíska hennar var í algerri andstöðu við tísku Viktoríutímans - líf- stykki, stíf milliþils, og þvingandi hárgreiðslur. Nýja tískan var mun ódýrari en sú eldri, vegna þróunar í framleiðslu og nýrra, ódýrari fataefna svo sem jersey og rayon, og náði smám saman til almennings. Hár- tískan breyttist um leiö og fötin. Stuttklippt og frjáls- legt hár var í takt við nýja tíma. Fyrir áhrif Chanel náðu gerviskartgripir, eins og t.d. síðu perlufestarnar mikl- um vinsældum. Hinar sígildu dragtir frá Chanel, jakk- ar með stórum vösum og gylltum hnöppum, og skór með gylltum spennum einkenndu hönnun hennar. Chanel kom því til leiðar að drapplitur og svartur urðu tískulitir, hún hannaði sportfatnað og tók undir það að fínt væri að vera sólbrúnn. Hún fékk konur til að ganga T buxum en hannaði aldrei buxnadragtir. Hún hafði pilsfaldana styttri en aðrirtískuhönnuðir, en var þó sTður en svo hrifin af minipilsunum þegar þau komu til sögunnar. í byrjun síðari heimstyrjaldarinnar dró Coco Chan- el sig T hlé, en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Á stríðsárunum vingaðist Chanel við nasista og að stríðinu loknu var hún sögð hafa starfaö fyrir þá. Hún var ekki sótt til saka, en þetta varð til að sverta nafn hennar. Dagar Chanel T tTskuheiminum voru þó ekki taldir. Árið 1954 kom hún aftur fram í sviðsljósið, og þá í þeim tilgangi að hefta framgöngu tískuhönnuðar- ins Dior. Hún kunni ekki að meta hönnun hans og hélt því fram að aðeins kona gæti hannað fallegan kven- fatnaö. Tveimur árum síöar kom hún marglitum drögt- um úr tvídefni og móhári á markaðinn. Þær náöu gTf- urlegum vinsældum og lét Chanel ekki af störfum fyrr en hún var háöldruð. Hún lést 10. janúar 1971, 88 ára að aldri. Henni hafði tekist ætlunarverk sitt - að skapa sígilda tísku - og að gera nafn sitt ódauölegt. Vala S. Valdimarsdóttir tók saman I Coco Chanel moö vlnl sín- um Serge Lif- ar, en hann var frægur ballettdansarí. Umboðsmenn um land allt Pekking Reynsla Pjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 91-814670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100 Góða nótt og sofðu rótt ' Heimilistækiadeild Fálkans • Heimilistækiadeild Falkans <

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.