Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 34

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 34
Er til eignaslcipta- yfirlýsing fyrir þitt hús? Við viljum vekja athygli á, að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þarf að vera fyrir hendi þinglýst eignaskiptayfiriýsing (eignaskiptasamningur) fyrir öll fjöleignarhús eigi síðar en 1. janúar 1997. Fjöleignarhús eru öll hús sem skiptast í sameign og a.m.k. tvo séreignarhluta í eigu mismunandi aðila. í mörgum tilvikum liggur fullnægjandi yfirlýsing þegar fyrir og þarf þá ekki að hafast frekar að. í öðrum tilvikum kann hún að vera úrelt, miðað við núverandi eignaskipan í húsinu, eða hreinlega ekki fyrir hendi. Hvaé b«rfaðgcra?J Er til eignaskiptayfirlýsing fyrir húsið þitt? Efþú ert í vafa um hvort svo sé má leita upplýsinga hjá sýslumannsembættum. Er hún fullnægjandi? Ef eldri þinglýst yfirlýsing er til staðar er vissara að fara yfir hana og ganga úr skugga um hvort hún sé í samræmi við núverandi eignaskipan í húsinu. Ef hún er röng eða ekki til þarf húsféiagið að bæta úr því. Hverjir útbúa eignaskiptayfirlýsingar? Hópur manna hefur löggildingu ígerð eignaskiptayfirlýsinga fyrir fjöleignarhús. Nánari upplýsingar fást hjá Húsnæðisstofnun, húsnæðisnefndum sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytinu. OHvað svo? Eftirað eignaskiptayfirlýsing hefur verið samin þurfa eigendur að undirrita hana. Þá þarf að koma yfirlýsingunni til byggingarfulltrúa tii staðfestingar og loks að láta þingiýsa henni hjá sýslumanni. Hvað getur gerst eftir 1. janúar 1997? Ef fullnægjandi eignaskiptayfirlýsingu vantar eftir 1. janúar 1997 getur það valdið töfum í fasteignaviðskiptum, þar sem hún er gerð að skilyrði fyrir þinglýsingu á eignayfirfærslum, svo sem afsölum, samkvæmt lögum um fjöleignarhús. CSn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS - vinnur að velferð í þágu þjóðar

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.