Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 11

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 11
o n u v v o borg núna standi sig. Þaö er einmitt þaö sem við ætl- um aö gera — en viö gerum ekkert ein. Tregðulög- málið er geysilega lífseigt og breytingar kosta pen- inga. Þaö kostar mikla peninga aö rétta hlut kvenna og menn veröa aö horfast í augu viö þaö. Einnig er mikið hægt aö gera meö því aö breyta viðhorfum og þaö er ekki minna virði." Steinunn V. Oskarsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs: viljum útrýma kynja- misréttinu i íþrótta- félögunum „Ég stend I þeirri meiningu að R-listinn sé aö vinna mjög markvisst aö málefnum kvenna, bæði í mínum málaflokki, sem er jafnframt sá sem ég þekki best, og öörum. Það er alltaf hætta á því að maður verði samdauna kerfinu þegar maður er á kafi I hinum dag- lega rekstri en ég reyni að stökkva út fyrir og skoöa stöðuna utanfrá. íþróttafélögin í borginni hafa einkum verið gagnrýnd fyrir að leggja of mikla áherslu á strákana og I framhaldi af því hefur íþrótta- og tómstundaráð veriö gagnrýnt fyrir að fylgjast ekki nægilega vel meö því hvernig íþróttafélögin verja þeim fjármunum sem þau fá frá borginni. Ég hef nú fengið konur frá ÍSÍ og íþróttabandalagi Reykjavíkur til aö kanna stööu kynj- anna I íþróttafélögunum og skoða þá m.a. hvernig þau úthluta tímunum á sínum íþróttasvæðum og hvernig þau verja þeim peningum sem þau hafa til ráöstöfunar meö tilliti til kynjaskiptingar. Viö viljum ekki einungis fá aö vita hvort stelpurnar fái aö æfa heldur einnig hvenær, því það skiptir að sjálfsögöu miklu máli á hvaða dögum og hvaöa tíma dagsins æf- ingarnar eru. Þaö er sem sagt veriö aö rannsaka þetta núna og viö fáum niðurstöðuna með haustinu. Ég þyk- ist svo sem vita hver niðurstaðan verður en þaö er nauðsynlegt aö fá stööuna svart á hvítu. Við höfum fengið mjög góö viðbrögð frá fólki vegna könnunarinnar, t.d. hafa feður hringt hingaö og sagt okkur aö þeir hafi ekki áttað sig á þeirri mismun- un sem viögengst hjá íþróttafélögunum fyrr en dætur þeirra fóru aö stunda íþróttir. Þaö er mikið maus fyr- ir íþróttafélögin aö halda úti flokkum fyrir börn og við vitum að sum þeirra hafa ekki nennt aö standa í því fyrir stelpurnar. Skýringarnar liggja m.a. í því að þeg- ar upp í meistaraflokk er komið græða félögin minna á stelpunum en strákunum vegna þess aö þaö koma miklu færri til að sjá konurnar keppa. Þetta er þó að- eins að breytast, t.d. T knattspyrnunni, þar sem kvennalandsliöiö hefur staöið sig mjög vel. Það spil- ar góöan bolta og árangur þeirra getur skilaö sér niö- ur I yngri flokkana. Viö höfúm velt því mikiö fyrir okkur hvað hægt sé aö gera til að hvetja íþróttafélögin tii dáða. Ein hugmyndin er sú aö borgin myndi hreinlega umbuna þeim félögum sem standa sig vel, hugsanlega með hærri styrk eða einhvers konar jafnréttisviðurkenningu, þannig að þau sjái sér hag I því að gera eitthvað fyrir stelpumar. Mér er það mikið hjartans mál að leiðrétta þaö mis- rétti sem stelpumar búa við og nú bíðum við bara eftir niðurstöðum könnunarinnar til að geta hafist handa.