Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 31
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir: Okkar 20 ára
jafnréttislöggjöf er dæmi um
þaö að lagasetningar leysa
ekki vandamálin.
að sitt. Nú er ég ekkert endi-
lega að segja að þessum pen-
ingum sé illa varið. Mér finnst
hins vegar rétt að varpa því
fram, einkum þegar haft er I
huga hversu litlu fjármagni er
varið til aðgerða í jafnréttismál-
um hér á landi, hvort þetta sé
endilega árangursríkasta leiðin.
Koma íslenskar konur til með
að geta nýtt sér þessa ráð-
stefnu á einhvern hátt í jafnrétt-
isharáttu sinni? Höfum við eitt-
hvað að sækja á eina
stórráðstefnuna enn? Væri
þessum peningum t.d. þetur
varið í að styrkja konur til al-
þjóðasamstarfs á öðrum vett-
vangi? Þessar vangaveltur leiða
svo til þess að maður fer að
velta því fyrir sér hvort viö höf-
um gengið til góðs götuna fram
eftir veg í baráttu okkar. Sitjum
við föst í ráðstefnum og könn-
unum og áætlunum um hvernig
ástandiö sé og hvað skuli gera.
Mér finnst ég finna það á kon-
um almennt, bæði íslenskum
og erlendum, að nú sé komin
tími aðgerða. Ég hef það stund-
um á tilfinningunni að verið sé
að stinga snuði upp í konur
með öllum þessum athugunum
og áætlunum sem svo aldrei er
fylgt eftir.
Valdastöður skipta máli
í erindi sínu á UNESCO ráð-
stefnunni kom Sigrtður Dúna
svolítið inn á stöðu kvennabar-
áttunnar. Hún sagði meðal ann-
ars að við værum föst í „count-
ing heads", þ.e. svo og svo
margar konur á þing, svo og svo
margar í stjómir o.s.frv. Jafn-
framt taldi hún okkur föst (fast-
ar?) í því að leysa okkar vanda-
mál með lagasetningu,
lagasetningu sem alls ekki virki
eins og 20 ára jafnréttislöggjöf
okkar væri dæmi um. Ég get
tekið undir það með henni, að
kvennaþaráttu má ekki ein-
skorða við þessa formlegu
þætti. En það er jafnhættulegt,
eins og komið hefur fram í um-
ræðum að undanfömu, aö
fjöldi kvenna í valdastöðum í
samfélaginu skipti ekki máli
heldur sé leiðin fólgin í að
breyta viðhorfum. Vitanlega er
viðhorfsbreyting það sem
kvennahreyfingar allra tíma
hafa fyrst og fremst barist fyrir.
Ein leið til viðhorfsbreytinga er
lagasetning sem felur í sér viö-
horfsbreytingu og með því að
konur taki til jafns þátt í stjórn-
un samfélagsins á við karla
hlýtur að eiga sér stað viðhorfs-
breyting. Og ég get líka tekið
undir það sem fram kom hjá
Sigríði Dúnu að það skili ekki
miklum árangri að líta á konur
sem áhrifalausa þolendur sem
ekkert geti gert til aö bæta
stöðu sína. En þá verða konur
líka að hætta að ganga inn t
þolendahlutverkið eins og kon-
ur í stærsta stjómmálaflokki
landsins gerðu nú eftir kosning-
ar. Þær létu það viðgangast að
nánast allar valdastöður sem í
hlut flokksins komu færu til
karlanna. Mínu feminiska
hjarta hefur ekki lengi verið eins
misþoðið og þá. Þar fóru sam-
an tveir verstu eiginleikar í fari
karla og kvenna á þessu sviði,
annars vegar sá eiginleiki karla
í valdaaðstöðu að sleppa ekki
takinu á valdinu og safna því á
hendur fáeinna karla og útiloka
þar með konur frá því og hins
vegar sá eiginleiki margra
kvenna að vanmeta sjálfar sig
og gera ekki kröfu um sjálfsögð
völd sér til handa á jafnréttis-
grundvelli. Eða hvaða hæfileika
hefur Geir Haarde umfram t.d.
Láru Margréti, sem réttlættu
það að hann tæki sæti for-
manns í utanríkismálanefnd
ofan á það að vera formaður
þingflokks? Ég held að það
verði erfitt fyrir nokkurn mann,
meira að segja „sjálfstæðar
konur" að svara því. Nei, það
verður að fara saman áhersla á
formleg áhrif og raunveruleg
áhrif. Mér finnst hins vegar
nauðsynlegt að við öll, þæði
konur og karlar, sem viljum
vinna aö bættu samfélagi, tök-
um upp almenna umræöu um
hvert beri að stefna í jafnréttis-
málum og hvaða hugmynda-
fræði viö viljum byggja á og
hvaða aðferðum við viljum
beita.
Þetta greinarkom mitt eru
sundurlausar vangaveltur mínar
um kvennabaráttuna einkum
eftir að hafa setið UNESCO ráð-
stefnuna, en ég hef hins vegar
fundið fyrir samskonar róti í
hugum margra kvenna um
þessar mundir. Ég lýsi því hér
með eftir skoðanaskiptum um
málið hér í VERU sem og ann-
ars staðar.