Ritmennt - 01.01.2000, Síða 93
RITMENNT
PRENTNEMARNIR
prentun Almanaksins sýnir vel hvernig
staðið er að verki: Settar eru noklcrar síður,
þær síðan prentaðar, letrið að svo búnu rifið
upp og raðað í kassa og síðan notað að nýju
í næstu síður:
5. [júlí (laugaid.)]: Settar 3 síður af alman[aki]
og 2 síður af orðasafni St[ein]gr[íms].
7. [júlí (mánud.)]: Settar 4 síður af orðas. og
8. [júlí (þiiðjud.)]: 3 síður.
9. [júlí (miðvikud.)]: Settar sem svarar 4 síðum.
10. [júlí (fimmtud.)]: Lagðar af 6 síður af Alm-
an[aki[ og sett 11/2 síða af orðas.
11. [júlí (föstud.)]: Sett 2 1/2 síða af orðas., lagð-
ar af 3 síður af alman. og eiðublöð G. Zoéga
og G. Isl. (sett 3. júlí), og settar 61 línur [!], af
meðalaskrá Jónassens (uppá 5 quaðr. og 1 cic.,
úr petit).
Meðalaskrá eða leiðbeining fyrir alþýðu
um, hvernig brúka skuli hin algengustu
meðöl eru blaðsíðurnar 455-473 í bók
Jónasar Jónassen Lækningabók handa al-
þýóu á íslandi sem út kom 1884, tæplega
500 bls. að stærð í áttablaðabroti.
13. [!] [júlí (laugard.)]: Sett eyðublöð fyrir síra
Hallgrím, corr. [þ.e. leiðrétt] í 2 tíma og sett-
ar 2 síður af orð[asafni[.
Eld<i verður ráðið lrvaða eyðublöð Jón er að
setja fyrir Hallgrím Sveinsson dómkirkju-
prest, en eftirtektarvert er að Hallgrímur
fær verkið unnið hjá Sigmundi en ekki mági
sínum, Birni Jónssyni í ísafoldarprent-
smiðju.
14. júlí [(mánud.)]: Settar 6 síður af grammatík
St[ein]gr[íms[. Cori pr. Corp. 38 (?) línur.
Þegar Jón nefnir „grammatík" er hann að
setja fyrsta hluta áðurnefndu bókarinnar
Dönsk lestrarbók með stuttu málfræðis-
ágripi og orðasafni eftir Steingrím Thor-
steinsson, bls. v-xxiv.
15. júlí [(þriðjud.)]: Lagðar af 9 síður af orðas. og
settar 29 línur af Meðalaskrá Jónassens.
16. júlí [(miðvikud.)]: Lagðar af 3 1/2 síða af
orðas. og settar 3 af hinu sama.
17. júlí [(fimmtud.)]: Dto [þ.e. sama].
18. júlí [(föstud.)]: Settar 2 síður af orðas. og 4 síð-
ur af gr[ammatík].
19. júlí [(laugard.)]: Settar 7 síður af grammatík.
21. júlí [(mánud.)]: Settar 4 síður af gr[ammatíl<]
og settur matseðill fyrir Englendinga.
ísafold greindi frá því hinn 23. júlí 1884 að
ensl<t slcemmtisldp, Ceylon, 2200 smálest-
ir, hefði komiö til Reykjavíkur 18. þ.m.,
með 64 farþega, og farið aftur „í gærkveldi"
heimleiðis. Kom sldpið frá Noregi, og fóru
sumir ferðamennirnir til Þingvalla en einn
til Geysis.51 Af vinnudagbók Jóns verður
ekki ráðið hvort matarveislan hefur verið
haldin á veitingahúsi í Reykjavík eða um
borð í sldpinu.
22. júlí [(þríðjud.)]: Settar 4 síður af grammat.
(óreglul. sagnir) og aflagður matseðillinn.
Hér greinir Jón frá því hvaða liluta málfræð-
innar hann er að setja, nefnilega Óregluleg-
ar sagnir, bls. xxi-xxiv.
23. júlí [(miðvikud.)]: Sett 1 síða af grammat.
(óreglul. sagnir) og 2 síður af orðas. og 50 lín.
af lög. Fr[amtíðarinnar].
24. júní [!] [(fimmtud.)]: Settar 3 síður af lögum
Framt.
Lög „Framtíðar“-félags Reykjavíkurskóla
eins og titill þeirra hljóðar er tvíblöðungur,
fjórar síður. Varðveist lrefur 1. próförlc með
aðeins tveimur villum og má það vera til
marks um ágæti Jóns sem setjara. Jón
greiddi prentunina úr eigin vasa og ckki er
51 ísafold 11:30 (23. júlí 1884), bls. 117.
89