Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 39

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 39
I alþjóölegum mannréttindasáttmálum er víða að finna sérreglur um jafnrétti karla og kvenna til viðbótar við almennar jafnræðisreglur og hefur t.d. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verið gerö- ur sérstakur samningur um afnám allrar mismun- unar gagnvart konum. Af háifu fjölmargra sem gerðu athugasemdir við áðurnefnt orðalag jafn- ræðisreglu var lögð áhersla á að hér þyrfti stefnuyfirlýsingu í stjórnarskrá. þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stööu aö ööru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví- vetna. “ Sú breyting aö allirskuli njóta mannréttinda er mikilvæg þar sem hér er aukið á verndina. Þess má jafnframt geta að ákvæðiö þykir ekki koma í veg fyrir það sem kölluð er jákvæð mismunun á málefnalegum grundvelli, eða það að taka konur eða aðra minnihlutahópa að einhverju leyti fram yfir á ákveðnum sviðum í þeim tilgangi að ná jafn- rétti og til að bæta þeim upp fyrra misrétti. Fjölskyldan og börn Hugtakið fjölskylda er hvergi skilgreint í lögum né alþjóðasamningum þannig aö kunnugt sé. Þó er hugtakið víða notað ogjafnvel tekiö svo til orða að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins og aö henni beri sérstök vernd. Flestir eru sammála um að fjölskylda sé að lágmarki tveir einstaklingar sem hafi eitthvert ákveðið lifssamband sín á milli. Gerter ráð fyrir fjölskyldunni T1. og3. mgr. 71. gr. hinnar breyttu stjórnarskrár, sem í endanlegri mynd hljóða svo: 1. mgr. „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu". 3. mgr. „Þrátt fyrirákvæöi 1. mgr. má meö sérstakri laga- heimild takmarka á annan hátt friöhelgi einkalífs, heimilis eöa fjölskyldu ef brýna nauösyn ber til vegna réttinda annarra. “ Friðhelgi einkalífs og heimilis verndar að sjálf- sögðu alla einstaklinga jafnt þá sem eru utan og innan fjölskyldu. Þessu til viöbótar er fjölskyldan hér vernduð sem sérstakur hópur. í greinargerð sem fylgdi hinu upphaflega frumvarpi kemur fram að hér sé átt við fjölskyldutengsl í víötækum skiln- ingi, t.d. samband barns og foreldris sem fer ekki með forsjá þess. Fjölskyldan eigi ekki einungis að njóta vemdar gegn ríkinu heldur sé ríkinu ætlaö að sjá til þess með lögum að allir geti notið fjöl- skyldulífs. Ríkinu beri þannig aö setja lög t.d. um umgengnisrétt þarns við það foreldri sem fer ekki með forsjá barnsins. Þá er ætlasttil þess aö und- ir ákvæðið falli vernd réttar til aö stofna fjöl- skyldu. Þar sem fjölskyldan er ekki skilgreint hugtak er erfitt að afmarka í hverju þessi vernd er fólgin eða hvaða réttindi eru hér nánar tryggð. Þessum réttindum eru svo settar ákveðnar skorður eins og fram kemurí 3. mgr. ákvæðisins. I greinargerðinni með upphaflega frumvarpinu kemur fram að takmörkun beinist hvað helst að tilvikum þar sem afskipti af heimili og fjölskyldu- llfi eru nauðsynleg til að vernda hagsmuni barna. í athugasemdum stjórnarskrárnefndar segir að ákvæðinu sé ætlað aö skapa svigrúm til aö koma I veg fyrir að ofbeldi geti þrifist t.d. inni á heimil- um I skjóli friðhelginnar. Er þetta að sjálfsögðu mjög mikilvægt. Viö þreytingar á stjórnarskránni urðu þó nokkr- ar deilur um vægi svokallaöra efnahagslegra og félagslegra mannréttinda, en segja má að þar sé um að ræða grundvallarréttindi til viðunandi lífs- kjara, t.d. rétt til mennt- unar, vinnu og fram- færslu. Þykir mörgum sem ekki sé tekið nægi- legt tillit til þessara rétt- inda við endanlega gerð frumvarpsins. Fjölskyldu I nútímasamfélagi eru lagðar ýmsar skyldur á herðar, m.a. er henni fyrst og fremst ætlað að sjá um uppeldi barnanna sem eiga að erfa landið. Fjölskyldan getur ekki sinnt hlutverki sínu nema aö henni séu tryggð ákveöin lágmarks- réttindi til afkomu og það er því sérstaklega mikil- vægt fyrir fjölskyldu aö njóta efnahagslegra og fé- lagslegra mannréttinda. Rétt er aö nefna hér ákvæði sem veita ákveðna vernd I þessa átt, 1. og 2. mgr. 76. gr. sem hljóða I endanlegri mynd svo: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggöur ílögum réttur til aöstoöar vegna sjúkleika, örorku, elli, at- vinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggöur í lögum réttur til almennr- ar menntunar og fræöslu viö sitt hæfi. “ Mjög umdeilt var hvort nokkur vernd fólst I orðalagi upphaflega frumvarpsins um sama efni. Ekki er hægt að skilja við Ijölskyldu án þess að minnast sérstaklega á börn, en réttindum barna er sífellt meiri gaumur gefinn alls staöar I heimin- um. Um börn er aö finna eftirfarandi ákvæði sem verður 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og felur I sér mjög víðtæka vernd: „Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og um- önnun sem velferð þeirra krefst. “ \ Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá ár- inu 1989 er lögð áhersla á réttindi barna og þar kemur einnig fram aö veita beri fjölskyldunni nauðsynlega vernd sem grundvallareiningu sam- félagsins og hinu eölilega umhverfi til vaxtar og velfarnaðar allra meölima sinna, sérstaklega barna. I athugasemdum til stjórnarskrárnefndar var bent á að full ástæða væri til þess að sér- stöðu fjölskyldunnar og réttinda barna væri getið I sérákvæöi. Þá væri nauðsynlegt aö leggja meiri áherslu á að börn nytu alls staðar þeirrar verndar sem velferð þeirra krefst, bæöi við ráð- stafanir af hálfu lög- gjafans og annarra. Um þetta var ekkert fjallað af hálfu stjórn- arskrárnefndar. Þá voru gerðar til- lögur um ákvæði sem bönnuðu setningu laga um herskyldu barna og þátttöku þeirra I hernaðarað- geröum en þetta fékk ekki sérstaka umfjöllun. Niöurlag Þær breytingar sem geröar hafa verið eru tví- mælalaust réttarbót og þess er að vænta að sam- þykkt breytinga á mannréttindakafla stjórnar- skrárinnar verði eitt af fyrstu verkefnum þingsins. Eins og fram kemur I nefndaráliti stjðrnarskrár- nefndar Alþingis söfnuöust fyrir ítarleg gögn við meöferð málsins sem talin voru mikilvægt framlag við áframhaldandi umfjöllun um stjórnarskrárbreyt- ingar. Öflug umræða um mannréttindi er svo veg- vísir samfélagsins I átt til friðar og framfara. Stjórnarskrárnefndin lagði áherslu á að í orðunum „stöðu að öðru leyti“ fælist að jafnræð- isreglan næði til allra þjóðfé- lagshópa og ekki þótti ástæða til að lengja upptalninguna í ákvæðinu. Það hlýtur því að mega líta svo á að fatlaðir og samkynhneigðir njóti fullrar verndar ákvæðisins. stjórn rskráin

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.