Vera - 01.02.1997, Síða 7
E R U LÁGU LAUNIN
NÁTTÚRULÖGMÁL’
„Éghlýt
alltaf að velja
fiölskyMuimí
íhag“
Draumey Aradóttir er 36 ára einstæð móð-
ir með tvö börn, Sunnu þrettán ára og
Mána níu ára. Fyrir tæpum tveimur árum
lauk hún námi við Kennaraháskóla íslands
og fór að starfa sem almennur grunn-
skólakennari í Langholtsskóla. Þar kennir
hún 8.,9. og 10. bekk.
Draumey er ein af þessum bjartsýnu, kraftmiklu konum sem kemur
manni sífellt á óvart með orku sinni og útsjónarsemi. Hún býr í eigin
íbúð, fjögurra herbergja blokkaríbúð, sem henni hefurtekist að gæða
einstaklega notalegum glæsileik af litlum efnum.
Það er enginn bíll á heimilinu en Draumey og börnin hennar fara
allra sinna ferða fótgangandi eða á hjólum. „Gæfa mín er að vera
andans manneskja því það að eiga ekki bíl gefur mér dýrmætar
stundir. Hvar er betra að hugsa en á göngu eða láta sig renna Ijúf-
lega niöur brekku á hjóli? Svo hef ég hreina samvisku gagnvart ört
vaxandi mengun í borginni."
Nú hefur kennarastarfið lengi verið talið til kvennastarfa og marg-
ir segja skýringuna vera lágu launin. Er það einfaldlega svo að konur
láta bjóða sér lægri laun en karlarnir?
„Já, það er heila máliö, lítum bara á kennarastéttina í dag. Það er
farið með þessa fáu karlkennara eins og kónga. Þeir ganga alltaf fyr-
ir þegar verið er að útþúa stundatöflur. Það er nefnilega ekki hægt
að bjóða þeim upp á gatslitna stundatöflu eins og kerlingunum. Þeir
myndu einfaldlega fara, en ef kvenkennari segir upp þá er það minna
mál. Það er alltaf hægt að fá nýja kerlingu í hennar stað! Þetta er við-
horfiö hjá stjórnendum skólanna. Kvenkennararnir endast betur í
þessu láglaunastarfi. Annað hvort þora þær
síður að skipta um vinnu eða þær hafa einfald-
lega góöa fýrirvinnu. Kennarastarfið er
skemmtilegt starf og ég vildi gjarnan halda
áfram að kenna, en það er sífellt verið að auka
ábyrgð skólanna á uppeldi barna. Um leið eru
störf kennaranna einskis metin. Ofbeldi og
agaleysi barna er álitið vera vandamál skól-
anna. Þegar berast fréttir af ofbeldi meðal unglinga, t.d. í miðborg-
inni, þá er aukið námsefni í samskiptum og skorið niöur annars stað-
ar. Næst berast fréttir af slakri útkomu íslenskra barna í
raungreinakönnun og þá er sá þáttur aukinn í kennslunni. Þannig er
alltaf farið í hringi. Þetta er auðvitaö aukin vinna fyrir kennarana, sem
væri hið besta mál ef einhver væri tilbúinn til að borga sómasamlega
fyrir þessa vinnu. Ég vil geta notað menntun mtna þvt mérfinnstgam-
an að kenna og get ekki hugsað mér að enda sem ritari á einhverri
skrifstofu útí bæ. En meðan þjóðfélagið metur vinnuna mtna einskis,
Ég hafði þaö
miklu betra
^eðan ég var á
námslánunum.
á ég lítilla kosta völ. Ég er t.d. hætt að taka að mér aukavinnu, ég
met frítímann minn meira en svo, auk þess sem meirihluti yfirvinnu-
tekna fer t skatt. Þá er betra að draga enn saman seglin og eiga meiri
tíma fyrir sig og börnin. í fyrra var ástandið aðeins skárra því þá fékk
ég greiddan barnabótaauka, en nú eru tekjur mínar vtst of háar!“
Um mánaðamót eru um það bil 65-70 þúsund krónur í launa-
umslaginu hennar Draumeyjar, eftir að búið er að draga frá skatt og
launatengd gjöld. Sem einstæð móðirfær hún greidd mæðralaun og
meðlag með börnunum, u.þ.b. 25 þúsund krónur á mánuði. Ráðstöf-
unartekjurnar eru því um 90 þúsund auk barnabóta sem er 35 þús-
und, þriðja hvern mánuð. Greiðslubyrðin af húsnæðinu er svipuð og
hjá okkur hinum, eða u.þ.b. helmingur ráðstöfunartekna. Þar er með-
talið afborganir af lánum, hússjóður og þess háttar. En hvernig geng-
ur Draumeyju að lifa af þessum launum?
„Hver segir að ég lifi af þeim? Nei, t alvöru talað þá geri ég það
ekki og því hlýt ég að þurfa að breyta til. Mín leið út úr vandanum er
sú að fara aftur í nám í haust. Ég hafði það miklu betra meðan ég var
á námslánunum. Ég er búin að reikna dæmið út, mín kynslóð borgar
af óhagstæðum húsnæðis- og námslánum. Gömlum skuldum for-
(0
'8
„Þaö er farið meö þessa fáu karlkennara eins og kónga,“
segir Draumey og fuilyröir aö kvenkennarar endist betur í
þessu láglaunastarfi.
eldra okkar hefur verið velt á okkar herðar og ég ætla einfaldlega að
gera það sama, samviskulaust. Ef ég læri í nokkur ár í viðbót og tek
fyrir þvt námslán, þá get ég leyft mér meira á þeim ttma. Þvt eins og
ég sagöi er mun hagstæðara fyrir mig fjárhagslega að lifa af náms-
lánum. Mig langar til að geta gert meira fyrir börnin mtn meðan þau
eru enn ung, t.d. leyfa þeim að stunda tónlistarnám eða íþróttir.
Núna getum við ekki leyft okkur neitt aukalega. Börnin eru að vtsu í
tónlistarnámi en þaö er hægt með góöri hjálp frá pabba þeirra. Ég
þarf að velta hverri krónu áður en ég eyði henni og lúxus eins og
læknisþjónusta og strætó kemur ekki til mála. Ég geri mér grein fyr-
ir þvt að mér endist ekki ævin til að borga þessi námslán, og hlýt því
að velta þeim yfir á aðra. Ég ætla sem sagt að verða jafn óábyrgur
þjóðfélagsþegn og Plessaðir alþingismennirnir okkar, og það sorg-
lega er að ég er alls ekki ein um að hugsa svona. En ég hlýt alltaf að
velja fjölskyldunni í hag." S.J.