Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 30

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 30
 ingráðstefnap skref afturabak? I apríl sl. sat ég ráðstefnu á veg- um UNESCO, sem bar yfirskrift- ina „Women in a changing Europe", og haldin var hér í Reykjavík. Gestir á ráöstefnunni voru fyrst og fremst konur frá Evrópulöndum sem eru fulltrúar -Vangaveltur um kvennabaráttuna eftir Brynhildi Flóvenz lögfræðing á Skrifstofu jafnréttismála rlkja sinna hjá UNESCO. Um- fjöllunin á ráöstefnunni var þó ekki alveg í samræmi við yfir- skriftina. Lítið var fjallað um konur í breyttri Evrópu en mest- ur ttmi ráðstefnunnar fór í um- ræðu um Pekingráðstefnuna á hausti komanda og skipulag innan UNESCO. Sigrfður Dúna Kristmundsdóttir var með erindi í upphafi ráðstefnunnar og var hún nánast sú eina sem fjallaði um kvennabaráttu, stöðu henn- ar, leiðir og markmið. Þrátt fyrir þetta varð þessi ráðstefna til að vekja mig til umhugsunar um ýmsar hliðar kvennabaráttunn- ar. Þegar ég hlustaði á konur, sem nú taka þátt í undirbúningi Pekingráðstefnunnar, lýsa reynslu sinni af undirbúningsfundum sem fram fóru í New York skömmu fyrir ráðstefnuna hér, verð ég að segja að mér rann kalt vatn milli skinns og hör- unds. Og sú spurning vaknaði hvað við værum eiginlega að gera í svona félagsskap. Karlar ákveöa ni&urstöðuna Fyrir mér lítur út fyrir að yfirlýs- ing sú, sem mun verða niður- staöa Pekingráöstefnunnar, muni vera skref afturábak frá síðustu heimsráðstefnu kvenna. Og því hlýtur að vakna sú spurning hvort það sé yfirleitt í þágu kvenfrelsis að taka þátt í þessari ráðstefnu. Loka- yfirlýsing hennar er auð- vitað opinber yfirlýsing þeirra ríkja sem að henni standa og þar sem þaö eru karl- ar sem ráða jú ríkjum heimsins þá get ég ekki annað séð, mið- að við þær uþþlýsingar sem fram komu á fundinum um inni- hald væntanlegrar yfirlýsingar, en að hér séu karlar heimsins eina ferðina enn að gefa út yfir- lýsingu um hvað sé mikilvæg- ast og best fyrir konur heims- ins. Á ráðstefnunni hér kom fram að á undirbúningsfundinum í New York hefðu heilu kaflamir úr tillögum að yfirlýsingu verið settir innan sviga en það merk- ir auðvitaö að þeir verða ekki innan lokayfirlýsingahnnar. Það sem konur voru m.a. áhyggju- fullar yfir var hvaö Vatikanið haföi sig mikið í frammi m.a. til að koma í veg fyrir að tryggöur væri réttur kvenna til að ákveða hvort og hvenær þær ættu börn og nutu fulltrúar þess dyggs stuðnings fulltrúa Irans og fleiri Islamstrúarríkja. Ekki náðist samkomulag um að vinna að því að koma í veg fyrir aö barn- ungar stúlkur verði þvingaðar til giftingar, ekki heldur um að vinna gegn bamaþrælkun og ekki um aö líta á hópnauðganir A undirbúningsfundi fyrir Peking- ráðstefnuna náðist ekki sam- komulag um að líta á hópnauðgan- ir í styrjöldum sem stríðsglæpi. Það voru hermenn RENAMO-hreyf- ingarinnar sem nauðguðu bessari 13 ára stúlku f rá Mozambik. Hún er nú orðin móðir. í styrjöldum sem stríösglæpi! Þetta eru aðeins nokkur af þeim dæmum sem konur þess- artiltóku í mín eyru. Snuð upp í konur En hver er þá ávinningurinn af ráðstefnum sem þessum? Hvaða hag hafa t.d. íslenskar konur af því fjármagni sem ís- lenska rikið ver til ráðstefnunn- ar? Eða hafa konur annars staðar í heiminum, sem eru verr settar en við, hag af svona ráð- stefnu og þá á hvaða hátt? Nú hef ég ekki uþplýsingar um það hve miklu fjármagni er fyrirhug- að að verja af okkar hálfu. Þó veit ég að 5 milljónum er varið f feröastyrki en auk þess hefur undirbúningurinn auövitað kost-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.