Vera - 01.06.1995, Side 37

Vera - 01.06.1995, Side 37
- um karlaráöstefnuna í Stokkhólmi 27. og 28. apríl söfnuöust um 500 manns saman á ráöstefnu á Nacka Strand í Stokkhólmi sem bar yfirskriftina: Norrænir karlmenn: ólíkir einstak- lingar - áþekk reynsla. Frá Islandi fóru 35 þátttakendur, þar af voru 4 konur. Konur voru annars nálega þriðjungur ráöstefnugesta. Þetta mun vera fyrsta opna og almenna ráðstefnan af þessu tagi sem haldin hefur veriö 1 Evrópu. Frumkvæðiö er komiö frá ýmsum grasrótarsam- tökum og einstaklingum, einkum og sér í lagi frá sænska rithöfundinum Evu Moberg og Bengt Westerberg, fyrrum jafnréttisráðherra Svía. Það var sföan í tengslum viö Nordisk Forum f Ábo aö norrænu jafnréttisráöherrarnir og Nor- ræna ráðherranefndin ákváöu aö halda ráðstefnuna. Skipuö var 5 manna undirbúningsnefnd þar sem undirritaöur sat fyrir íslands hönd. Markmiöið var að halda jafnréttisráöstefnu um og fyrir karla, sem tæki m.a. á eftirfarandi þáttum: - Hinu jákvæða í karlhlutverkinu - Kynferöi og föðurhlutverki - Ofbeldi karla - Karlafræðum Þeir sem aö ráöstefnunni stóöu voru sammála um aö til þess aö jafnréttisum- ræöan þróaðist frekar væri nauösynlegt aö bæöi kynin kæmu aö henni og litu á jafnréttismálin sem sameiginlega hagsmuni og bæru á þeim sameiginlega ábyrgö. Dagskrá ráðstefnunnar bar þess merki aö hún var hin fyrsta sinnar teg- undar; reynt var aö spanna sem flest svið. í sameiginlegu fyrirlestrunum var m.a. fjallað um þá mynd sem dregin hefur veriö upp af karlmönnum í auglýs- ingum frá 6. áratugnum til dagsins í dag; gjald karlmennskunnar, eins og þaö birtist í tölfræöilegum staöreyndum; og þau efni sem karlar ættu aö leggja mesta áherslu á í nánustu framtíð. Jafnframt var frumsýnd kvikmynd sem leitaöist viö að skilgreina karlmanninn meö stuttum viðtölum viö fjölda fólks frá Norðurlöndunum og Pocket- leikhúsiö sýndi bráðsmellið spunaverk sem geröist á biðsal ungbarnaeftirlits. Auk sameiginlegu fyrirlestranna bauðst þátttakendum aö velja á milli 18 smærri málþinga. Ég nefni heiti á nokkrum mál- þingum af handahófi: Ólétti pabbinn - Árásarhvöt, strfö og karlmennska - Of- beldi karla, ábyrgö karla - Villtir strákar f prúöum skóla - Flugur karla til heim- ilisstarfa - Þegar strákar veröa aö mönnum - Iþróttir og karlmennska - Karlleg umönnun - Einstæöir feöur - Nýir karlar, gamlar fjölskyldur. Þaö veröur fyrst hægt aö meta ráðstefnuna almennilega þegar útdrættir úr öllum erindunum eru aögengilegir á bók, og þess er ekki langt aö bíða, þvf ráöstefnuskýrslan verðurgefin út á skandinavísku f lokjúní og hún veröur auk þess þýdd á ensku og kynnt á kvennaþingi S.Þ. í Pek- ing, sem sameiginlegt framlag Norðurlandanna. Ég get samt leyft mér aö fullyröa að þátttakendur voru almennt ”Það eru vissulega karlar sem trjóna í toppstööunum og hafa peningana og völdin, en karlarnir eru líka uppistaöan 1 tapliöinu í samfélaginu - á geödeild- unum, í fangelsunum, sérkennslunni og ekki síst meöal þeirra sem deyja fyrir aldur fram. Þessi gögn gagnast vonandi til aö sannfæra karlmenn al- kiennt um aö samféiag feöraveldisins þarfnast ýmissa lagfæringa. “ mjög ánægöir og þegar er Ijóst að eitthvert framhald verður af þessu starfi. Mér virtist íslensku þátttakendurnir einkum hafa hrifist af fyrirlestri Görans