“ Guðrún Ogmundsdóttir formaður Félagsmálaráðs: „Það er ekki hægt að segja að femínismans gæti beinlínis í sjálfu stjómkerfi borgarinnar en staöa kvenna er þó að breytast — hægt en örugg- lega. Við leggjum áherslu á að ráða konur I stjórnunarstööur sem þær hafa ekki átt greiöa leiö I áður og reynum einnig aö gæta þess aö jafnræöi kynjanna riki f nefndum og ráöum borgarinnar. I félagsmálaráði eru nú fjórar konur og einn karl. Félagslegu málin fara ágætlega I höndum kvenna enda var kynjaskiptingin sú sama á síðasta kjörtíma- bili. Það skýrist kannski af því að körlum hafi ekki þótt þessi málaflokkur áhugaverður en hvað sem því líöur þá fer vel á þvl að konur séu I meirihluta I Félagsmálaráði, þær þekkja mál- efni fjölskyldunnar mjög vel og eru I mikilli ná- lægö við börnin. Sérþekking okkar kvenna nýt- ist þvi mjög vel I starfi félagsmálaráðs. Starfsfólk Félagsmálastofnunar Reykjavlkur er aö miklum meirihluta konur og þvi finnst okkur óeðlilegt að alltaf séu ráönir karlar I toppstöðumar þar. Við erum að reyna að breyta þessu enda eiga konumar aö sjálfsögöu aö fá að njóta þess aö vera svo fjölmennar sem raun ber vitni með því að fá konur I stjómunar- stööumar. Meðal þess sem við höfum verið aö gera og telj- um aö sé konum sérstaklega til hagsbóta er breyting á fjárhagsaðstoö Félagsmálastofnunar. Sú breyting kemur einstæöum mæörum sérlega vel, þar sem hún gerir ráö fyrir því að ekki sé nóg aö þær fái bæt- urfyrir börnin heldur þurfi þær einnig llf- eyri fýrir sjálfar sig. Með þessari breytingu vonumst viö til þess aö þær hafi nú betri skilyröi til jtess aö sjá sér og sinum börnum farboröa en áöur var. Þaö sem er ef til vill athygliveröast af þvl sem viö erum að vinna aö um þessar mundir erfjölskylduráð- gjöf sem viö vonumst til að geti tekið til starfa með haustinu, en hún er samvinnuverkefni Reykjavíkur- borgar og Mosfellsbæjar. Fjölskylduráðgjöfin verður rekin sem göngudeild, án tilvísana, fýrir foreldra og börn frá fæðingu til 18 ára aldurs og er þessi starf- semi algjör nýjung á Islandi. Þama verður ráðgjöf, meöferð og stuöningur viö foreldra og tekist á viö ýmis vandamál sem geta komið upp I fjölskyldum eins og vandamál með bömin og unglingavandamál- in. Einnig verður lögö áhersla á fýrirbyggjandi úrræði fyrir fjölskyldurnar I borginni. Eins og þeir vita sem þekkja til þessara mála er alltaf verið að greina vand- ann og minna gert af þvl að finna lausnir en þarna veröur unnið að því aö takast á viö og leysa vanda fjölskyldunnar með sérfræðingum eins og sálfræð- ingum, félagsráðgjöfum og ráðgefandi barnageð- lækni en einnig verður leitað til annarra sérfræðinga eftir þörfum og eöli mála." Arni Þór Sigurðsson formaður Dagvistar barna: meirihluti . kvenna.L 'ar$fjorn. r arangri SKI „Við höföum það á okkar stefnuskrá að vinna að bættri stööu kvenna og mér finnst við vera að vinna I þeim anda, m.a. með þeirri áherslu sem við höfum lagt á málefni leikskólans. Við erum nú aö fjölga leikskólarýmum mjög verulega og stefnum að því aö I lok kjörtíma- bilsins eigi öll böm frá eins árs aldri kost á leik- skólavist. Þetta ætti a.m.k. að auövelda konum að taka þátt I atvinnulífinu til jafns við karla. Annaö sem er kannski meira almenns eðlis er launapólitíkin en hún skiptir mjög miklu máli. Ég vil benda á kjara- samningana sem borgin stóð aö I vor en þá fékk al- mennt skrifstofufólk hjá borginni, Sóknarfólk og leik- skólakennarar leiðréttingu sem var nokkuð umfram þaö sem almennt var I samningum, en þaö voru bein fyrirmæli frá borgarstjóra að láta kjör þessara hópa hafa forgang svo framarlega sem það rúmaðist innan flárlagarammans. Og ég veit ekki betur en þessir hóp- ar hafi veriö nokkuð sáttir viö sinn hlut. r ykiavík, ó reykjavík..

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.