Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 28

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 28
m£ðlagsraunir Anna á tvær dætur frá fyrra hjónabandi og Pétur einn son. Saman eiga þau tveggja ára dóttur. í síðasta tölublaöi Veru var þessi skemmtilega fjölskylda í mlklum orlofsraun- um, eins og lesendur væntanlega muna. Ef þið munið ekki söguna skuluð þið bara teygja ykkur eftir blaðinu. Ég geymi Veru- blöðin mín í neðstu hillunni í þessu líka fína Hansahillusetti sem ég keypti af ónefndum brottfluttum tannlækni í vetur fyrir gott verð. Ekki er víst að allir séu svona skipulagðir eða búi jafn vel af bókahillum. Sumir gætu komist að raun um að allt er á rúi og stúi í þeim hillum sem þó eru til, ef ekki allri íbúð- inni, og vilja hætta við allt saman og hvorki rifja upp söguna af Önnu og Pétri né lesa þessa. En látið ekki hugfallast. Þetta er I raun sjálfstæð framhaldssaga og fjallar I þetta sinn ekki um orlofsraunir heldur meö- lagsraunír. Þær raunir eru svo aftur raunir skattgreiðenda og koma Önnu og Pétri kannski lítið við. Aö „gera hitt“ á kostnaö ríkisins í hverjum mánuði eru lagðar inn á banka- reikning Önnu kr. 20.600 frá Tryggingastofn- un ríkisins. Þetta eru meðlög með dætrum Önnu frá fyrra hjónabandi enda báðar undir 16 ára aldri. Tryggingastofnun greiðir út þetta fé og hefur gert frá því að Anna fór I fússi frá fyrrum eiginmanni, enda var sá þæði geðstirður og drykkfelldur. Stundum heyrist það af þeim manni að hann sé með allt niðrumsig, skuldi bæði skatta og með- lög, en slíkt kemur Önnu lítið við. Trygginga- stofnun sér um að greiða henni meðlögin og á síðan endurkröfurétt á hendur fyrrum eig- inmanni. Lög voru sett árið 1935 um að mæður fengju óendurkræft meðalmeðlag frá sinni heimasveit, sem síðan ætti kröfu á hendurföður. Fyrir þann tíma varð hver kona í aðstöðu Önnu að sjá um innheimtu sjálf með hjálp yfirvalda ef nauðsyn krafði, og þau yfirvöld voru misliðleg og misvel í stakk búin. Ég vil geta þess í framhjáhlaupi að það voru að sjálfsögðu kvenfélög landsins sem börðu málið í gegn. Barnsfaðir Önnu hefur víða komið við eftir að hún sparkaði honum og á nú ein fjögur börn með þremur konum. Þegar hann eignaðist þriðja barnið sagði hann kokhraustur að nú gerði hann „hitt“ á kostnað ríkisins. Líklega var hann að vitna í þjóðsöguna um að menn borgi aðeins með- lag með þremur börnum I einu. En víkjum aftur að Önnu sem hefur eign- ast nýjan mann, Pétur. Sá er hverrar konu hugljúfi. Með eindæmum geðprúður og hreint ekki vínhneigður, stundar sína vinnu og greiðir sína skatta. í hverjum mánuði kemur hann heim með launaumslagið sitt og færir Önnu. Og þótt Anna viti þetur, enda skólagengin og sæmilega skynsöm að auki, getur hún ekki að því gert að henni gremst hvað hann þarf að greiða hátt meðlag. Mán- aðarlega er dregið af launum hans kr. 10.300. Það gerir hvorki meira né minna en 123.600 á hverju ári. Fyrir það fé mætti fara árlega í Evrópuferðina umtöluðu í síðasta tölublaði Veru. Þessa sögu kannast margir við. Það er gott að fá peningana, en skítt að þurfa að láta þá af hendi. Undanfarnar vikur, og raun- ar ávallt öðru hvoru frá því um áramótin 1992/1993 hafa birst fréttir af því hvað hækkun meðlagsins þá úr kr. 7.551 krónu á mánuði í 10.300 kr. hafi haft miklar raun- ir í för með sér. Skuldir hrannast upp hjá Inn- heimtustofnun sveitarfélaga og augljóst er af tölum frá þeirri stofnun, að hækkun meö- lagsins eykur skuldir meðlagsgreiðenda. Sem er ekki óeðlilegt I sjálfu sér. Sami fjöldi manna getur átt alla skuldina, en auðvitað hækkar hún þegar meðlagið hækkar. Um síðustu mánaðamót var stofnuninni í fyrsta sinn heimilt að biðja um að barnabætur, barnabótaauki og ofgreiðsla staðgreiðslu- skatta yrðu látin renna uþp T meðlagsskuld- ir. Margir sem reiknað höfðu með ærnu fé þau mánaðamótin hrukku upp við vondan draum. Anna getur núna hrósað happi yfir skilvísi og siðferðisþreki Péturs, því ekkert er klipið af svo staðföstum manni. Fyrrum eiginmaður Önnu, þessi með allt niðrumsig, fær kannski skell, en það eru raunir hans og núverandi eiginkonu. Og skattgreiðenda. Skattgreiðendur borga brúsann Óskilvísi meðlagsgreiðenda bitnar fyrst og síðast á skattgreiðendum. Tryggingastofnun ríkisins greiðir út meðlag, en Innheimtu- stofnun sveitarfélaga á stundum í miklum erfiðleikum með að ná til greiðenda. Þeir sem aldrei greiða, og þeir eru allnokkrir, eru því í raun að varpa sjálfsagðri framfærslu- skyldu sinni yfir á skattgreiðendur. Sumir hugsa jafnvel með sér til þess að réttlæta allt saman: Ríkið borgar hvort sem er, svo börnin mín þurfa ekki að svelta. En Ríkið - það erum við hin. Meirihluti meðlagsgreiðenda stendur ávallt í þokkalegum skilum við Innheimtu- stofnun sveitarfélaga. í samtali Veru við Árna Guðjónsson, yfirmann hjá stofnuninni kom fram að gróflega mætti slá því fram, aö um helmingur meðlagsgreiðenda stæði í góðum skilum og rúmlega helmingur í þokkalegum skilum. Margt getur valdiö því að skilvís greiðandi lendir í ttmabundnum

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.