Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 16

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 16
kv nnafræðin ^ÍKSnraícarwnab menningar á Máttugum meyjum eftir Helgu Kress Helga Kress Máttugar meyjar íslensk fornbókmenntasaga Háskólaútgáfan 1993 r ' ■? Munnleg hefð og ritmenning Haustið 1993 sendi Helga Kress frá sér bókina Máttugar meyjar sem er að hluta byggð á kaflanum „Völvan" í fyrsta bindi Nordisk Kvindelitteraturhistorie. í bókinni fjallar Helga um munnlega skáldskaparhefð íslenskra fornbókmennta. Þær spanna breytingar frá heiðni til kristni, frá munnlegri hefð skáldskapartil ritmenningar. í fornbók- menntunum má sjá þróun frá tiltölulega sterkri kvennamenningu til nær allsráöandi karlamenningar. Helga sýnir hvernig konur tileinka sér skáldskaparmál og rikjandi karlahefð til aö heyrast því hin rikjandi hefð hefurtungumálið á valdi sínu og stjórnar því hvernig hugsanir og hugmyndir fá tjáningar- form í orðum. Helga telur því að bókmennt- ir kvenna séu „ekki annaðhvort innan eða utan karlahefðarinnar þær eru innan tveggja hefða samtímis. Þær eru tvíradda, innihalda bæði ríkjandi - þ.e. leyfilega - sögu og þagg- aða sögu, þ.e. þá sem ekki heyrist en er undir yfirborði textans“(15). Helga telur táknmynd þessarar tvíröddunar sjást í upp- skafningu (palimpsest), en orðið er notað um skinn eða pergament þar sem upphaf- leg skrift hefur veriö skafin burt og önnur rit- uö f staðinn. Helga segir þetta vísa I bók- staflegri merkingu til þess þegar ein menning verður annarri yfirsterkari og þagg- ar hana niður með því að skafa út skrift hennar. Helga nefnir fjölmörg dæmi um upp- skafningu máli sínu til stuðnings. Sem dæmi má nefna endursögn Völsunga sögu á Guðrúnarkviðu fornu. Þar verður breyting á sjónarhorni þar sem kvenrödd kvæöisins er þögguð niður. Upphaf kvæðis og sögu er það sama. Guðrún minnist Sigurðar og harmar dauða hans. Kvæðið er eintal Guð- rúnar og endurminning, það lýsir hugar- ástandi hennar og innra lífi. í sögunni er tregrof Guðrúnar hins vegar endursagt eins og þaö komi I beinu framhaldi af dauða Sig- urðar, en ekki mörgum árum síðar. í sög- unni segir Guðrún frá lífi sínu áður en hún flýr samfélagið. Helga bendir réttilega á að „eftir það heldur sagan áfram sem línurétt og raunsæ þriðju persónu frásögn. Kven- rödd kvæðisins er því horfin ásamt endur- minnunum og fantasíunni sem henni fýlgdi" (83). Hér hefur munnleg hefð kvennamenn- ingar verið látin víkja fýrir ritmenningu karla. Kvenröddin er þögguð. í þessu Ijósi er athyglivert að hér á landi hefur nær alger þögn ríkt um bók Helgu Kress. Fáir ritdómar hafa verið skrifaöir um bókina og sá ítarlegasti og vandaöasti kemst ekki á prent fyrr en í vorhefti Skírnis, Þessi mynd er sótt í bók Helgu og þar seg- ir svo: „Skalla-Grímur eltir og drepur Þor- gerði brák, fóstru Egils. „Hún var mikil fyr- ir sér, sterk sem karlar og fjölkunnug mjög“. Fjölkunnugar konur ógna samfélag- inu og eru því róttdræpar. Eru þær ýmist grýttar eöa þeim drekkt. Hér eru báðar að- feröirnar notaðar." einu og hálfu ári eftir útkomu bókarinnar. Tímaritið Vera Ijallar ekki einu sinni um bók- ina fýrr en nú. En af hverju hefur svo lítið ver- ið skrifað um íslenska fornbókmenntasögu Helgu Kress? Er Helga ef til með bók sinni að vega að sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar og kollvarpa þeim háleitu kenningum sem íslenskir karlbókmenntafræðingar hafa sett fram um íslenskar fornbókmenntir? Ræðst Helga í bók sinni of harkalega að karl- mennsku ímyndinni? Sjálfsmyndin sótt til bókmennta og tungumáls í grein sinni „Mikið skáld og hámenntaður maður. íslenski skólinn I íslenskri bók- menntafræði" sem birtistí ársriti Torfhildar, félags bókmenntafræðinema 1994, fjallar Helga Kress um nútímabókmenntafræði og hversu erfitt hún hefur átt uppdráttar hér á landi, þar sem hún á í höggi við fordóma og fáfræði. í þessu samhengi vitnar Helga í Pál Skúlason, heimspeking, sem segir að ís- lendingar eigi sér litla heimspekihefð. Hann telur megin skýringuna liggja í íslenskri frá- sagnarhefð sem sé andstæð fræðilegri hugsun. Páll telur að það sé engin tilviljun hversu lítinn skilning við höfum á eigin menningarhefð og hversu lítið við höfum frh. bls. 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.