Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 12
E R U LÁGU LAUNIN
NÁTTÚRULÖGMÁL’
stéttarfélögum. Hér má t.d. nefna stjórnend-
ur stórra og smárra stofnana, prófessora,
héraðshjúkrunarfræðinga og nánast alla
dýralækna. Bandalag háskólamanna reyndi
svo sannariega að koma í veg fyrir að þetta
yrði að veruleika en frumvarpið var barið í
gegnum þingið," segir Martha og auðséð er
að hún er enginn nýgræðingur í umræðum
um kjaramál.
Um fæðingarorlofsmálin segir hún:
„Þarna var vegið að rétti þeirra félaga okkar
sem verst standa, þ.e. rétti ungra kvenna,
en okkur tókst að koma í veg fyrir þreyting-
una sem hefði skert rétt okkar. Ríkisstarfs-
menn hafa því enn sama rétt og áðurtil fæð-
ingarorlofs þar sem ekki hefur verið samiö
um annað. Við viljum líka samræma rétt for-
eldra og semja um að feður geti tekið fæð-
ingarorlof á launum."
Veruleg atlaga var gerð aö lífeyrismálum
opinberra starfsmanna en þar tókst að
vinna varnarsigur til að koma í veg fyrir að
gengið yrði á eignarrétt ríkisstarfsmanna. „í
þessu máli voru vinnubrögð rikisins mjög
slæm en þegar viðspyrnan var svona mikil
rönkuðu menn við sér. Við lögðum á okkur
mikla vinnu, ásamt starfsmönnum fjármála-
ráðuneytisins, og tókst að búa til nýtt kerfi
sem gefur jafnan rétt og við höfðum áður.
Þetta sýnir að starfsmenn fjármálaráðuneyt-
isins geta verið færir um rökhugsun!” segir
Martha glettin og ánægð með þennan árangur.
Fjármagnseigendur
stærsti þrýstihópurinnn
Þegar Martha er spurð um horfurnar í samn-
ingamálunum segir hún að láglaunastefnan
sé ein skæðasta meinsemd þjóðfélagsins
og valdi því að launakerfið hér á landi sé
miklu lægra en á Norðurlöndunum. Þó vita
allir að víða eru hærri laun greidd enda efast
Martha ekki um að hið opinbera og einka-
aðilar geti greitt hærri laun. „Það er ekkert
nýtt að samið sé úti T fyrirtækjunum og kom
t.d. vel í Ijós þegartölur um raunveruleg laun
VR-félaga voru þirtar. Launafólk hefur tekið
fullan þáttí hagræðingu í rekstri undanfariö og
á að njóta þeirrar hagræðingar. Það virðist
hins vegar enginn vilji til að viðurkenna það
sjónarmið og víðs fjarri að það hafi veriö gert.
Mér virðist einn stór þrýstihópur ráða
mestu í þjóðfélaginu. Það eru prmagnseig-
endur sem setja kröfu um stöðugt meiri arð
og hagræðingu. Þessi hópur fékk verulega
lækkun skatta á arðgreiðslum á síðasta ári
og tap ríkisins í þeim efnum kemur auövitað
beint á kostnað launafólks. Að sjálfsögðu á
að fara eins með tekjur, skattalega séð,
hvaðan sem þær koma - hvort sem það er
af vinnu eða ávöxtun fjármagns, í stað þess
að skattleggja fjármagnstekjur með 10%
skatti en launatekjur 42%. Það verður að
rétta hlut heimilanna í landinu sem hafa
safnað skuldum um leið og atvinnufyrirtæk-
in hafa verið að lækka skuldir sínar," segir
Martha með þunga.
Veruleg hækkun dagvinnulauna
En hverjar eru helstu kröfur aðildarfélaga
Bandalags háskólamanna? „Veruleg hækk-
un dagvinnulauna er helsta krafa allra félag-
anna og þau félög þar sem yfirborganir
tíðkast miða að því að þær geti færst inn T
kjarasamninga,” segir Martha og bætir við
að ekkert geti leiðrétt betur mismun á laun-
um karla og kvenna eða þeirra sem hafa
markaðsviðmiðun og hinna sem ekki njóta
hennar. „Dagvinnulaun veröa einfaldlega að
duga til framfærslu," heldur hún áfram og
segir að krafan sé að viðmiðun launa byggi
á fjórum þáttum: menntun, ábyrgð, hæfni
og álagi. „Háskólamenn koma seint til
starfa og þurfa því að ná ævitekjunum inn á
styttri tíma en aðrir. Námslánaskuldir gera
það einnig að verkum að þeir standa verr að
vígi við öflun eigin húsnæðis. Það er því eðli-
leg krafa að lágmarkslaun háskólamennt-
aðs fólks séu nokkuð hærri en annarra og
þvl er það skammarlegt að nýútskrifuðum
háskólamönnum skuli greidd 75 þúsund
krónur í byrjunarlaun. Flest félögin gera
kröfu um að byrjunarlaun fari vel yfir 100
þúsund krónur og um stíganda í launum á
starfsferlinum.
