Ritmennt - 01.01.2000, Síða 140
ANDREW WAWN
RITMENNT
1814-15 á vegum Hins breska og erlenda biblíufélags til leiðangra
George Atkinsons (1833)23 og John Barrows (1834)24, er vissulega
vandalaust að sjá Wilson fyrir sér sem auðugan skipuleggjanda
leiðangurs á þriðja áratug nítjándu aldar, ef til vill skömmu eftir
að hann útskrifaðist 1823. Hafa má í huga að bæði John Thomas
Stanley árið 1789 og Henry Holland árið 1810 voru ungir fræði-
menn við Edinborgarháskóla þegar þeir ferðuðust fyrst til íslands.
Því miður fylgdi Wilson lílca fordæmi Stanleys (og harmar John
Barrow það mjög25) er hann lét hjá líða að rita í bólcarformi um
ferð sína á norðurslóðir. Það er svo annar og betri kostur að Wil-
son hafi komið til Islands á fyrstu árum fjórða áratugarins fyrir
áhrif eða hvatningu frá Lárusi Sigurðssyni sem hann lcynni að
hafa hitt í Kaupmannahöfn.26 Þegar Páll Eggert Ólason skráði
handritið taldi hann það vera frá „ca. 1830". Ártalið passar vel
við handrit að dönskum lcvæðum Lárusar sem liægt er að
aldursákvarða,- bæði handritin eru skrifuð á jafnstórar arkir með
sama vatnsmerlci. Einnig passar það vel að þeir Lárus og Wilson
hafi fyrst hist í Kaupmannahöfn um þær mundir. Það má því telj-
ast skynsamleg ályktun að The Dieam hafi verið ort sem lcveðja
til Sir Thomas Maryon Wilsons við lolc Islandsferðar sem farin
var eftir 1823 og líldegast um 1832.
Eitt annað verlc bólcmenntalegs eðlis má tengja Islandsferð
Wilsons. í háslcólabólcasafninu í Princeton er varðveitt eitt ís-
lenslct handrit - uppslcrift af Jónsbólc frá því um 1500. Á bólc-
merki inni í innbundnu handritinu stendur að eigandinn sé „Sir
Thomas Maryon Wilson".27 Sem áhugamaður um ísland hefði
Wilson auðvitað getað lcomist yfir handritið einhvern tímann
eftir að hann sneri heim frá íslandi, en mun líklegra virðist að
eins og Banlcs á undan honum og Sabine Baring-Gould á eftir
23 George Clayton Atkinson, [ournal of an Expedition to the Feroe and West-
man Islands and Iceland 1833.
24 John Barrow, A Visit to Iceland, by way of Tronyem, in the "Flower of Yar-
row" Yacht, in the Summer of 1834.
25 Barrow, bls. xxii.
26 Eg er þakklátur dr. Benedikt Benedikz í Birmingham fyrir að benda mér á það
að þeir Lárus og Wilson kunni að hafa hist fyrst í Kaupmannahöfn frekar en
á Islandi.
27 C.U. Faye (and) W.H. Bond, Supplement to the Census of Medieval and Re-
naissance Manuscripts in the United States and Canada, bls. 307-08.
136