Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 38

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 38
I V Aö C ERIST 1 FEKINC? aö allra leíða til að Ijúka málum með sátt. Ef eitt aðildarríkja fellir sig ekki við oröalag eða efni nægir það til þess að koma í veg fyrir sam- þykki. í þessum vinnubrögðum liggur bæði styrkur samtakanna en einnig veikleiki. Þegar samkomulag næst er það algert, en það getur bæði verið tímafrekt að ná slíku samkomulagi og eins getur það falið í sér hættuna á að eft- ir sitji óttalega innihaldslítill texti. í framkvæmdaáætluninni er tekið á aukinni fátækt kvenna, skorti á menntun, heilbrigðis- þjónustu, ofbeldi gegn konum, áhrifum stríðsá- taka á konur og stúlkur, misskiþtingu valds f þjóðfélaginu og fæð kvenna við stjórnvölinn, af- skiptaleysi fjölmiðla um líf kvenna, hlutverk kvenna í umhverfisvernd og grundvallar mann- réttindi kvenna og stúlkna. Framkvæmdaáæti- uninni er fyrst og fremst ætlað að setja niður markmið og leiðir fyrir stjórnvöld og alþjóðlegar stofnanir en í henni er einnig ákall til félagasam- taka, fjölmiðla og annarra sem geta haft áhrif á lífsskilyrði kvenna í heiminum, að taka til hendi. Ágreiningur hefur risið um hugtakanotkun og einstaka efnisatriði áætlunarinnar. Ekki náöist t.d. samkomulag um aö nota orðiö „equality" (jafnrétti) í stað „equity" (sanngirni, réttlæti) og hugtakið „gender" sem merkir fé- lagslega mótað kynhlutverk, var ekki að allra skapi. Mest urðu þó átökin um rétt kvenna til að ákveða hvort og hvenær þær ættu börn og réttindi þeirra til góðrar heilsugæslu sem tryggði þeim slíkt val. Fulitrúar Vatikansins hafa svo sannarlega ekki lúrt á sinni skoðun og notið þar stuðnings, sérstaklega frá Möltu, Guatemala og Hondúras. Allt er snertir þennan rétt kvenna er því enn innan homklofa í framkvæmdaáætluninni. Ýmis grundvailar mannréttindi eru enn einnig í hornklofum enda eru ýmis stjórnvöld, sérstaklega meöal islamstrúarþjóða, þeirrar skoöunar aö grundvallar mannréttindi eigi að víkja ef þau rekast á hefðir tengdar trúarbrögö- um, menningu ogöðrum siðvenjum þegar kon- ur og stúlkur eiga í hlut. Að sjálfsögðu er ekki hægt að fallast á slík sjónarmið. HANNRÉTTINLl KVENNA Það er ömurlegt til þess að vita að til séu stjórnvöld sem meina konum að velja sitt líf og njóta grundvallar mannréttinda, réttinda sem allar manneskjur eiga að njóta í krafti þess eins að vera manneskjur. En þannig er ástand- ið í heiminum í dag, konur búa víða viö ömur- legan kost og það skilar okkur ekkert að stinga höfðinu f sandinn og látast ekki sjá það. Ágreiningurinn um efni og orðalag fram- kvæmdaáætlunarinnar er vitnisburður um lífs- skilyrði kvenna og er því gagnlegur sem slíkur. Ýmsir meta það svo að átökin sem átt hafa sér stað um framkvæmdaáætlunina séu merki þess að kvennabarátta eigi undir högg að sækja. Það er ef til vill rétt, en þau eru ekki síð- urtil marks um styrk kvennahreyfinga og þá já- kvæðu þróun sem þó hefur átt sér stað hvað varðar jafnrétti kynjanna undanfarinn áratug. Konur ætla ekki að láta sitja við orðin tóm, held- ur sækja allan sinn rétt og nýta m.a. til þess ak þjóðastofnanirnar sem við eigum öll, konur sem karlar. Þetta vita þeir sem ekki vilja láta konum eftir rétt sinn og þess vegna hafa þeir lagt á sig ómælda vinnu til að gæta hagsmuna sinna. Undanfarið hafa Sþ haldið ráðstefnur og leiðtogafundi um ýmis málefni sem skipta mannkyniö miklu svo sem rétt barna, umhverfi og þróun, mannfjölda og þróun og mannrétt- indi. Ráðstefnan um málefni kvenna sem hald- ín verður í Peking I haust er ekki sfður I röð þeirra en fyrri kvennaráðstefna. Réttindi kvenna hafa verið ofarlega á baugi á öllum þessum samkomum og lögð hefur verið áhersia á að til þess að tryggja umbætur á við- komandi sviði sé nauösynlegt að auka þátt kvenna í allri ákvarðanatöku, heima