Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 14

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 14
þvott laugarnar Þvottar hafa löngum veriö á verksviði kvenna og voru mikil erfiöis- vinna áöur en þvottavélarnar komu til sögunnar. VERA fékk Margréti Guðmundsdóttur sagnfræöing til að gefa lesend- um örlitla innsýn í sögu Þvottalauganna í Laugardal sem er svo sam- ofin sögu reykvískra kvenna. Og um leið hvetjum viö alla, konur og kalla, til aö fara inn í Laugardal og skoöa umhverfið og sýninguna sem var sett þar upp í sumar. (íeílsulind Reykyíkinga Þvottalaugamar í Laugardalnum eru einn merkasti sögustaður Reykvíkinga. Laugarnar voru lengi einn fjölmennasti vinnustaöur kvenna í Reykjavík. Þar liggja einnig rætur Hitaveitu Reykjavíkur sem útrýmdi svörtum kolareyknum úr bænum og létti gríðarlegri vinnu af herðum kvenna. Hitaveitan sparaði Reykvíkingum auk þess mikil útlát vegna kyndingar sem fátækir bæjarbúar höfðu áður neyðst til að skera við nögl. Heita vatnið í Þvottalaugunum varð ein mikilvægasta heilsu- lind bæjarbúa löngu fyrir daga hitaveitunnar. Reykjavlk var sannkallaö pestarbæli í lok 19. aldar og á fyrstu áratugum líðandi aldar. Sóðaskapurog nábýli ruddi smitsjúkdómum braut í bænum. Sýklalyf sem unnu á land- lægum smitsjúkdómum komu ekki til sög- unnar fýrr en á fjórða áratugnum og enn síð- ar lyf sem unnu á berklum. Þrifnaöur var eitt öflugasta vopnið gegn sóttnæmum sjúk- dómum fyrir daga lyfjanna. í Þvottalaugun- um gátu Reykvíkingar soðið og sótthreinsað óværur úr fatnaði. Náttúrulegi suðupottur- inn í Laugunum hafði mikla þýðingu fyrir bæjarbúa. Heilsa Reykvíkinga hvíldi ekki síð- ur í höndum þvottakvenna en lækna. í lok 19. aldar mátti iðulega sjá heila lest af kengbognum konum rogast með lauga- þokaklyfur á götum Reykjavíkur. Þvottakona flutti gríðarlegan farangur inn í Laugar, bala, fötu, klapp, þvottabretti, sáþu, sóda, kaffi- könnu, bolla, matarpakka og auðvitað þvott- inn. Úr miðbæ Reykjavíkur og inn að Þvotta- laugum eru rúmir þrir kílómetrar. Sú leið var ekki hættulaus og gat orðið æði torsótt í svartamyrkri. Þvottakonur urðu að fara yfir Fúlutjarnarlæk sem breyttist í stórfljót í vot- viðri og yfir blauta og keldótta mýri. Hestar voru stöðutákn sem góðborgarar státuðu sig af. Gæöingarnir voru ekki látnir erfiða til jafns við vinnukonur. Þær voru notaðar sem áburðarklárar bæði við uppskipun og í laugaferðum. Reykvískar alþýðukonur báru iöulega mun meira en hestar bæjarbúa. Árið 1890 hófust áætlunarferöir hestvagna með þvott í Laugarnar. Þegar hestaflið leysti bök kvenna af hólmi voru það karlmenn sem héldu um tauma hest- vagnsins. Þeir höfðu hins vegar allt að helm- ingi hærri laun fyrir vinnu sína en konur fýr- ir strit þvott- anna. Líkamlegur munur karla og kvenna var furðulengi notaður sem réttlæting fyrir launamun kynjanna. Konur hefðu ekki vöðvaafl á við karlmenn og gætu ekki erfið- að til jafns við þá. Líkamsburðir karla og kvenna skýra hvorki verkaskiptingu né launamisrétti kynjanna. Sú goðsögn lifði hins vegar góðu lífi langt fram á 20. öld. Hún mótaði meöal annars umræður innan verka- lýðshreyfingarinnar. Alþýðusamband ís- lands ályktaði ekki um launamisrétti kynj- anna fýrr en á þingi sambandsins árið 1930. Þar var samþykkt að „vinna að því“ að konur og unglingar sem ynnu „sömu erf- iðisverk og karlmenn" yröi greitt „karl- mannskauþ". Laugaferöirtóku að jafnaði tíu og allt upp T 36 tíma. Strit þvottanna hvíldi aldrei á bök- um karlmanna, heldur á herðum mæðra þeirra, systra, eiginkvenna og dætra. Sum- arið 1976 var síðasta þvottahúsinu í Laug- ardalnum lokað. Þá fengu kraftlyftingar- menn afnot af húsinu. Hundrað árum fýrr höfðu formæður þeirra borið þungar byrðar fram og til baka úr Þvottalaugunum. Þær hlutu hvorki gullpeninga fyrir afrek sín né virðingu samferöarmanna. Vinna þvotta- kvenna stuðlaði engu að síður að betri heilsu Reykvíkinga en sjálfar gengu þær nærri þreki sínu og heilsu við erfiðisvinnu þvottanna. Þessum afreksmönnum hefur nú verið sýndur verðugur sómi með endurgerð Þvottalauganna T Laugardalnum. Greinarhöfundur, Margrét Guö- mundsdóttir sagnfræöingur, setti upp sýningu á sögu Þvottalauganna. Hún er hér ásamt þvottakonu daginn sem sýningin var opnuð.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.