Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 46

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 46
síöu dams I mínum augum erí raun aðeins eitt eftir, til að binda endi á jafnrétt- isbaráttuna og það er að ná fram launajafnrétti, sem kann þó að verða dýrkeypt. Sérstaklega þegar fjármálaráðherra segir úrlausn þessa vanda spurningu um viðhorfsbreytingu. Um hvað er maðurinn þá eiginlega aö tala? Ekki þarf neina sérstaka viðhorfsbreytingu hjá flestum sem búa í þessu þjóðfélagi, nær öllum ungum körlum væri afar Ijúft að vera heima hjá sér og taka virkari þátt í uppeldi barna sinna. Ekki þarf viðhorfsbreytingu til að við sinnum heimilisstörfum því að við gerum það hvort sem er. Flestar ungar kónur í dag kunna varla að elda og segja karli sínum að gera það sjálfur því að hann er oftar svangur en þær. í það minnsta þarf ekki viðhorfsbreytingu hjá þeim sem eru aldir upp við það að jafnrétti sé sjálfsagður hlutur. Nær allir karlar myndu líta á það sem baráttumál fyrir sig sjálfa ef konur þeirra (annar vinnandi aöili heimilisins) fengju hærri laun því þá væru þeir sjálfir skemur að heiman og sami aur væri inn unninn. Væri ekki nær aö ráðamenn segðu alla söguna því það sem þeir eiga eflaust við er viðhorfsbreyting umbjóðenda sinna, þ.e. atvinnu- rekenda í landinu, þeirra sem stjórna fjármagninu. Konur eru fjöl- mennar T lægst launuðu framleiðslustörf- um stóru fyrirtækjanna. Þær stéttir sem þær manna nánast að fullu og eru viö þær kenndar eru oftast mjög aftarlega á merinni í því sem kallað hefurverið kjara- samningar eða launaleiðréttingar. Þannig aö þessar viðhorfsbreytingar eru í raun og veru dýrustu framkvæmdir sem þess- ir menn gætu þurft að fara út í. Að greiöa sömu laun fyrir sömu vinnu þegar hærra í launastigann er komið gæti kannski kallast viðhorfsbreyting. Þaö er varla mikið mál enn sem komið er en gæti orðið ansi dýrt eða flókið þegar réttsýna jafnréttiskynslóðin sem bráðum tekur við, er búin skipta stöðunum bróðurlega á milli kynjanna, svo það er best að leið- rétta þetta strax. Ástæðan fyrir þessum greinarskrifum mínum er ekki af feminísk- um toga. Þvert á móti fer kvenréttindabaráttan í taugarnar á mér. En því miður hefur hennar gerst þörf og vonandi verður hún brátt yfirstað- in, því að því er ég best veit eru karlar á mín- um aldri sem aldir eru upp viö raddir þessar á einu máli um réttmæti jafnrar stöðu kynj- anna. Af hverju segi ég þá að hún fari í taug- arnar á mér? Jú, málið er að meðfram þarfari málefnum hafa orðið til alls kyns óþarfir hlut- ir eins og kenningar um villuráfandi karlkyn sem ekki veit í hvorn fót- inn það á að stíga. Karlar hafa alltaf verið til í ýmsum ólíkum mynd- um. Þið bjugguð bara til ný hugtök yfir ákveðna tegund sem varT tísku hjá ykkur í nokkur ár. Þessir mjúku menn voru og verða til, líka þess- ir hörðu, líka þessir flottu og líka þessir fullu. Sama hvaða tegund hentar ykkur best hverju sinni. Bara í guðanna bænum ekki fara að leysa ykkar vanda með því að predika um einhverja nýja tilbúna til- vistarkreppu hjá körlum. Ég bara nenni ekki að hlusta á það en ef þið þurfið eitthvað til að auka á sjálfstraust ykkar þá er kannski betra að vita að flestir okkar eru með ykkur alla leiö! Væri ekki nær að ráðamenn segöu alla söguna því það sem þeir eiga eflaust við er viðhorfsbreyting umbjóðenda sinna, þ.e. atvinnurekenda í landinu, þeirra sem stjórna fjármagninu. Björn Jörundur með Magdalenu dóttur sinni á svölunum heima.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.