Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 25

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 25
Flestir flytja einhvemtímann á lífsleiðinni úr foreldrahúsum og þykir þaö ekkert tiltökumál, fölk finnur íbúð ýmist á leigumarkaöi eða kaupir. Fyrir Ásdísi Jennu Ástráösdóttur 25 ára og Margréti Eddu Stefánsdóttur 19 ára var þetta ekki svona einfalt. Þær eru báðar fjölfatlaöar, mikið spastískar og eiga erfrtt með mál - en létu það ekki aftra sér og fluttu síöastliöið haust sín í hvora ibúðina í Tjarnarmýri á Seltjamamesi. Sjálfstæðið borgar" Þegar ég heimsótti Margréti Eddu lagi pönnukökuilminn um alla íbúö enda var aö- stoðarstúlkan hennar að baka handa okkur. Þaö fyrsta sem ég tók eftir er ég kom inn var að hluti af stofunni er málaður í sterkum grænum lit en á móti harmónerar svo mild- ur rauðgulur veggur með einhverskonar hofmunstri. Magga tjáði mér að bróðir henn- ar ætti heiðurinn af þessu en hann er mál- ari, litina hefðu þau hinsvegar valið í sam- einingu. Það komst aldrei í tal hvort við þyrftum á hjálparmanneskju að halda til að túlka, því við vorum farnar að spjalla um heima og geima áður en við vissum af enda gengur henni ótrúlega vel að tjá sig. „Fólki gengur nú misjafnlega vel að skilja mig - fer eftir því hvað það leggur mikið á sig,“ segir hún þegar ég nefni þetta viö hana. „Mig hefur alltaf langað til að búa ein en taldi að það yrði aldrei mögulegt. í fyrstu hafði ég sambýli í huga en mamma vildi það ekki og seinna er vinkona mín fluttist á sam- býli sá ég ókostina við það og þvertók fyrir að búa í svoleiðis íbúðareiningu. Mér finnst sambýli vera eins og fangelsi t.d. fær vin- kona mín ekki að gera hluti sem hún gæti gert því starfsfólkið samþykkir það ekki og finnst henni hún því vera innilokuð. í febrúar I fyrra fór ég að hugsa um íbúðarmál en það var svo ekki fyrr en síðasta haust sem allt fór á fullt. Það var búið að úthluta íbúðinni til stráks, sem gat svo ekki tekiö hana - ég at- hugaði því meö hana og í byrjun september fékk ég jákvætt svar og var flutt inn í lok mánaðarins. Það spilaði margt inn í þessa ákvarðanatöku ekki bara það að fara að búa ein, heldur eru foreldrar mínir orðnir fullorðn- ir og pabbi veiktist alvarlega í ágúst á síð- asta ári. Þau geta því á engan hátt veitt mér þá aðstoð sem ég þarf og ég vil ekki vera þeim byröi." fi Á.sHú.Sál-Y’ ðeipTUTW <sS fitt að komast leiðar sinnar i spyr Möggu hvort henni finnist erfitt að búa ein og hvemig hún flármagni heimilishaldið - hún svarar því til að þrátt fyrir ýmsa vankanta þá borgi sjálfstæðið sig - það að geta verið sjálfstæður einstaklingur er ótrúlegt. „Ég var búin að leggja fyrir í ferðasjóð sem ég svo notaði til að kaupa mér ýmsan húsbúnað. Ég fæ sömu bætur og Ásdís eða um sextíu þúsund krónur á mánuði - að vísu er ég búin að borga upp mitt bílakaupalán svo að ég fæ þann pening í hendurnar. Ég spái meira í peninga núna en áður. Ég veit aö ég get ekki eytt og eytt enda úr litlu að spila - hef ekki keypt mér föt síöan að ég flutti inn,“ - segir hún og skellihlær! „Á sín- um tíma keypti ég meö foreldrum mínum Ecconline bifreið með lyftu, en ég hef ekki efni á að reka bílinn svo að foreldrar mínir sjá um allan rekstrarkostnað. Ég nota einnig Ferðaþjónustu fatlaðra en þar þarf að greiða tuttugu og fimm krónur fyrir hverja ferð, ég er alls ekki ánægð með ferðaþjónustuna - það eru alltof fáir bílstjórar, sem hreinlega anna ekki þeim fjölda fatlaðra sem þurfa á þjónustunni aö halda. Ekki er hægt að fara í Garðabæ og Hafnarfjörð nema eftir klukk- an sjö á kvöldin þegar minna er að gera og frh. bls. 27 Margrét Edda Stefánsdóttlr

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.