Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 9

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 9
Það sem Reykjavíkurlistinn lagöi megin- áherslu á í baráttunni um völdin í borginni var það að bæta stöðu kvenna, barna og fjölskyldna og hafa málefni þeirra sjaldan eða aldrei fengið annað eins mikilvægi. Nú er liðið nokkuð á annað ár frá því að Reykjavíkurlistinn komst til valda í Reykja- víkurborg og því forvitnilegt að grennslast fyrir um það hverju talsmenn hans telja sig hafa komið til leiðar, eða vera að vinna að, konum til hagsbóta. Og því spyr VERA nú: Hvernig birtist femínisminn í störfum borg- arstjórnar Reykjavíkur? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri: vilium rétta hlutKvenna „Þegar svona er spurt þarf náttúrlega fyrst aö skilgreina hugtakiö femfnisma. Ef litiö er á femínisma sem heildstætt hugmyndakerfi sem þurfi aö komast f framkvæmd þá er nátt- úrlega ekki veriö aö vinna aö því í borgarstjórn Reykjavfkur á sama hátt ogt.d. þeim tilraunum sem gerðar hafa veriö f ýmsum löndum til aö koma á sósíal- isma. Það væri enda dæmt til aö mistakast. Ég Ift á fem- ínismann sem hugarfar og sýn til samfélagsins og meö þá skilgreiningu aö leiðarljósi er unnt aö sjá aö femínisminn er vfða aö verki f borgarstjórn og aö ýmislegt af því sem við erum aö reyna aö gera mótast af femínískum hugmyndum. Félagsmálastofnun Reykjavfkur hefur t.d. veriö aö breyta fjárhagsaðstoö sinni meö það aö markmiði að rétta hlut kvenna og þá ekki sfst einstæðra mæðra sem leita til stofnunarinnar. Þeim er nú reiknaður ákveðinn Iffeyrir sem barnabætur og barnalífeyrir er ekki dreginn frá. Nú er litiö svo á aö þessar bætur séu ætlaöar til þess aö sjá fyrir r ykjavík, ó reykjavík...

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.