Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 41

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 41
Á haustdögum kom út bókin „Að eignast barn“ eftir Dr. Miriam Stoppard. Ég varfull eftirvænt- ingar þegar ég fékk bókina fyrst í hendur og leist strax vel á hana, Mér finnst uppsetningin góð, myndir og teikníngar faliegar og upplýsing- ar um efni aðgengilegar. Þar sem ég hef lesið bækur á ensku eftir sama höfund átti ég von á því að efnisinnihald bókarinnar væri gott. En þegar ég fór að lesa kafla og kafla í bókinni, runnu á mig tvær grím- ur. Rakst ég þar á nokkrar leiðbeiningar sem í dag teljast úreltar og standast ekki miðað við þá þekkingu sem við höfum og þá leiðsögn sem við veitum fólki I dag. Þess vegna þótti mér mikilvægt aö fá ensku útgáfu bökarinnar til samanburðar til að ganga úr skugga um að misskilnings hafi ekki gætt í þýðingu bókarinn- ar. Við samanburöinn sá ég að innihald text- ans er það sama, og er því einungís viö höfund- inn að sakast. Þýðandi bókarinnar. Guðsteinn Þengilsson læknir, hefur að mínu mati ekki náð sömu til- ftnningunni í frásögninni og maður greinir í ensku útgáfunni, enda hefur mérfundist mikill munur á að lesa bækur eftir konur og mæður um efni sem tengjast meðgöngu, fæðingu og sængurlegu þar sem eölilega má betur greina reynslu og skilning höfundar á efninu í frásögn- inni. Þess vegna finnst mér óskiljanlegt hvers vegna ekki varfengin kona til að þýða þessa bók. Það sem betur hefði mátt fara við útgáfu þessarar bókar er að fagaðilar, Ijósmæður, hefðu átt að vera með I ráðum við val bókar til útgáfu á fslenskri tungu um þetta efni, þarsem slíkar bækur geta haft mótandi áhrif á þróun við fæöingar hérlendis. Einnig er nauðsynlegt að fleiri en ein Ijósmóðir og fæðingarlæknir próf- arkalesi bókina, en þess er ekki getið í þessari bók að hún hafi verið lesín yfir af fagfólki. Mikilvægt er aö réttar upplýsingar séu gefn- arfólki um aðstæöur og aðferðir hérlendis. Þar sem barnsburður hefur djúpstæð áhrif á þær manneskjur sem ganga í gegnum þá lífs- reynslu að eiga barn, tel ég mjög mikilvægt að vandað sé til þeirrar fræðsiu sem þeim er veitt og þar meö á útgáfu á upplýsingaritum fyrir verðandi foreldra. f framtfðinni vonast ég til að útgefendur íhugi vandlega val á útgáfu bóka sem tengjast svo tilfinningalegri upplifun okkar, sem fæðing barns er, og leiti aðstoðar Ijósmæðra sem hafa mikia reynslu og þekkingu á þessum mál- um, svo koma megi í veg fyrir kostnaðarsama útgáfu á bókum sem erfitt er að mæla með, þar sem efnisinnihald þeirra er orðið úrelt. Bókin er langt því frá ab vera alslæm. Eins og ég kom inn á fyrr er þetta falleg bók sem ínní- heldur mikið af upplýsingum og gefur væntan- lega mörg svör við spurningum fólks um meö- göngu, fæðingu og tímann fyrst þar á eftir. Hrefna Egilsdöttir Ijósmöðir ÖRYGGISSIMI MEÐ ÞRAÐLAUSUM NEYÐARHNAPPI LANGÞRÁÐ LAUSN Á VIÐKVÆMU VANDAMÁLI KVENNA SEM BÚA VIÐ OFBELDI OG EINELTI „...eins og að hafa verndarengil..." „...hjálpaði mér að lifa lífinu á ný..." eru umsagnir kvenna sem hafa öryggissima. Áður óþekkt öryggi og þægindi með öryggissíma fró VARA VÖRUR& ORYGGIS QEHHHHM3Í „Þegar öryggid skiptir öllti “ SKIPHOITI 7 • SÍMI 552 9399 ■ OPIÐ 10-18 MÁNUD. - FÖSTUD.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.