fyrir sem á alþjóðlegum vettvangi. Það eru mikil vonbrigði að nú er uppi ágreiningur um ýmislegt sem samkomulag hafði náðst um á fyrri ráðstefn- um en enn er von til þess að úr þvf veröi bætt ef við stöndum okkur f vörninni en lyppumst ekki niður við mótblásturinn. Hvernig svo sem framkvæmdaáætluninni kemur til með að reiða af á ráðstefnunni í haust þá hefur þaö enn og aftur gerst að und- irbúningurinn hefur hrist upp í umræðunni um málefni kvenna og stúlkna. Skýrslur hafa verið skrifaðar um réttindi og stöðu kvenna, konur hafa fjölmennt á fundi og ráöstefnur af öllum mögulegum stærðum og gerðum, þar sem staða kvenna hefur verið greind og lagt á ráð- in um aðgeröir. Fulltrúar stjórnvalda hafa hist og tekist á um málin, félagasamtök hafa skilað sínu inn á þá fundi og látið í sér heyra. Fjölmiðlar hafa einnig sinnt undirbúningnum á sinn hátt; þeir hafa greint frá öllum hugsanlegum ágreiningi sem upp hefur komið eða kann að verða. UNLIRBJNINC JR Á ÍSLANLI íslenskur undirbúningur undir ráðstefnuna í Peking fór fremur hægt af staö en okkur hefur þó miðað ágætlega. Staða og réttindi kvenna hefur verið greind tölulega og meö texta og gef- in út af utanríkisráðuneytinu á íslensku og ensku. Þá hefur undirbúningsnefndin látið prenta lítið kver, Mannréttindi kvenna, með al- þjóðlegum samningum og yfirlýsingum sem varða sérstaklega réttindi kvenna og kennir þar ýmissa grasa. Skýrslan og kverið fást að kostnaðarlausu hjá Utanrikisráðuneytinu. Undirbúningsnefndin hefureinnig staðið að opnum fundum ásamt með Kvenréttindafélag- inu. Þá hafa verið veittir styrkir til félagasam- taka og einstaklinga sem hyggjast vinna verk- efni T tengslum við ráðstefnuna. Á fjórða tug styrkja voru veittir og kenndi ýmissa grasa í umsóknum. Rétt er að geta þess hér aö ferða- styrkir voru einungis veittir ef ferðalög voru nauðsynlegur þáttur í verkefninu. Margar um- sóknanna voru um styrki vegna ráöstefna, greinaskrifa eða funda eftir ráðstefnuna í Pek- ing, því má búast við að meö haustinu geti skapast fjörug og vonandi árangursrik um- ræða um stöðu kvenna á íslandi sem og ann- ars staðar í heiminum og með hvaða hætti við getum bætt hana. Undirbúningsnefnd íslenskra stjórnvalda hefur tekið þátt T norrænu samráði ásamt því að senda fulltrúa á svæðaráðstefnu Evrópu og N-Ameríku ogtil fundarT New York þar sem lok- iö var við drögin að framkvæmdaáætlun fyrir ráðstefnuna í Peking. I VAö HE€A RÉTTINLT KVENNA KOSTA Sameinuðu þjóðirnar eru aö margra mati mik- ið bákn og það er sjálfsagt að velta því fyrir sér hvort ekki mætti fara öðruvísi að en þar er gert; verja fjármunum með öörum hætti og hafa færri orð en leggja meiri áherslu á fram- kvæmdir. Af afskiptum mTnum af undirbúningi ráðstefnunnar í Peking, bæði hér heima og er- lendis, get ég ekki betur séð en fjármunum hafi verið vel varið. Það kostar sitt að halda úti alþjóðlegu samstarfi, við gætum vafalítiö spar- að einhverjar fjárhæöir með því að vera ekki þátttakendur í því en bæði kemur það aö gagni fyrir okkur sjálfar og eins ber okkur skylda til aö styðja viö bakið á konum annars staðar í heim- inum. Hjá Sameinuðu þjóðunum er þróttmikiö starf í þágu kvenna og til þess hefur verið tek- ið hve stofnanir Sþ sem hafa meö málefni kvenna að gera hafa verið vel reknar. Ef manneskjunni er gefið málið og getan til aö tjá sig, til þess að leiða mannkynið til betri tíðar þá hljóta öll þau orð sem sögð hafa verið og hugmyndirnar sem vaknað hafa í undirbún- ingnum fyrir fjóröu ráðstefnu Sþ um málefni kvenna að gagnast okkur konum þegar fram í sækir. Við þurfum einungis aö nýta lagiö eins og okkur er best kostur og rækta með okkur samstöðuna, þá stöðvar okkur fátt. Höfimdur cr formadur undirbúningsnefhdar utanríkisráðuneytisins fyrir Kvennaráðstefnuna í Peking.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.