Vera - 01.06.1995, Síða 35

Vera - 01.06.1995, Síða 35
höfundar eins og James Joyce, Paul Valéry, André Gide, T.S. Eliot, Ernest Hemingway og Ezra Pound. Frá 1919 til 1941 var þessi bókaverslun fundarstaður, klúbbur, pósthús og lesstofa framúrstefnufólksins í París. Árið 1920 breyttist samband Sylviu og Adrienne. Þá lést konan sem Adrienne hafði elskað af öllu hjarta frá því á námsárunum. Áfalliö færði þær nær hvor annarri og Sylvia flutti inn til Adrienne. Sama ár kynntust þær bandaríska rithöfundinum Gertrude Stein og vinkonu hennar Alice B. Toklas, en þær höfðu þá búið saman í tíu ár. Gertrude var m.a. kunn fyrir þá frægu listamenn sem hún safnaði að sér á heimili sínu: Picasso, Hem- ingway og Sherwood Anderson. Hún varð meðlimur bókasafnsins og þær Sylvia urðu vinkonur. Gertrude tókst hins vegar að móðga Adrienne svo með þeirri fullyrðingu sinni að Frakkar ættu engin stór nöfn I bók- mennta- og tónlistarsögunni, að henni var nóg boðið og dró sig út úr félagsskapnum. James Joyce og Ulysses Árið 1920 flutti James Joyce til Parisar, ásamt konu sinni og tveimur börnum. Þá höfðu kaflar úr Ulysses verið birtir í bók- menntatímaritum, en útgáfa bókarinnar var bönnuð í Bretlandi og Bandaríkjunum. Joyce gerðist meðlimur í bókasafni Sylviu og hún ákvað að gefa Ulysses út. Bókin kom útí 11 útgáfum frá 1922-32. Sylvia annaðist bæði praktísk og Ijárhagsleg vandamál Joyce, sem var næstum blindur, og sá um alla snúninga í sambandi við prentunina. Bókina settu 23 prentarar sem ekki skildu orð í ensku og gerðu sér því enga grein fyrir „dónalegu" innihaldi hennar. Útgáfa Ulys- ses geröi bókabúðina fræga og viðskiptavin- unum fjölgaði, en vinátta Sylviu og Gertrude Stein varð að engu þar sem Gertrude leit á James Joyce sem keppinaut sinn. Árið 1921 flutti Sylvia verslunina til Rue de l'Odéon, beint á móti verslun Adrienne. Gatan varð síðan ein sú frægasta í París, því í þessum tveimur sérstöku bókaverslunum mátti heyra bæði þekkta og óþekkta höf- unda lesa úrverkum sfnum, drekka lystauka og borða snakk. Þetta voru engar venjulegar bókabúðir, það voru einungis bókahillur við einn vegg, aðrir veggir voru þaktir myndum, og inni voru auk þess stórt skrifþorð og kommóða. Svo hér var bæði gaman að lesa og sþjalla. Litlar upplýsingar eru til um einkalíf Sylviu og sambönd hennar við fyrri vinkonur. Hún var alla tíð þögul um samband sitt við Adrienne, þótt Adrienne færi ekki leynt með það að hún tæki konur fram yfir karla. Hún var Sylviu bæði móðir og kona, eldaði handa henni, hugsaði um heilsu Sylvia Beach hennar og annaðist hana á all- bandarísk bók- an hátt. Þær fengu báðar Ijár- menntakona sen hagslegan stuðning að heim- settist að í París an og voru jafnokar I sínu áríðl916. sambandi, báðargáfu og þáðu stuðning hvor annarrar. Slíkt samband var sjaldgæft í þá daga, hvort sem gagnkynhneigðir eða samkynhneigðir áttu í hlut. Þær voru báðar miklir feministar. Á þessum árum bjuggu í París margar bandarfskar og breskar konur sem völdu ÞETTA ERU SLYS... ...SEM AUÐVELT ER AÐ FORÐAST ATV*

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.