Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 36

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 36
Sylvia opnaði bókabúðina sína árið 1919. Mynd af Shakespeare hékk yfir dyrunum. sta rfsfra ma fram yfir hjóna- band. Margar þeirra voru lesb- íur og ef til vill hefur franska umburðarlyndið verið þeim eins konar skjól. Sylvia og Adrienne voru tíðir gestir Natalie Clifford Bamey sem stjórnaði frægasta kaffihúsinu í París í þeirra tíð. Þar var ekki boðið upp á áfengi, heldur báru kínverskir þjónar fram te og súkkulaðikakan var sú besta í París. Kaffihúsið var þekkt sem sam- komustaður lesbía og þangað komu margar fagrar konur. Natalie bjó með málaranum Romaine Brooks sem var henni trúr í 60 ár, en hún hélt framhjá honum þar til hún var orðin áttræð, án þess að reyna að leyna því. Natalie skrifaði margar bækur en var þó frægust fyrir persónuleika sinn. Blikur á lofti Eftir tólf ára samstarf skipti Joyce um útgef- anda og fannst Sylviu þá sem hann hefði svikið sig. Amerikanarnir sneru aftur til Bandarikjanna en það hafði í för með sér erfiðari tíma fyrir Sylviu. Viðskiptin drógust saman og Sylvia seldi m.a. nokkrar sjald- gæfar bækur og handrit eftir Joyce. Það voru blikur á lofti í Evrópu, efnahagslegar og póli- tfskar, og margir rithöfundar tóku sér stöðu til vinstri. Ungir franskir rithöfundar fóru að vénja komur sínar í verslanir Sylviu og Adrienne, og meðal þeirra voru Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir. í þeirra aug- um táknaði Shakespeare og Company heim nútímabókmenntanna og margir af eldri rit- höfundum Frakka töldu verslun Sylviu svo mikilvæga fyrir ungu kynslóðina að þeir stofnuðu félagsskap henni til stuðnings. Um svipað leyti eignuðust Sylvia og Adrienne nýja vinkonu sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra. Hún hét Giséle Freund, var gyðingur og hafði flúið frá Berlín. Þegar Sylvia sneri afturtil Parisar eftir heim- sókn til fjölskyldu sinnar í Bandaríkjunum sumarið 1936 var Giséle flutt inn í íbúðina sem þær Adrienne höfðu deilt svo lengi og nokkrum dögum síðar flutti Sylvia út. Hún var þögul um þetta skipbrot ástarsam- bandsins og í ævisögu sinni segir hún ein- ungis þetta um ástir sínar: „Elskhugar mínir voru Adrienne Monnier, James Joyce og Shakespeare og Company." Þótt hamingjuríku árin með Adrienne væru að baki héldu þær áfram faglegri sam- vinnu sinni og Sylvia borðaði kvöldmatinn með Adrienne og Giséle. Hún bjó ein í litlum herbergum fyrir ofan búðina sína og flutti sig ekki um set þótt Giséle þyrfti að yfirgefa París vegna nasistanna. Sylvia og Adrienne héldu áfram versianarekstrinum og lifðu upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í friði og ró þar til kom að árás Bandaríkjamanna á Pearl Harbour í lok ársins 1941. Þá var ör- yggi Sylviu ógnað og hana grunaði að Þjóð- verjar ágirntust bókabúðina hennar. Hún kom undan fjölda bóka, bréfa, mynda og húsgagna og lokaði versluninni. Sex mánuð- um síðar var hún handtekin og höfð í haldi T hálft ár, með öðrum bandarfskum og bresk- um konum. Hún fagnaði frelsun Parísar í bókabúðinni og vinir hennar hvöttu hana til að opna aftur. En hún var þá orðin 58 ára og hafði ekki þrek til að taka áhættuna af frek- ari verslunarrekstri. Þess í stað hjálpaði hún öðrum. Vinátta Sylviu og Adrienne varði allt til ársins 1955, þegar Adrienne framdi sjálfs- morð eftir langvarandi veikindi. Sylvia var miður sín af sorg. Vinir hennar hvöttu hana til að skrifa endurminningar sínar og ferð- ast og það hjálpaði henni í gegnum sorg- ina. Hún öðlaðist al- þjóðlegan frama og tók Það voru engar venju- iegar bókabúðir sem þær Syivia og Adrienne ráku, heldur eins kon- ar bókakaffí og bóka- söfn og þær seldu ein- göngu bækur sem þær hrifust af sjálfar. Hér er Adrienne í sinni verslun. Sylvia gaf út Ulysses eftir James Joyce. Þau standa þarna í dyrum Shakespeare-bókabúð- arinnar. við verðlaunum og viðurkenningum fyrir ævisögu sína. Hún fannst látin af völdum hjartaáfalls í íbúð sinni í París árið 1962. (Byggt á grein í Lovetann nr. 1-95 - sbj)

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.