Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 35

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 35
JHVAö CEBIST I FEKINIC? ur og karlar. Tíu ríki sem samþykkja þetta án fyrirvara í sáttmálanum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi gera hins vegar fyrirvara viö 15. gr sáttmálans um afnám allrar mismun- unar gagnvart konum en þar segir „Aöildarríki skulu veita konum jafnrétti á viö karla aö lög- um". Annaö dæmi um þennan tvfskinnung er aö átján ríki sem eru aðilar að báðum sáttmál- um eru með gildandi fyrirvara við 18. gr. sátt- málans um afnám allrar mismununargagnvart konum sem kveður á um afnám mismununar í hjónabandi og innan fjölskyldu. Þessi grein er samhljóma 23. gr. 4. mgr. í sáttmálanum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem þessi sömu riki hafa samþykkt án fyrirvara. Viö túlkun á alþjóðlegum mannréttindasátt- málum hefur megin áhersla veriö lögö á sam- skipti einstaklinga og ríkisvalds. Almennt hefur því verið litið svo á aö sáttmálarnir séu tæki til að vernda fólk gegn því aö hægt sé að taka það af lífi án dóms og laga eða að það geti „horfið" sþorlaust án þess aö til þess sþyrjist meir. Þetta er eflaust ein helsta ástæða þess aö ekki hefur skapast hefð fyrir því að konur nýti sér möguleikann sem valfrjáls bókun við sáttmálann um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi veitir til þess aö kæra rikisstjórnir fyrir brot á mannréttindum sem eru sértæk fyrir konur og eiga sér stað inni á heimilum. Önnur ástæða fyrir því að konur eiga erfitt með að sækja rétt sinn er aö sáttmálinn um afnám allr- ar mismununar gagnvart konum varð að „KVENNASÁTTMÁLANUM", en honum fylgir ekki valfrjáls bókun sem gerir konum kleift að kæra brot á réttindum þeim sem sett eru fram í sáttmálanum. IE1MILISOFBELLI ER BROT Á HANNRÉTTINL UN Heimilisofbeldi er dæmi um kerfisbundin brot á mannréttindum kvenna og standa í vegi fyrir því að konur njóti annarra grundvallarmannrétt- inda. Samt sem áður er hvergi minnst á heim- ilisofbeldi í sáttmálanum um afnám allrar mis- mununar gagnvart konum. Samkvæmt tölulegum upplýsingum sem liggja fyrir hjá Sameinuöu þjóðunum er hlutfall kvenna sem veröa fyrir heimilisofbeldi á bilinu 40-80%. Eins og áður hefur komið fram er heimilis- ofbeldi talið falla utan lögsögu alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Það á sér stað inni á heimilinu þar sem gerandinn og þolandinn eru tveir einstaklingar, og koma því ekki inn á sam- skipti einstaklings og rikisvalds. Ef innihald sáttmálans er hins vegar skoöað kemur í Ijós að heimilisofbeldi fellur síöur en svo utan lög- sögu alþjóölegra mannréttindasáttmála. Þannig segir í 5. gr. sáttmálans um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi: „Ekkert í samningi þessum má túlka þannig að það feli í sér að ríki, hópur eða einstaklingur hafi rétt til þess að takast á hendur neinar athafnir né aðhafast neitt sem miðar að eyðileggingu neins þess réttar eða frelsis sem hér eru viðurkennd eða takmörkun á þeim að frekara marki en gert er ráð fyrir í þessum samningi". Og í 9. gr. sama sáttmála: „Allir menn eiga rétt til frelsis og mannhelgis". Aðildarriki tekur sér þá skyldu á hendur viö samþykkt sáttmálans að tryggja öll- um borgurum þau réttindi sem sett eru fram í sáttmálanum. SLUÖNINLJR í ORðl Mannréttindaráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Vínarborg árið 1993 markaði tímamót í starfi þeirra sem vinna að mannrétt- indum kvenna. í lokaályktun ráðstefnunnar segir að öll mannréttindi séu hluti af órjúfan- legri heild og þvt séu mannréttindi kvenna og stúlkubarna hluti af altækum mannréttindum. Ályktun ráðstefnunnar er samt sem áður ekki bindandi að þjóðarrétti og hefur engu breytt um það hvernig sum aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna mismuna konum og körlum með afstöðu sinni til alþjóðlegra mannréttindasáttmála. í kjölfar samþykktar Vínarráöstefnunnar hefði verið eðlilegt að þau ríki sem hafa gildandi fyr- irvara við sáttmálann um afnám allrar mismun- unar gagnvart konum drægju þá fyrirvara til baka. Sú staðreynd að þau geröu það ekki er lýsandi fýrir viöhorf fjölmargra ríkjatil mannrétt- inda kvenna þ.e.a.s. aö þau eru tilbúin að Ijá þeim stuðning í orði, en án skuldbindinga eða framkvæmda. Alþjóðleg mannréttindalög hafa verið tilefni túlkana og þær túlkanir hafa veriö eftir hentug- leikum valdhafa rfkja, sem eru sömu aðilarnir og standa í vegi fyrir því að konur njóti mann- réttinda. Mikilvægasta skrefiö til þess að al- þjóðleg mannréttindalög verndi konur er aö þeim verði gert kleift að túlka alþjóöleg mann- réttindalög í samræmi við aðstæður stnar og þær kröfur sem þær sjálfar gera um mannrétt- indi. Einungis þannig er von til þess að konur nýti sér þær leiðir sem þegar eru opnar innan Sameinuðu þjóðanna til að tryggja þau mann- réttindi. Höfundur vinnur á Mamiréttindaskrifstofu lslands.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.