Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 46

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 46
síðu n dams G U Ð N I E L S S O N má sín eitt rif ? um afbyggingu og femínista *J hugmynd aö í rituðum textum megi finna afmarkaða merkingarheild sem lýsi sannindum um ákveöiö viöfangsefni. í afbyggingu mótast merkingin alltaf af þeim eigindum sem hún reynir aö útiloka. Afbyggjendur telja að textinn vísi ávallt út fyrir sig og að meö nákvæmri greiningu megi finna innibyggðar mótsagnir, sem geri þaö að verkum aö ómögulegt sé fyrir les- endur aö halda einni merkingu frekarfram en annarri. Aöur en ég settist niöur til þess aö skrifa þennan pistil fletti ég í gegnum nokkur gömul Verublöð til þess að átta mig á skoðunum þeirra kyn- þræðra minna sem fyrr á árinu höföu skrifaö „úr síðu Adams”. í mars hefti blaösins fjallar Hjörleifur Sveinbjörnsson um viöhorfsbreytingar til kynjabaráttu, launajafnrétti og þá reynslu að vera dreginn inn „í tiltekinn dilk í reynsluheimi kvenna". Hjörleifur segir einnig: „Um daginn sá ég út undan mér í póstinum heima aö Rannsóknarstofa í kvennafræöum viö Háskóla íslands stendur fyrir fundi síöar í mánuöinum um „hentugar leiö- ir til aö afbyggia karlaveldið út frá femínísku sjónarhorni," og hefur feng- iö mætan bókmenntafræöing — karl — til að reifa málið. Ég næ að vísu ekki almennilega upp í hvert málið er (hvaö er aö afbyggja?) né hvernig hann ætlar aö fara að þessu, enda ekki kominn nógu langt sjálfur til aö hafa komiö mér upp femínískum sjónarhól. Á hinn bóginn hef ég sem einn af körlunum í nýtilkominni karlanefnd Jafnréttisráðs viljað láta duga svona fyrst um sinn að skoða tilveruna undir sjónarhorni okkar eigin karl- lega reynsluheims.” Þessi „karl” er víst ég og því þykir mér Ijúft aö reyna í örstuttu máli aö útskýra fyrir Hjörleifi og öörum „sem ná ekki upp í mál- iö," t hverju aföygging felst. Afbygging ruddi sértil rúms sem aðferðafræði í bókmenntum snemma á áttunda áratugnum. Hún beinist meðal annars aö því aö gagnrýna þá Ef segja má að afþygging hafi í fyrstu verið notuö sem gagnrýni á gildi merkingarkerfa, sem tilraun til þess aö sýna að aldrei sé unnt að sætta merkingarlegar andstæðurtextans, hefur hún á síðustu árum öðlast póli- tísktgildi, sem leið til þess aö losa um rikjandi hugtakakerfi. Femínístar hafa beitt afbyggingu til þess aö losa um þá stigskipun sem notuö var til aðgreiningar á andstæöu karllegra og kvenlegra eiginda. Þeir telja aö hinu karllega hafi verið skipaður hærri og mikilvægari sess af þeirri ein- földu ástæðu að forsendur aðgreiningarinnar séu runnar undan rifjum karlveldisins. f hinni fölsku þráttarhyggju heföarinnar sem skilgreinir karl- manninn sem frumatriði merkingarparsins (karl—kona) og útilokar um leiö konuna (sem frumatriði), eru síðan dregin upp glögg skil milli viðeig- andi og óviöeigandi eiginleika út frá þeim forsendum sem réttlættu aö- greininguna í upphafi. í afbyggingu eru forsendurnar fyrir stööu innan eða utan skilgreiningar leystar upp og leitast er við aö sýna allar þær mót- sagnir sem aögreiningin veröur aö fela til þess að halda gildi sínu. Þessa skýru aögreiningu milli reynslu- og merkingarheims karla og kvenna, má t.d. greina í lokaorðum Hjörleifs. Með öfund (ég kaus aö lesa þaö svo) viöurkennir hann aö vera ekki kominn svo langt aö hafa komiö sér upp „femínískum sjónarhól”. Hann er aftur á móti í karlanefnd og skoöartilveruna útfrá eigin reynsluheimi. „Sá reynsluheimur rúmarýms- ar skuggahliðar og af þeim er ofbeldiö, okkar einkaeign, verst”. Hægt væri aö eyða löngu máli í greiningu á þessum orðum, en ég ætla að láta mér nægja að benda á tvennt. Af skilgreiningu Hjörleifs á því sem liggur innan og utan karllegrar reynslu má ætla aö konur séu jafn óhæfartil um- ræðu um ofbeldi og hann er í aö hugleiða femínisma. í báöum tilvikum er um að ræöa reynsluheim handan þeirra vitundarsviös. Annað vanda- mál kemur strax upp ef viö viljum halda aögreiningunni um karllega og kvenlega reynslu til streitu. Stór hluti femínískrar afbyggingar tekur á því sem Hjörleifur myndi eflaust skilgreina sem reynsluheim karla. Er þaö svið sem karlmönnum ætti aö fullu að vera látið eftir? Ég gæti reynt aö setja fram málamiðlun og sagt aö karlmenn eigi aö afbyggja karlaveldiö innan frá, á meðan konur geta gert þaö utan frá. Gallinn er aöeins sá aö þá væri ég að nota forsendur sem afbyggingin leitast viö að hafna.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.