Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 44

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 44
tónli t Þaö er sérstök upplifun aö fara á tónleika hjá Kvennakór Reykjavíkur. Horfa á þær ganga inn á sviöiö, hverja á fætur annarri, lengi, lengi. Þaö er eins og ekkert lát ætli aö veröa á þessum endalausa straumi af konum. Að þessu sinni eru þær í nýjum búningum, sem mynda geysifallega jarölitasinfóníu. Og svo hefja þær upp raust sína. Kvennakór Reykjavíkur bauð til Vorsveiflu í Langholtskirkju í byrjun maí og hafði góða gesti sér til fulltingis, m.a. Signýju Sæmundsdóttur söng- konu og Simon Kuran fiðluleikara, en aðalpíanóleikari kórsins er Svana Víkingsdóttir. Um leið og konurnar hófu sönginn mátti heyra að þær hafa æft vel í vetur enda er starf kórsins með blómlegasta hætti. Kórinn er nú skipaður um 120 konum og innan hans eru smærri hópar sem sérhæfa sig í mismunandi tónlist. Ekki verður litið framhjá hlut stjórnandans, Margrétar Pálmadóttur söngkonu, í þeim árangri sem kórinn hefur náð og frumkvæði hennar í öllu þessu starfi. Kórinn nýt- ur nú þeirrar reynslu sem hún hefur aflað sér sem stjórn- andi ýmissa barnakóra og raddþjálfari kóra á borð viö Pólýfónkórinn og Söngsveitina Fílharmóníu. Auk þess stofnaði hún Kór Flensborgarskóla og stjórnaði honum af miklum krafti, og með frábærum árangri, um tíu ára skeið. Það var létt yfir þessum tónleikum, en þeir hófust á íslenskum lögum úr leikritum. Þessum íslenska hluta tónleikanna lauk svo með hinni gullfallegu Ave Mariu Sigvalda Kaldalóns. Signý söng einsöng meö kórnum og var flutningur þeirra yndislegur. Negrasálmar voru næstir á dagskrá og þá sungu Gospel-systur Möggu Pálma með kórnum ogtriói Aðalheið- ar Þorsteinsdóttur sem var, auk hennar, skipað þeim Ás- geiri Óskarssyni á slagverk og Gunnari Hrafnssyni á kontra- þassa. Þessi ýmist gleði- eða tregaþrungna tónlist bandarisku þrælanna sveiflar manni ósjálfrátt í sætinu, en Sometimes I feel like a Motherless Child gekk mér innst aö hjarta, með einsöng Signýjar og stuðningi kórsins. Eftir hlé tóku við klassísk sönglögfrá mið-Evrópu ogí þeim hluta tónleik- anna gekk Simon Kuran til leiks í Spiel auf deiner Geige das Lied von Leid und Lust sem Signý söng og var flutningur þeirra hrífandi. Vorsveiflu Kvennakórsins lauk með lögum úr ýmsum söngleikjum og það voru ánægðir tónleikagestir sem héldu út í bjarta vornóttina. Kvenna- kór Reykjavíkur hefur sýnt sig og sannaö, fyrst og síðast sem kór náttúr- lega, en einnig sem einn gleðilegasti angi kvennahreyfingarinnar í dag. Á undanförnum árum hafa konur stofnað samtök og starfað saman til að berjast gegn kúgun og ofbeldi, enda ekki vanþörf á. Kvennakór Reykja- víkur er ekki stofnaður vegna kúgunar og þeirrar reiði sem hún leiðir af sér, heldur er hann stofnaöur af einskærri gleði - nefni- lega sönggleðinni, en sú gleði er svo mögnuð að hún getur örugglega flutt fjöll. Og þegar 120 konur koma saman og magna þvílíkan seið — þá öðlast lífið nýjar víddir. Góða ferð Sonja B. Jónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.