Ritmennt - 01.01.2000, Side 108
HELGA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR
RITMENNT
„mesta mann sem ég held ísland hafi átt á
seinni öldum".1
Einkenni upplýsingaiinnai
Upplýsingarstefnan hafði veruleg áhrif á
viðfangsefni skálda á átjándu öld. I stað
guðs áður var maðurinn sjálfur nú settur í
forgrunn og staða hans í samfélaginu og til-
verunni skoðuð. Boðskapurinn fór að skipta
meginmáli, oft á kostnað formsins í ljóðlist.
Skáldin ortu löng fræðikvæði í anda enska
skáldsins Alexanders Pope (Tilraun um
manninn (1733-34)) og ádeilutóns gætti
víða í kveðskap. Þá fann ýmiss konar þjóð-
félagsgagnrýni sér farveg í vaxandi útgáfu
ritverka í óbundnu máli. Til Islands bárust
hugmyndastraumar samtímans í gegnum
Danmörku þar sem Eggert Olafsson nam
heimspeki, náttúruvísindi og forn fræði á
árunum 1746-50. Ahrifa upplýsingarinnar
tók að gæta á íslandi á ýmsum sviðum þjóð-
lífsins upp úr miðri öldinni. Birtust þau
einkum í umbótum í atvinnumálum og
verklegum efnum samfara aukinni alþýðu-
fræðslu og stóraukinni útgáfu bóka um ver-
aldleg málefni. Þá markaði upplýsingin
upphaf tímaritaútgáfu og farið var að þýða
erlendar fagurbókmenntir á íslensku.
Einnig setti starfsemi fræða- og lestrarfélaga
svip sinn á öldina.
Um þessar mundir var áhugi á vísindum
mikill. Upplýsingarmenn vildu rannsaka
hlutina og draga af því ályktanir, sbr. það
viðhorf sem rekja má til John Lockes og
Jean Jacques Rousseaus, að þelclcing og hug-
myndir mótuðust af reynslunni. Þetta liafði
þær afleiðingar að barist var gegn hvers
lcyns hjátrú og almennum menntunarslcorti
og lét Eggert Ólafsson elclci sitt eftir liggja í
þeim efnum. Hann gerðist brautryðjandi í
rannsólcnum á náttúru íslands. Feiðabókin,
sem hann safnaði efni í ásamt Bjarna Páls-
syni á ferðum þeirra um landið á árunum
1752-57, er stórmerlcilegur vitnisburður
um þá framfaraviðleitni sem fylgdi í lcjölfar
upplýsingarstefnunnar. Elclci er að efa að sú
þeklcing sem Eggert öðlaðist á náttúru
landsins á þessum ferðum hafði grund-
vallaráhrif á allt hans lífsstarf og lífsslcoðun.
Þetta lcemur vel fram í lcvæðum hans; hann
orti milcið um náttúruna og efni lcvæðanna
var jafnan tengt landi og þjóð.
Tiú á fiamfaiii
Eggert liafði mikinn áliuga á þeim umbót-
um og viðreisn atvinnuvega í landinu sem
stjórnvöld beittu sér fyrir og lcemur það
fram í ljóðum hans. Hann orti t.a.m. lcvæði
um Innréttingarnar (Um þæi nýu inn-
réttíngai á Islandi (1752)) sem stofnaðar
voru árið 1752 og taldi þær milcilsvert fram-
lag til umbóta.2 Einnig lcoma viðhorf hans
til hinna ýmsu þjóðmála fram í lcvæðinu ís-
landi, viðamilclu fræðilcvæði með löngum
neðanmálsslcýringum. Þar segir ísland olclc-
ur sögu sína í lílci Fjalllconunnar, bendir á
það sem miður hefur farið á síðustu öldum
og leiðir til úrbóta. Eggert orti lílca lofgjörð-
arkvæði til Friðrilcs V. Danalconungs þar
sem honum var efst í huga að þalclca honum
velgjörðir hans við land og þjóð. Kemur
þetta fram í lcvæðunum Friðriksvaröa á ís-
1 Jónas Hallgrímsson, Ritverk Jónasar Hallgrímsson-
ar I, bls. 376.
2 Eggert Ólafsson, Kvæði, erindi 4-6, bls. 84-85.
104