Um þá röksemd launagreiðenda að ekki
megi hækka laun hér meira en í nágranna-
löndunum segir Martha að markmiðið sé
einmitt að ná sambærileg-
um launum og í þeim lönd-
um en til þess verði að taka
stærri skref hér. „Ef laun
hér hækka um 10% yrði það
sambærilegt við aö þau
hækkuðu um 5% á Norður-
löndunum,” segir hún og
bætir við aö íslenskt launa-
fólk telji sig eiga töluvert inni
hjá atvinnurekendum. „Hér
þarf fólk að leggja á sig óheyrilega yfirvinnu til
þess að ná þvT sama og sambærilegar stétt-
ir á Norðurlöndum fá fyrir dagvinnu.”
Siöferöilegar gildrur
lagöar fyrir forstööumenn
Aö lokum lýsir Martha áhyggjum sínum yfir
þeirri stefnu rikisins að færa vald í hendur
forstöðumanna rikisfýrirtækja með því að
veita þeim heimild til að greiða viðbótar-
laun. Hún telur afar brýnt að um slíkt verði
samið í kjarasamningum. „Atvinnurekendur
miða að því að semja í auknum mæli beint
við starfsfólkið og minnka afskipti stéttarfé-
laganna af samningum. Þetta heitir á máli
þeirra „að draga úr miðstýringu” en ég sé
enga valddreifingu T þvt að forstöðumenn fái
slíkt geðþóttavald. Þetta er auðvitað yfirlýs-
ing um að stéttarfélögin hafi staðið sig vel!"
segir hún á léttu nótunum en verður svo aft-
ur alvarleg. „Þessi nýja stefna hefur ekkert
fengist rædd; t.d. hvort, hvenær og fyrir
hvað slík viðbótarlaun skuli greidd. Mér sýn-
ist að forstöðumenn stofnana muni fá
ákveðna upphæð, sem þeir eiga að standa
skil á gagnvart Ijármálaráðuneytinu, og ef
þeir hafa fé aflögu innan þess ramma megi
þeir borga starfsfólki eftir eigin geðþótta.
Áfram á að greiða lágmarkslaun en sTðan
mega forstöðumenn ráða hverjum þeir
borga meira eða geta jafnvel notað afgangs-
féð í reksturinn. Það eru margar siðferðilega
vafasamar gildrur lagðar fyrir forstöðumenn
með þessu og eitt er vTst að þetta fýrirkomu-
lag felur í sér margar hættur fyrir konur. Því
ógagnsærra sem launakerfið er þess óhag-
stæðara er það fyrir konur. Þetta gæti líka
komið illa út fyrir fólk sem hefur haft afskipti
af kjaramálum á vinnustað. Forstöðumaður-
inn hefur launahækkanir T hendi sér því
stefna ríkisins er að takmarka sjálfkrafa
hækkanir eftir aldri og menntun. Almennt
séð hafa aðildarfélög Bandalags háskóla-
manna það að markmiði að það sé á hreinu
hver launin eru. Við viljum ekki innleiða þá
stefnu að fólk megi ekki vita hvað næsti
maður fær í laun, eins og ttðkast í einkafýr-
irtækjum.”
Á sl. ári kom til tals að
leggja fram sameiginlegar
kröfur um laun fyrir konur.
Um það segir Martha:
„Hjá Bandalagi háskóla-
manna var sú stefna tekin
að leggja til grundvallar
sömu viðmiöun og gert er
T kynhlutlausu starfsmati,
þ.e. menntun, aldur,
ábyrgð og álag. Viö getum ekki sætt okkur
við neitt minna en að fá sömu laun og karl-
menn. Við vorum ekki sendar til mennta
nema til þess að hafa nákvæmlega sömu
möguleika og strákarnir,” segir Martha með
krafti og í kaupbæti fylgir hressilegt bros.
E.Þ.
Því ógagnsærra
sem launakerfið
er þess óhag-
stæðara er það
fyrir konur.