Wimmerströms um ólétta pabbann, feðrafræðslu og þaö starf sem unnið hef- ur veriö á þvf sviöi í Svfþjóö. Þess vegna er gaman að geta sagt frá því aö Wimmerström er væntanlegur hingað til lands í september n.k. á vegum Karlanefndar Jafnréttisráös. fslensku lyrirlesararnir stóöu sig allir einstaklega vel ogfengu góöa dóma. Ásþór Ragnarsson, sálfræöingur, hélt fyrirlestur yfir öllum hópnum og haföi dregið saman sláandi tölfræði sem vakti sterk viðbrögö. Gögnin frá Ásþóri staðfestu rækilega aö karlmenn eru „kyn öfganna": það eru vissulega karlar sem trjóna í toppstöðunum og hafa peningana og völdin, en karlarnir eru líka uppistaöan í tapliðinu í samfélaginu - á geödeildunum, í fangelsunum, sér- kennslunni og ekki síst meðal þeirra sem deyja fyrir aldur fram. Þessi gögn gagnast vonandi til aö sannfæra karlmenn almennt um aö samfélag feöra- veldisins þarfnast ýmissa lagfæringa. Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskóla- stjóri, lýsti leikskólauppeldi sfnu á Hjalla á fjölmennu málþingi og hlaut mikla og veröskuldaöa athygli og Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, fjallaöi á skemmtilega persónulegan hátt um þaö hvernigdrengirverða að mönnum og hafði mikil áhrif á sinn hóp. Mér fannst sjálfum aö ráðstefnan færi kannski óþarflega hikandi af staö, en hún magnaðist eftir þvf sem á leiö. I upphafi var Ijóst að margir voru aö fara inn á nýtt sviö, „kunnu" hreinlega lítt aö tjá sig um þessi mál á karlleg- um forsendum. Ráöstefnustjórinn oröaði þetta skemmtilega í innganginum: „Viö höfum engin svör, og eiginlega ekki neinar spurningar heldur. Við erum hingaö komin til að móta spurningarnar." Og það tókst aö vissu leyti, en það bíður næstu ráöstefnu aö glfma viö svörin. I lok ráöstefnunnarvarstillt upp sjö atriöum sem menn vildu veita forgang og lögö voru fyrir jafnréttisráöherra Noröurlandanna (Páll Pétursson var þó fjarri góðu gamni) í stuttum pallborösumræöum: 1. Ógiftir foreldrar í sambúð fái sjálfkrafa sameiginlega forsjá barna sinna. Skoða þarf ítarlega stjórn yfirvalda á forsjármálum. 2. Réttur til foreldraorlofs á að vera einstaklingsbundinn, þ.m.t. launarétt- ur. Foreldraorlof þurfa að verða sveigjanlegri en nú er. 3. Bæði kyn skuli gegna herþjónustu, en enginn sæta fangelsisdómi sem víkst undan herskyldu. 4. Karlmönnum þarf að fjölga í störfum á dagvistarstofnunum og í yngstu bekkjum grunnskóla. 5. Rannsaka þarf aðstæður drengja í skólum á Norðurlöndunum. 6. Rannsaka þarf ofbeldi karla og leiða ofbeldishneigða karlmenn til ráð- gjafar og meðferðar. 7. Rannsaka þarf áhættuhegðun karla, t.d. eins og hún birtist í vinnuslysum. Ég lýk þessari stuttu greinargerð meö vísun í orö Monu Sahlin, jafnréttisráð- herra Svía, sem setti ráöstefnuna. Hún sagöi að jafnréttisumræöan snerist um peningana eða lífiö; karlarnir hefðu peningana og völdin en greiddu fyrir þaö meö drjúgum hluta af lífinu; konurnar liföu lengur og tengdust lífinu nán- ar en væri haldiö frá völdum og peningum. Ef þessum þáttum væri deiit á kyn- in I meira jafnræði, myndu allir hagnast á því: karlar jafnt sem konur. Siguröur Svavarsson: Nauösynlegt aö bæöi kynin líti á jafnréttis- málin sem sameiginlega hagsmuni og beri á þeim sameiginlega ábyrgö.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.